Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Qupperneq 8
152 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. honum í fyrra skiftið. Nú stóð þar við hæginda- stólinn breiður grindapaltur af tré, mannshæð- arhár, og stóð á honum skygð látúnsstöng; á stönginni héngu nokkrir silfurlampar í röð; ljós loguðu á lömpunum og sást dauflega fyr- ir blárri lofthvelfingunni og loftbrúninni með gyltu kúlunum við skin þeirra. Rrent var þar inni: Símonídes, Ester og Ilderim. Rau horfðu stöðugt á Ben Húr, en hann gekk inn á mitt gólfið, og leit sitt upp á hvern spurnaraugum. Hvað vildu þau honum? Kom hann þar til vina eða óvina? »Sonur Húrs!« — Ben Húr leit til þess er talað hafði. — «Sonur Húrs» tók Símonídes upp með þungri áherzlu, »Drottinn guð feðra vorra gefi þér frið — þess er þér óskað af mér og mínum.» Símonídes sat í hægindastól sínum. Ef litið var á þetta einkennilega höfuð, og þetta fölva, rösklega andlit, gleymdist það alveg hver ör- kumlamaður hann var. Eins og þá stóð var blíður hátíðablær í augunum hans svörtu undir hvítu augabrúnunum. Hann spenti greipar fram- an á brjóstum sér. Ben Húr svaraði með mikilli geðshræringu: «Eg tek kveðju þinni, Símonídes, og óska þér sama friðar — sem sonur getur óskað föður. Aðeins bið eg þig um eitt — lát engan mis- skilning eiga sér stað á milii okkar.» Símonídes lét hendurnar falla niður á ábreið- una og sagði við Ester: »Færðu herra þínum og mínum sæti, dóttir mín.« Hún sókti lágstól og stóð svo kyr, roðnaði við og rendi augunum frá Símonídesi til Ben Húrs. Enginn vildi segja hvar setja skyldi Iág- stólinn; það benti á, að vilji húsbóndans átti að ráða. En svo gekk Ben Húr fram eitt fótmál, tók lágstólinn frá Ester og setti liann viðfætur Símonídesi. »Leyf méraðsetjasthérna» sagði hann. Augu hans og Esterar mættust. Og hann las í augum hennar ad hún var honum þakk- lát, og hún las í augunt hans að hann var nærgætinn og lotningarfuliur. Símonídes kink- aði kolli, og sýndi með því ánægju sína. »Ester, barn mitt«, sagði hann svo, «komdu með skjölin». Hún fór og tók þau út úr skáp í veggnum, og færði honum þau. »Þú sagðir sönn orð sonur Húrs« bætti hann svo við, »það má enginn misskilningur vera okkar á milli. Hér hefi eg gert skýrslu, þar sem þú munt finna alt það. er þarf til þess að við skiljum hver annan. Ættarhöfðinginn þekkir skjölin; hanu er hér sem vottur. Viltu lesa þau nú þegar?» «Eg vildi heldur ef það þreytti þig ekki, að þú segðir mér efnið« sagði Ben Húr: «Ester, stattu hérna við hliðina á mér, og réttu mér skjölin blað fyrir blað, svo að þau ruglist ekki». Hún gerði svo. »Lítt’á« hélthann áfram, hérna er skrá yfir það, sem eg bjargaði úr klótn Rómverja af fé föður þíns, innieiguir hans í Alexatidríu, Damaskus, Kartagó, Valensiu og öðrum verzlunarborgum. Það eru 120 tal- entur* í Gyðingapeningum.« Hann rétti Ester skjalið og lét rétta sér annaðnýtt, «Eg verzlaði peningum þessum, og hér eru skýrslur um það, sem eg hefi grætt á þeim.« Hann ias u;»p marga liði, og svo upphæðir þær, setn hann átti fastar í skipum, vörum, úlföldum, hestum, innieignum o. s. frv. «Alt saman er það 523 talentur, og ef það er lagt við stofn- féð, sonur Húrs, er það 673 talentur — mik- ill auður,« Hann tók öll skjölin, og vafði þeim sam- an’, netna eitt sent hann skildi eftir, og rétti það Ben Húr. »Þú ert nú flestum mönnum auðugri nú,« sagði hann »og þú getur kom- ið öllu í verk sem þú vilt« • Ben Húr var staðinn upp. «Alt þetta» sagði hann'j «er mér eins og ijós af himnum á þess- ari löngu nótt, sem mér hefir fundizt að aldrei ætlaði að taka enda. Eg lofa drottinn, því að hann hefir ekki slept hendi sinni af mér, og þakka þér, Sítnonides, fyrir það að þú varst trúr mér og mínum. En það, sem mér ber að gera, Símonídes, er þetta: Þessar 120 talentur, sem faðir minn átti, skalt þú greiða mér aftur. Alt hitt, skip, vörur, úlfaldar, hestar og peningar, eins og það var hér skrásett, er þín eign, og verður *) Ein talenía er um 3600 kr.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.