Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 14
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. forsetann, að ferð hans yrði útbúin þegar um kvöldið svo að hann gæti lagt af stað eftir litla hvíld.» «En yðar hátign, stjórnarskráin segir .. . .« »BIessaðir verið þér, stjórnarskráin er ekki til annars en að brjóta hana, og þess utan er eg ekki borgari í Costa Rica, og þarf því ekki að binda mig við ríkislögin.« «En löggjafarþingið hefir viðurkent það yðar eign.« «Svo er eg ekki giftur.». «En fólkið veit ekki annað en að þér sé- uð það.« «Skollinn hafi allar ykkar kreddur«, sagði Lavarede, og fór nú að síga í hann. »Eg vil ekki setjast hér að, eg á það á hættu að missa fjórar miljónir ef eg tef hér lengi, en nú fei eg að sofa og á morgun finn eg ný ráð til þess að hafa mig úr þessum kröggum og þá verðið þér, herra- ráðaneytisforsetí, að mæta til viðtals. « »Eins og yðar hátign þóknast, en áður en þér gangið til hvildar, ættuð þér að hlusta á nýtt samsærisbrugg, sem verið er að mynda. Það er leyniþráður hingað úr salnum til hall- arinnar, sem Guyman hefst við í, og þeir hafa gleymt að slíta hann«. Agætt, lánið mér hlustarann« sagði Lava- rede, og nú heyrði hann að þrír menn voru að lala saman af ákefð mikilli. »Rað er alt saman yður að kenna, Guy- man læknir,» heyrði hann að Zelaya sagði, «ef þér hefðuð ekki verið svona vægur við negrana og meðhaldsmenn þeirra, og ekki hleypt inn á okkur jesúítaprestunum, sem við höfum verið lausir við í mörg ár, hefðuð þér ekki verið settur af svona fljótt.« «Ónei, þetta er miklufremur yður að kenna, foringi góður, ef að þér hefðuð ekki jafn hygg- indalega undirbúið byltinguna, sem þér héld- uð að myndi verða sjálfum yður til hagsmuna, æst upp verkalýðinn og vakið tortrygni hjá hernum, hefði ekki þessi æfintýramaður svo að segja á svipstundu, velt stjórninni.« Svo fór þriðji maðurinn að tala, sem La- varede þekti að var Jerónímus. Hann sagði í gremjublöndnum rómi: «Hefði eg ekki lán- að honum múlasnann minn, sem allir þekkja, en riðið honum sjálfur, og gefið uppreistar- merkið, þá hefði eg, en ekki hann, verið for- seti. Pað er ástæða til. að hárreita sig af gremju yfir slíku.« Pá hringdi símaklukkan lengi og skarpt. Halló! hallól er nokkur þar? Þið eruð í sam- bandi við forsetahölIina«. Samsærismennirnir þrír urðu í meiralagi skelkaðir og þóttust vita að illa væri komið upp um þá. Zelaya foringi áræddi þó að að svara, og spurði hver talaði og hvað hann vildi. »Eg vil segja ykkur að þið megið vænta hjálpar, til þess að koma af stað stjórnarbylt- ingu héðan úr höllinni.» »Eruð þér í þjónust ríkisforsetans,?» »Eg er einn af þeim, er næstir honum standa.« Hver er maðurinn?» »Ríkisforseti La Bareda sjálfur.« IX. KAPÍTULI Guaíuos-kynþútturinn. Næsta morgun snemma kom ráðaneytisfor- setinn, og var honum þegar vísað inn til for- setans, sem var að klæða sig, og kvaðst hafa sofið mætavel um nóttina. Erindi ráðherrans varað færa forsetanum, samkvæmt venju, fyrstu mánaðarlaun sín. Lavarede kvaðst ekki hafa neitt með pen- inga að gera og engin laun ætla að taka. Eg hefi strítt fyrir frelsisins háleita málefni, en ekki fyrir peninga. Færið fátæklingum bæjarins þessa upphæð.« Petta stórmannlega svar varð von bráðara kunnugt í borginni, og tröllatrúin á göfuglyndi og mikilmensku Lavarede komst á hæsta stig. Pjóðarfullti úarnir 12 samþyktu þegar með öll- um atkvæðum, að sæma forsetann stórkrossi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.