Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Blaðsíða 18
162
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
voru karlmennirnir í virkinu á verði til skiftis,
því altaf var búist við atrennu, en komumenn
létu ekkert á sér bæra. Virkisfólkið þóttist nú
skilja, að hér ætti að hefja reglulegt og vel
undirbúið umsátur. Rað sá, að Indíanarnir höfðu
skift sér niður í sex flokka, í hverjum flokki
voru 3 til 4 menn, einn ríðandi enn hinir á
fæti. Flokkarnir skipuðu sér alt í kring um
virkið svo að ómögulegt yrði að flýja úr því,
Og svo leið sé dagur einnig, að ekkert var
aðhafst.
Lavarede var hinn kátasti, þótt horfurnar
væru f meira lagi ískyggilegar. Hann spurði
Murlyton að, hvort hann myndi hafa tekizt á
hendur að hafa eftirlit með ferð sinni, hefði
hann vitað fyrirfram allar þær þrautir og erf-
iðleika, sem hann hafði ratað í og ekki séð
enn fyrir endann á því, hvað á daga þeirra kynni
að drífa.
»Líklega ekki,» svaraði gamli maðurinn, »en
nú er eg kominn út í það, og hefi kynst yður,
og drenglyndir menn bregðast ekki á tímum
hættunnar.«
Renna dag var vistaforðinn ransakaður og
kom þá í Ijós, að í fimm daga myndu þau
geta þolað umsátrið. Ungfrú Aurett benti föð-
ur sínum á að það væri Lavarede, sem lagt
hefði ti! allar vistirnar, og að þau lifðu á hans
matvælum.
xRú hefir rétt að mæla, dóttir góð« sagði
gamli maðurinn, »ekki einungis hér Iifum við
á hans vistum, heldur og dagana, sem hann
var forseti.«
»Þér ætlið ef til vill að færa mér þetta til
tekna* sagði Lavarede hlæjandi.
Englendingurinn svaraði með því að opna
vasabók sína og benda honum á að hann
hefði þar nákvæmlega fært alt tii reiknings, er
þau feðgin höfðu þegið af honum í forseta-
höllinni, og áleiðis þangað og er þau fóru
þaðan.
«Rér eruð nákvæmur í fjármá!um« sagði
Lavarede.
«Eg er Englendingur», svarði Murlytongamii
þurlega.
Lavarede tók eftir því, að Agostin hafði
um hríð setið steinhljóður og þungt hugsi og
starað stöðugt í suðvesturátt. Hann vék sér
að honum, sló á öxl hansogsegir:
«Á hvað ertu að horfa, félagi?«
»Eg er að horfa eftir einhverju einstigi eða
vegi, sem við gætum flúð eftir til að ná til
vinveittra Indíana, og eg veit að þeir eru ekki
Iangt héðan.
Síðan sveiflaði hann sér út yfir múrvegginn
og rendi sér út af honum. Svo skreið hann
út að klettaborg, sem þar var á gjáarbarmi
skamt frá og horfði ofan í gjána, og var auð-
sjáanlega að setja eitthvað á sig, Síðan sneri
hann til virkisins aftur. Umsátursmennirnir
höfðu orðið hans varir og hleypt af nokkrum
skotum í áttina til hans. Lavarede spurði hann
hvað hann hefði farið að erinda. Hann kvaðst
hafa verið að gæta að einstigi nokkru er lægi
upp í fjallshlíðina, en eins og stæði væri höfð
á því gát, eins og ölium vegum, sem lægju
þaðan,
Skömmu síðan tók virkisfólkið eftir því að
einn umsátursmannanna var á leið til þeirra,
og að þegar hann kom í skotmál, ,veifaði hann
hvítum klúti í sífeliu.
«AIstaðar er hvíti fáninn friðarmerki, en
hamingjan má vita, hvort þessum þorpara er
trúandi,» sagði Lavarede.
Agostin virti þenna kortiumann fyrir sér,
og sagði að hann myndi eigi ætia að gera iit
af sér, þar sem hann kæmi aleinn. Honum var
því gefið merki um að hann mætti koma til
virkisins. Maðurinn nálgaðist, og virkisbúarsáu
að hann hafði bréf í hendi. Pegar hann átti
um hundrað skref að virkinu, veifaði liann
bréfinu, iagði það á jörðina, festi það við
hríslukvist, og hijóp svo aftur til sinna manna
sem fætur toguðu,
Agostin hljóp þegar og sótti bréfið. Það
var sáttaboð frá Don José og var það svo-
hljóðandi:
»Mikilsvirti herra Murlyton og ungfrð
AurettMurlyton.Héraðsstjóranum í Combohér'
aði og stjórnarutnboðsmanni í Golso-Dulse i