Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Qupperneq 11
HYPATINa. 9 með sér fjörutíu félaga sína, og þeir hefðu getað orðið hvumleiðir hálfhræddum skattlandsstjóra, auk þess sem það er altaf ráðlegra að halda friði við þessa Gota. Pað fer að verða alvar- legt, þegar Róm er unnin og Aþena eydd, og hvað þennan tröllkarl snertir, þá kvað hann vera af háum stigum á sinn hátt — telur ætt sína til einhvers guðs, sem jetur mannaket, og þóttist því ofgóður til þess að tala við mig, þennan vesalings skattlandsstjóra, þangað til brúðarefnið blessuð gekk á milli. Og þó kann hann góða siði, sá karl. Við höfum staðfest vináttubönd okkaf með dreypifórnum. En eg ætla nú ekki að vera að segja þér neitt frá því. Nóg um það. En segðu mér, hvað á eg að gera við hinn heilaga eldibrand?« »Hann KýriIIus?* sagði hún. »Já, hann Kýrillus,« svaraði hann. »Gerðu við hann það sem réttlætið býður.« »Aheyrileg speki — en má ekki heyrast nema í kenslusalnum. Fer ljómandi vel á því sem vísindareglu, en í þessu auma og vesæla jarðlífi verður vesalings landsstjórinn að aka seglum eftir vindi. Ef eg ætti að fara eftir 'maklegleik- um að við Kýrillus og alla klerkana, ætti eg að krossfesta þá alla í röð úti á sandhæðunum hérna. Pað er ofureinfalt; en eins og alt ein- falt og háleitt er það alveg óhugsandr.« »Ertu hræddur við skrílinn?« sagði Hypatia. »Nú — ójá, mín fagra mær; og hefur ekki bannsettur skrílforinginn allan skrílinn á sínu bandi? Pá ábyrgð vil eg ekki taka á mig að hleypa hér upp samskoriar uppþoti eins og var í Konstantinópel. Eg hef ekki þrek í mér til þess. Eg er ef til vill of værugjarn til þess.« Hypatía andvarpaði við. »Vel mættir þú sjá slíkt stríð, ágæti herra, stríð á milli heiðindóms og kristindóms, heimspeki og menningarleysis, aðals og skríls — milli auðæfa, ættgöfgi, lista og mentunar, alls þess er gerir þjóðirnar fræg- ar °g göfugar, og óþjóðalýðsins á aðra hönd, sem ekki er til annars en að þjóna hinum. Á Rómaveldi að stýra eða hlýða þrælum sínum? Þetta eigið þið Kýrillus að berjast um, og það verður mannskæð orusta.« »Ef til þess kæmi,« svaraði landsstjórinn og ypti öxlum, »kæmi mér ekki á óvart, þó ein- hver trúarærður munkur klyfi á mér höfuðið.« »Pví ekki það? Þegar keisarar og ræðis- menn skríða ofan í grafir fatara og skóara og kyssa fúinn þrælabein. Vér lifum með þjóð, sem hefur krossfestan trésmiðsson fyrir guð. Hvernig á mentun, menning og vísindi, ættgöfgi og stjórnspeki að þrífast þar, sem hver ölmusu- maðurinn prédikar, að hann hafi dáið jafnt fyr- ir þig og sig, og þið standið báðir jafnt að vígi — í augum þessa ættsmáa, ómentaða guðs þeirra?« »Getur vel verið satt, mælska vísindamær— og er líklega satt; eg kannast við, að mörg ó- þægindin rísa af þessari katólsku trú, þegar til reyndanna kemur. En það eru óþægindi alstað- ar — í öllu. Segðu mér, hvernig á að halda friðnum við? .■...« »Eg er búin að segja þér það,« svaraði Hypatia. »Æ—já— orðin tóm, eins og er hjá heim- spekingunum. En utan við kenslusalinn eru mér mætari þau ráð, sem að haldigeta komið. Til dæmis: nú skrifar Kýrillus —fari hann í logandi — að eg skuli ekki hgfa frið að fara á veiðar í heila viku, því að Gyðingar séu búnir að gera samsæri að myrða alla hina kristnu menn. Hérna er skjalið — gerið svo vel að líta á það. Eg gæti nú eins vel trúað, að hitt væri sann- ara, að kristnir menn hefðu í hyggju að drepa alla Gyðinga. En eitthvað verð eg þó að gera við þetta bréf.« »Það get eg ekki séð, landsstjóri,« svaraði Hýpatía. »En ef eitthvað yrði svo til um þetta — hugsaðu þér bréfin, sem verða send um mig til Konstantínópel, —Eg missi skatt!andsvöldin.« »Hættan væri jafnmikil þó þú gegndir bréfinu. Hvað sem í skerst, verður þér samt borið á brýn, að þú dragir taum Gyðinga.« »Og ekki tilhætulaust,« svaraði landsstjór- inn. »Eg veit ekki, hvernig eg kæmist út úr fjárþröng skattlandsins, ef þeir væru ekki. Ef þessir kristnu vildu lána mér peninga sína, í 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.