Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Qupperneq 13
HYPATIA. 11 hina um hrossalækningar, yrkir sálma og drekk- ur vín fram á nótt. Er uppi með hröfnunum á morgnana og rausar Iangan tíma um það, hvern- ig heimspekingarnir eigi að halda sér frá heim- inum. Guð varðveiti mig frá þeim vindhana. Annars var kerling mér samferða á skipinu, og hafði eitthvað meðferðis, sem þér mundi líka að sjá. Hún lánaði Sýnesíusi peninga til þess að berja á þessum svarta ræningjalýð, sem þá fór brennandi og bælandi um bygðirnar. En svo fór hún til ræningjanna sjálf, og keypti að þeim allar anibáttir, sem þeir höfðu rænt, fyrir glertölur, perlur og gamalt járn, og kom svo með vænan farm af lybiskum fríðum, og þar er víst eitthvað að hafa fyrir landsstjóra, sem hefur gott vit á sliku. Pú mátt þakka mér fyr- h, að eg sagði þér til þess.« »Já, þegar þú ert búinn að sjá um þig sjálfan, Rafael minn góður.« Datt ekki í hug; konur eru leiðindaskepn- Ur, og það fann Salómon út fyrir löngu.« ^Jæja þá, en sleppum nú þessu máli, en hlustaðu á annað, jarðneskan hégóma. Hann Kýrillus hefur skrifað mér, að þið Gyðingar hafið gert samtök að drepa alla kristna menn.« i»Nú, hvað er á móti því? Eg vildi af heil- um hug að það væri satt, og finst reyndar mjög sennilegt, að það sé satt.« »Hvað, í nafni hinna ódauðlegu dýrlinga — maður, þér er þó ekki alvara?« sagði Órestes. »Höfuðenglarnir forði því. Mér kemur það ekki við. Þjóðin mín er, eins og allur heim- urinn, tómur fíflalýður, og er víst að hugsa um eitthvað þessháttar. Auðvitað ávinna þeir ekkert með því, svo að þú þarft ekki að gera Þér miklar áhyggjur af því.« ^Eg verð þó að svara Kýrillusi einhverju.« ^Spurðu þá ekki eftir neinu. Pá getur þú sagt með góóri samvizku, að þú vitir ekki til Þess.« *Þá er líka fáfræðin bezt fyrir stjórnar- mennina. Og þú ætlar þá ekki að hraða þér burtu héðan?« »Mér dettur ekki í hug að fara fyrst um sinn,« svaraði Rafael. »Fyrr en þá að svo sem tíu dögum liðn- um?« spurði Órestes. »Já, þegar alt er um garð gengið.« »Og ekki dugir að sakast um orðinn hlut — það er gullvæg huggun í þeim talshætti,« sagði landstjórinn. »Hann er rót og mergur allrar heimspeki,« mælti Rafael, »en kemur ekki Kýrillus þarna ofan riðið við Kaisareion — afbrigða myndar- legur karl, ef hann væri ekki svo svipljótur sem hann er.« »Og lærisveinar hans og klerkalið á eftir honum. Pað er Ijóti þrælasvipurinn á þessum langa drjól, lesaranum, eftir fötunum að dæma.« »Parna eru þeir að stinga saman nefjum. Guð gefi þeim góðar hugsanir og betri svip.« »Amen,« segði Órestes með hæðnishlátri. En hefði hann heyrt, hverju Kýrillus svaraði Pétri lesara, hefði hann sagt »amen« í alvöru. »Pú segir hann hafi komið frá Hypatiu?« sagði Kýrillus, »og þó kom hann ekki til borg- arinnar fyr en í morgun.« »Eg sá fereykið hans þar úti fyrir hliðun- um, þegar eg kom hér ofan strætið fyrir lítilli stundu,« svaraði Pétur. »Og eina tuttugu vagna hjá líklega?« »Gatan troðfull. Þarna, líttu fyrir hornið — vagnar, burðarstólar, þrælar og gosar. Hve- nær ætli sjáist önnur eins aðsókn þangað sem betur skyldi,« sagði Pétur, Kýrillus svaraði engu, og Pétur hélt áfram: »Pangað, sem hún ætti að vera — við hlið- ið þitt í Serapejon, faðir.« »Heimurinn, holdið og djöfullinn hafa sína vegi, og meðan þeir fara þá vegi, er ekki að búast við að þeir komi til okkar,« sagði Kýr- illus. »En ef við tækjum af þeim vegina?« »Pá kæmu þeir ef til vill til okkar, en djöfullinn með, ef þeir hefðu ekkert annað sér til afþreyingar. En hvað bíður síns tíma. En meðan þessir kenslusalir standa og myndasöfn- in, þessi leikhús satans, þar sem djöfullinn breytir sér í Ijósengilsmynd, líkir eftir dygðun- um og klæðir þjóna sína kápu réttlætisins — 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.