Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Qupperneq 16
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. GAMLA HÚSIÐ. Eftir Emanúel Henningsen. I. í miðju þorpinu, rétt við hliðina á skrifstofu bæjarfógetans, stóð gamalt hús, eflaust elzta hús- ið í bænum. Rað var tvílyft grindarhús með með múr í grind og kalkað utan, og stóð efri byggingin hálfa aðra alin fram yfir þá neðri. Húsið leit því út eins og það væri að gægjast fram á götuna til að njósna um hvað þar gerð- ist. Yfir aðaldyrunum var bogadreginn bíld- höggvaraskurður gamaldagsog hreinlegur. Und- ir honum var breið eikarfjöl, og stóð á henni, að húsið væri bygt af Jens Pallesen Lynge og konu hans Birgittu Mikkelsdóttur, guði til dýrð- ar en niðjum þeirra til gagns og gleði. Ann- arsvegar við fjölina kom fram armleggur úr járni, sem hélt í kreptum hnefa á mórauðri hagldarköku; þetta tilkynnti öllum, sem ekki vissu það það áður, að hér væri brauðgerðarhús. Húsið virtist vera allstæðilegt, þótt það bæri þess ljósan vott, að því hefði verið illa haldið við; bót var þó í máli, að auðséð var, að það í fyrstu hafði verið traust og vel bygt. Á nokkr- um stöðum var kalkhúðin hrunin utan af því og sá þá í hinargildu eikarstoðir og í rauðan múrsteininn, sem hlaðið hafði verið upp á milli þeirra. Gluggarnir voru með mörgum og smáum rúðum sem höfðu ýmsa liti; varð þetta eitt með öðru til þess að gera húsið skugga- legt, og yfir því virtist hvíla einhver þunglynd- isblær. Nokkuð hátt trérið, mjög slitið, lá upp að aðaldyrunum. Pegar inn kom, blasti við stór og rúmgóð brauðbúð, og angaði þar nýja- brauðslyktin á móti manni, enda gaf þar á að líta stóra hlaða af nýju brauði í hillum upp undir hina veigamiklu biia, sem voru undir loftinu yfir búðinni. Á milli hillanna bentu nokkar vængjahurðir á skápa út að veggjunum; sögðu kunnugir að barnlaus fjölskylda gæti vel búið í þeim. Hlemmar með digrum járnhring- um voru á fleirum en einum stað í gólfinu, og vök*u grun um myrkva og draugalega kjallara- klefa þar undir, ef til vill gömul neðanjarðar- göng eitthvað langt út trá húsinu; og víst þótti draugalegt í þeim kjajlara, og sögur gengu um, að þar niðri væri í meira lagi reimt. Voru svo mikil brögð að því, að fátt af eldra fólki í bænum mundi hafa viljað búa í hús- inu, þó eitthvað af því hefði verið til leigu. Peim sem var eigandi hússins, þegar saga þessi gerðist, kom heldur ekki til hugar að taka leigufólk í húsið. Forfaðir hans, brauð- gerðarmeistari Jens Lynge, sem hafði látið byggja hús þetta, hafði arfleitt niðja sína auk hússins að töluverðum eignum. sem fremur höfðu vax- ið en minkað hjá eftirkomendunum. Ungur maður, sem nú átti húsið, hafði fyrir skömmu fengið það að erfðum eftir föður sinn, sem verið hafði sannur maurapúki, og alla sína daga barið barlómsbumbuna og aldrei talað um ann- að en hörmulega tíma og að liann mundi lenda á sveitinni, en skildi þó syni sínum eftir svo miklar eignir auk brauðgjörðarhússins, að þessum unga manni fanst hann geta lifað af þeini áhyggjulaus, og látið brauðgerðina afskifta- lausa, en lagt allan reksturinn í hendur gamla brauðgerðarmeistarans, sem svo lengi hafði verið hjá föður hans. Sjálfur var hann mest hneigður fyrir jarðrækt og annaðist prýðilega lóðarblettinn, sem fylgdi gamla húsinu, en um brauðgerðina vildi hann ekkert hugsa. Einn góðan veðurdag að hausti til, kom organleikarinn og söngkennarinn í bænum, Vil- lielm Busk að nafni, inn í brauðbúðina. Mað- ur þessi leit út fyrir að vera um þrítugt. Prek- vaxinn var hann og herðabreiður, rauðbirkinn og að öllu vel á sig kominn, glaðlyndur og ávalt í góðu skapi. Hann þótti jafnleikinn í að fara með skotvopn eins og hljóðfæri. og þeg-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.