Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Side 34
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að eg nokkurntíma kom til Hatchstead, hélt hún áfram jafn blíðlega og áður, — »að eg kom yður til að fara til Lundúna, að eg hitti yður í Drury Lane — og að eg bað yður að koma hingað í dag. Mér datt aldrei í hug, að þér væruð svona... svona mikið flón. — Eg hefi ávalt verið meðal leikara og hirðmanna — og svo hjá. . hjá öðrum... Mig hefir aldrei dreymt um, að þér munduð taka þetta svona... Mér finst það svo leiðinlegt.« »Það stendur í þínu valdi að gefa mér sælu, sem er þúsund sinnum dýpri en sorg sú, er þú hefir bak- að mér,« mælti eg með lágri rödd. Það varð löng þögn. Hún leit í kringum sig til hægri og vinstri, eins og hún væri að hugsa um að flýja, svo hló hún, en varð strax aftur alvarleg og sagði: »Eg veit ekki hvers vegna eg hló.« Og hún andvarpaði. »Þér megið ekki reiðast mér, Símon... Eg ætla að segja yður nokkuð.« »Eg skal hlýða á þig alveg rólegur,« svaraði eg. Hún beygði sig áfram og roðnaði. »Símon, Símon,« hvíslaði hún. Eg heyrði að rödd mín var hörð, alvarleg og köld, þegar eg svaraði: »Eg bíð eftir því, sem þér ætlið að segja!« »Og þér ætlið ekki að dæma mig of hart?« »Eins og eg er lifandi...« »Símon!« Eg leit upp og niætti hinum tindrandi augum hennar. — »Símon, hvað er maður sá, sem þér þjónið, sem þér eruð stoltur af að þjóna — hver er hann? — Eg spyr.« Hún hló við sigrihrósandi. — »Skiljið þér mig Símon? finst yður ekki, að eg gæti verið verðug til að kallast greifaynja?« Þegar eg heyrði þessi orð og skildi þýðingu þeirra, varð eg svo gagntekinn af sársauka og skelfingu, að eg greip báðum höndum' fyrir andlitið og lét fall- ast aftur á bak í stólinn eins og veikur eða drukkinn maður. Nú sá eg loksins fyrir víst, að gimsteinninn var ekki nema glerbrot — og bergmálið af orðum hennar og hlátri hélt áfram að hringja, fyrir eyrum mínum. »Eg get ekki komið með yður, Símon,« heyrði eg hana segja og hlægja á ný — »þér hljótið að geta séð það — eg get ekki komið.« Eg sat grafkyr og heyrði stöðugt eins og bergniálið af hlátri hennar. Mér var ómögulegt að hugsa um neitt annað, en þann ömurlega sannleika, sem hún hafði neytt mig til að skilja. Ungur og óreynd- ur eins og eg var, gat eg ekki annað en fylst máttvana reiði yfir því að engu var hægt að breyta. Hláturinn dó á vörum Nelly, og eg fann, að hún lagði hönd sína ofan á mína eins og hún væri að biðja um samúð í raunum, sem hún þó naumast skildi nema að hálfu leyti. Eg kippti hendinni að mér. — Það eru þesskonar smáatvik, sem oft og tíðum fylgja manni eins og ásökun alla æfi. Enn sker það mig í hjartað, að eg skildi gera þetta. Alt, sem hún hafði sagt mér, var eg bú- inn að heyra aðra segja um hana áður — og eg vissi að það var satt. En eg kippti að mér hendinni, áður en eg gat hugsað neitt — og nú óska eg, að eg hefði ekki gert það. Eg leit upp. Hún hélt hendinni á lofti eins og hún væri að virða hana fyrir sér. Hún brosti við mér. »Brennir hún, sting- ur hún — eða gerir hún yður óhreinan, Símon?« spurði hún. »Lítið þér á hana- Er hún ekki alveg eins og hún var?« Hún lagði hendina fram á borðið við hliðina á minni, og beið þess að eg tæki hana. En eg gerði það ekki. »Hún er alveg eins og hún var áðan, þegar þér kystuð hana.« Eg stóð þunglamalega á fætur, og án þess að hugsa, án þess að vita hvað eg gerði, gekk eg í áttina til dyranna. Mér varð það ósjálfrátt, að reyna að komast burtu. — Mér varð litið á hana og sá þá, að dökkur roði færðist yfir kinnar henn- ar og augun urðu blind af tárum. — Hún

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.