Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 45
NORÐUR Á KOLBEINSEY. 91 Blæjalogn um allan sjó. — Seglin blöktu vindlaus við hún, og bar straumurinn okkur út og norður að Kolbeinsey. Við höfðum ekki nokkurn hlut að gera annað, en að reyna að halda skipinu í horfinu, og' bera seglin til ef eitthvað kulaði, og lifðum við félagar á skipinu nú mesta makinda lífi. Við sem vorum á vöku, röltum af og til um þilfarið, og horfðum út á staflygn- an sjóinn. — Voru þá nokkrir með pípur í munninum og reyktu í gríð og ergi. Og leið nú ekki á löngu að sumir færu að flatmaga sig, ýmist þar sem þeir voru komnir uppi, eða að þeir skreiddust niður undir þiljur, og lágu þar endilangir á koforti sínu í hásetaklefanum. Landið var að sjá að mestu horfið í sjó. Aðeins sást á nokkra fjallatinda eins og hvítar bólur upp úr spegilsléttu haf- inu út í sjóndeildarhringnum. Lifrauð góðviðrisblæja lá jyfir vesturloftið spöl- korn fyrir ofan sól að sjá, og rann bless- uð sólin sjálf með hafsbrúninni, eins og gullrauð kúla. Skipstjóri var ungur og frískur mað- ur. Hann var staddur á þiljum uppi, og kallaði til mín og bað mig að sjá um, að kaffið yrði hitað fyrir vökuskiftin. Eg vissi upp á hár, að skipstjóri sagði þetta mikið frekar til hans Munda litla, en til mín, Mundi stóð rétt við hliðina á Uiér, framan vert við káetuþakið. Mundi var rjóður og heitur í andliti, og gaf hann fuglunum auga, sem voru á sífeldu flökti rétt við skipshliðina. Nú gerði eg ósköpin öll úr þessari elda- uiensku, og leit þá Mundi á mig stórum uugum, eins og hann hefði aldrei séð mig fyu. — Mér hafði nú líka orðið það á í einhverri græsku að hnýta Kolbeinsey við þetta eldamenskustarf, og það þurfti heldur ekki meira til þess að koma í- Utyndunar-aflinu af stað hjá drengnum. Mundi bar sig nú töluvert mannalega, og var hann að totta hálftóma krítarpípu. En þó held eg, að hann hafi verið orðinn meira ruglaður í höfðinu af öllu því rugli, sem búið var að þjappa inn í höfuðið á honum um Kolbeinsey, eftir það að okkur hugkvæmdist að koma þar við. — Versti gallinn á stúlkum í Kolbeinsey væri sá, hvað þær gætu verið blóðfeimnar við unga menn, sem kæmu frá landi, og yrðu þeir líka sjálfir að vinna margar þrautir í fyrsta skifti, er þar væri á land stigið. ---------Nú var svo fyrir Munda komið, að hann trúði meiripartinum af því, sem að honum var logið, — bara með því móti, að því væri sæmilega fyrir komið, og var ekki frítt við að brosað væri að, hvað mönnum gat verið upp sigað með þessa vitleysu. Eg vissi nú hvað Munda leið í þessu efni. Hann hafði spurt mig að mörgu — í trúnaði — um Kolbeinsey, og hafði mér tekist það furðanlega að sannfæra drenginn; og nú hlakkaði Munda ósköpin öll til þess að sjá þetta fyrirheitna land, sem flyti í mjólk og hunangi, eða með öðrum orðum, væri krökt af fugli og kvenfólki.------ Við Mundi gengum nú ofan, og fór eg að lífga við eldinn. En Mundi lagðist endilangur á kofortið sitt, og hlóð sjó- fötum undir höfuðið. Það voru nú miklar svefnhrotur í mönnum, og sá eg það á öllu að Mundi var að draga dám af þessu móki. — »Ertu að sofna drengur?« spurði eg, og sauð niðri í mér hláturinn. Eg vissi hvað með drengnum bjó. Hann hafði “áðar lúkurnar á maganum.---------- »Nú — líður — mér — vel,« stamaði Mundi, »bara að þið væruð ekki að skrökva að mér, — um — stúlkurnar.« — »Ósköp ertu vitlaus drengur,« svaraði eg, »að trúa ekki öllu því, sem í kverinu stendur.« 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.