Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 7
N. Kv. Yerner von Heidenstam: Sænskir höfðsngjar. NOKKRAR SÖGUR HANDA UNGUM OG GÖMLUM. FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN hefir endursagt á íslenzku. Verner von Heidenstam f. 1859, d. 1939, fékk Nobelsverðlaun fyrir bókmenntaafrek sín 1916. V. v. H. var einn af mestu skáldum Svíþjóðar — og jafnvel framar öðrum samtíðarskáldum talinn „þjóðslcáldið“. — Hann lærði ungur málaralist í París, en sökum vanheilsu varð hann að hætta, og dvaldi þá um nokkurt skeið í hinum nálægari Austurlöndum (Litlu-Asíu og Sýrlandi og víðar). Þar þroskaðist hann til að verða skáld, og hefir stíll hans og hugmyndaflug jafnan borið menjar þeirra áhrifa, sem hann varð þarna fyrir í æsku. Hann yfirgaf raunsæisstefnuna í skáldskap sín- um og fór sínar eigin leiðir. Varð hann fljótt við- urkenndur, sem eitt merkasta og sérstæðasta skáld Norðurlanda, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þegar hann eltist, sneri hann sér meira og meira að þjóðlegum og sögulegum viðfangsefnum, og hefir meira en nokkur annar hreint og beint endurfætt þá grein skáldskapar með þjóð sinni. Frægastar bóka hans á þessu sviði eru „Folk- ungatradet" (Folkungastofninn) í tveim bindum, sem lýsir Folkungaættinni, sem að síðustu sat í konungastólum Norðurlanda, en eyddi sjálfri sér. — Sagan er um það tímabil, þegar Svíar flytjast frá fornöld til miðalda — og „Karolinerna" (Karlungar), tvö bindi af smásögum, sem þó gera samfelda heild frá Norðurlandaófriðnum mikla á dögum Karls tólfta. Þá tók hann sér og fyrir hend- ur að rita þróunarsögu þjóðarinnar í líkum smá- sögum (Sænskir höfðingjar) og eru sögur þær, er hér birtast, sýnishom, sem valin eru úr því safni. En sögur þessar styðjast að sumu leyti við ritaðar heimildir, að sumu leyti við munnmæli. Sögurnar, eins og þær eru hér, mega miklu fremur kallast endursagðar en beinlínis þýddar, þó alls staðar sé leitast við að halda „raddblæ" skáldsins í frásögninni. URA KAIPA OG KARILAS. ■ 1. Fólkið kvartar. Snjónum kyngdi niður í sífellu. Hann lagðist í þykku lagi á allar greinar og huldi alla stígi. Enginn gat séð neitt frá sér og það var ógerlegt með öllu að rata í stórhríðinni. — í marga daga hafði verið, alveg eins og allt líf væri útdautt í skóginum. Það var ekki fyrr en farið var að líða á kveldið, að kvein heyrðust eins og í fjarska, líkust því að hundruð radda kveinuðu allar í einu. Og eitt kveld heyrðust þessar raddir óhugnanlegri og trylltari en nokkru sinni fyrr. Hljóðin komu frá rjóðri, sem rutt hafði verið inni í skóginum. Var það hringmynd- að svæði girt með gríðar stórum steinum. Þetta var blótstaður höfðingjans, Ura Kaipa. Hópur af þrælum hafði raðað sér þar milli steinanna með blys í höndum. — Vind- byljirnir þyrluðu við og við kafaldsflvks- unum upp móti trjátoppunum, og þá varð svo bjart, að bjarminn frá blysunum lýsti yfir kofa höfðingjans á miðju svæðinu. Til allra hliða var hann þakinn manna- liauskúpum og steinöxum. Sum höfuðin héngu enn á trjágreinum á því hári, sem eftir var á þeim, slógust þau saman eða 19* F. Á. B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.