Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 8
148 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. glömruðu við steinaxirnar, þegar vindur- inn tók í þau. í miðjum kofanum sat maður á stóli. Þrælarnir æptu upp og veifuðu blysunum í hvert sinn, sem þeir komu auga á rauðu húfuna hans eða hálsbandið, sem búið var til úr bjarnartönnum og breiddi sig í mörg- um röðum út yfir axlir lrans. Enginn annar bar slíkan skartgrip, og gátu því allir þekkt, að þetta var Ura Kaipa, höfðinginn. — Andlit hans var skegglaust en hárið stóð stíft út í allar áttir frá höfðinu, og sanra var að segja um hárið á loðfeldi lrans, sem var saumaður saman úr skinnum af ýmsum dýrum. Ura Kaipa og nokkrir af hinum elztu, öldungunum, voru rétt í þann veginn að enda við fórnarmáltíðina. Þeir lröfðu litla steinöxi til þess að kljúfa mergjarhnúturn- ar, sem lágu á blótsteininum fyrir framan þá, svo sugu þeir úr þeim merginn og fleygðu brotnum hnútunum til þrælanna. — Að lokum byrjuðu þeir að varpa hlutum um vopn sín og skartgripi. Höfðingi þessa þjóðflokks kallaðist alltaf Ura Kaipa. — Áður fyrr hafði hann verið miklu voldugri. En nú á seinni tímum var það annar þjóðflokkur, sem meira og meira þrengdi sér inn á yfirráðasvæði Ura Kaipa- flokksins. Sá þjóðflokkur hafði tekið sér bólfestu þar skammt frá, og vegna þess að jaeir báru vopn og skartgripi sem leiftraði af, kölluðu Ura Kaipa-menn þá „hina leiftrandi." Bak við stól höfðingjans stóð unglingur með Ijósgult hár. Allir gátu séð, að lrann var ekki í ætt við Ura Kaipa, heldur heyrði til „hinum leiftrandi“ handan við vatnið. — Hann hét Karilas. Dag nokkurn fyrir iöngu síðan hafði hann mætt Ura Kaipa í skóginum, og urðu þeir vinir. Þeir voru þá báðir á barnsaldri, og hvorugur þeirra vissi hve gamall hann var. Þeir gátu aðeins talið til níu — og var það hið mesta, sem nokkur maður í skógin- um kunni að teija. Þeir töldu nefnilega á fingrunum, en gleymdu æfinlega þumal- fingrinum, sem þeir töldu með. Ura Kaipa-fólkið var bráðþroska, en elt- ist líka miklu fljótar en aðrir. Þess vegna var það, að höfðinginn sat nú hér með brúnleitt og hrukkótt andlit miðaldra manns, en vinur hans var ekki nema ungl- ingur, grannur að vaxtarlagi og ekki full- þroska. — Karilas, Karilas! hrópuðu öldungarnir háðslega til lrans, því að þeir öfunduðu hann mjög af kærleikum, sem hann var í við höfðingjann. — Hvers vegna stendur þú þarna og drúpir höfði? Komdu hingað og varpa hlutum, eins og við hinir. Iíarilas stóð eins og áður þegjandi bak við stólinn og lrreyfði sig ekki. Þá fóru hin- ir að hlæja. — Nú, jrað er satt, sögðu jreir — hvað átt þú til þess að leggja undir? Þú, sem ert hér framandi og annarrar ættar. Viltu ekki kasta og leggja fötin þín undir, svo að þú verðir að ganga allsber í snjónum? Karilas roðnaði af reiði og kom fram til þeirra. Hann vissi vel, að hann átti ekkert í þessum heimi annað en sjálfan sig og vin- áttu Ura Kaipa. — — Eg legg sjálfan mig undir, sá, sem vinnur, eignast mig fyrir þræl, svaraði hann yfirkominn af reiði. En vinni ég, vil ég fá ný klæði úr bezta skinni ásamt hníf og belti. Ura Kaipa leit til hans ásökunaraugum. — Eg kasta þá á móti þér, Karilas, flýtti hann sér að segja, því að hann var hræddur um, að einhver annar kynni að vinna bezta vin hans fyrir þræl. Hann stakk hendinni niður á dálítinn skinnposa, tók þar upp steinvölu og kastaði. Það sýndi sig, að steinninn var rauður á lit, og hafði hann þá unnið. Öldungarnir spruttu þegar upp, gripu Karilas í axlirnar og þvinguðu lrann til að leggjast niður frammi fyrir stólnum, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.