Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 9
N. Kv.
SÆNSKIR HOFÐINGJAR
149
Ura Kaipa varð nauðugur viljugur að stíga
með fætinum ofan á hnakka hans.
— Við erum vitni, Ura Kaipa! hrópuðu
þeir með miklum fögnuði. í dag hefir þú
tekið einn „hinna leiftrandi“ þér fyrir þræl.
Karilas fannst alveg eins og hann hefði
verið höggvinn laus frá sjálfum sér. — Hvað
var hann nú, þegar hann átti sig ekki einu
sinni sjálfur? Nú, þegar honum var runnin
reiðin, sá hann fyrst, hversu heimskulega
hann hafði farið að ráði sínu. Hann hugg-
aði sig þó lítið eitt við það, að Ura Kaipa
átti nú að verða húsbóndi hans. — Ura
Kaipa andvarpaði djúpt, en hann var
hræddur við að láta aðra verða vara við
veikleika sinn.
— Stattu upp, sagði hann stuttlega, og
farðu til þrælanna.
Þetta kveld talaði höfðinginn ekki mikið.
Snjónum hélt áfram að hlaða niður; og
þegar komið var undir nótt, komu öldung-
arnir aftur saman við blótsteininn.
— Vér lröfum galið alla vora galdra og
vér höfum fórnað, kveinuðu þeir, en samt
hættir ekki að snjóa. Nú ætti að líða að
vori og næturnar eru farnar að styttast, en
þó liggur snjórinn hár eins og veggur hér í
kringum oss! — Og svo laus er hann, að
liann getur ekki borið skíðin. Þess vegna
getum við ekki farið á veiðar. Þrælarnir
svelta, og það er naumast að hægt sé að fá
þurran kvist í eldinn. — Þetta er ekki land,
senr menn geta lifað í! Sól! Sól! hefir þú
yfirgefið oss. Snýr þú aldrei hingað aftur?
Ura Kaipa fórnaði höndum og hrópaði:
— Nei, þetta er ekki land, sem menn geta
lifað í! Sól! hefir þii falið þig í dal
skugganna undir jörðinni, og sendir oss nú
aðeins gráa þoku í stað dagsins? Stjörnur
eru engar til lengur yfir oss, aðeins hinn
fjúkandi snjór! ísdauði! Hungurdauði! nú
kenrur þú og tekur oss!
Þegar þrælarnir lieyrðu kveinstafi höfð-
ingjans, fleygðu þeir blysunum og tróðu
þau undir fótunr. Og einnig þeir æptu:
— Sól! Sól! hefir þú yfirgefið oss.
— Þú verður að reyna að færa enn eina
fórn, Ura Kaipa, sögðu öldungarnir. — En
þú verður að velja þann fegursta og mikil-
lræfasta af þrælum þínum. Og þú veitzt
sjálfur, að það er enginn annar en Karilas.
Á nreðan ætlunr við að senda menn upp á
klettinn til þess að gá að, hvort sólin kenr-
ur ekki.
Ura Kaipa þagði. En hann sneri sér und-
an, þegar blótgyðjurnar konru með Karilas,
lögðu liann á blótsteininn og teygðu úr hon-
unr. Svo tóku þær tvo granna trjástofna og
lögðu sinn hvoru megin við hann, bundu
lrendur lrans og fætur traustlega á þann
lrátt, að önnur lrönd og annar fótur var
festur við hvern staur. — Þær voru allar
æfagamlar kerlingar og kengbognar. — Eins
og allir aðrir voru þær klæddar í skinn, en
það var ekki loðið, heldur málað með
svörtum og hvítum strikum og hringum.
— Sú elzta stakk hann í öxlina með stein-
hníf, en ekki meira en það, að hún aðeins
fékk dropa af blóði á hnífsoddinn.
Ura Kaipa tók við hnífnum af henni, og
fór svo inn í kofann ásamt öldungunum.
Þar inni var jörðin vandlega þakin af hellu-
steinum, sem voru hreinir og vel sópaðir,
því að ekkert fyrirleit Ura Kaipa-fólkið eins,
mikið og mold jarðarinnar. Hendur höfð-
ingjans máttu aldrei snerta mold, og enginn
vildi vinna neitt, sem krafðist þess að mold-
in væri hreyfð.
— Vér, sem erum veiðimenn og fiskimenn
og tilbiðjilm sólina, var vana viðkvæði hjá
þeim — hvers vegna skyldum vér heiðra
moldina? Hún er mynduð af rotnandi hræj-
um dýra og jurta, og þess vegna er moldin
óhrein.
Á miðju gólfinu var breidd dýrshúð yfir
hinn heilaga brunn. Ura Kaipa tók hana til
hliðar með mikilli lotningu og lýsti niður
yfir vatnið í brunninum með logandi spýtu.
í hinni hendinni hélt hann á hnífnum með
blóðdropunum. Það lagði hráslagaloft upp