Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 11
N. Kv. SÆNSKIR HOFÐINGJAR 151 yfir skóginum sá hann ennþá fleiri, sem skinu bleikari í rauðleitri þoku. — Það eru augu forfeðra minna, sem líta vingjarnlega niður til mín, hugsaði hann. Þetta lilýtur að vera dauðinn, úr því að allt •er svona fagurt. Já, nú ertu dauður, vesal- ings Kafilas. Það var líka lang bezt fyrir þig — og samt gæti ég grátið, þegar ég hugsa til þess, að þú, sem varst svo ungur, fékkst ekki að lifa dálítið lengur. En nú — varir hans titruðu ofurlítið — nú munu hinar leiðu blót-kerlingar koma með hnífana sína á morgun. — Hann varð alveg hissa á, að hann gat heyrt þrælana koma hlaupandi út og hrópa hver á annan. Ura Kaipa kom nú líka út. — Og nú hófst undarlega hátíðleg hljómlist: Þrælarnir léku með fingrunum af undra- verðum hraða á hinar litlu burnbur, svo að það heyrðist eins og vaxandi hvinur, sem endaði eins og ofsa stormur. Allir stóðu og sneru andlitunum í isömu átt og störðu á sama stað. Þá birtist á himninum, neðst við sjóndeildarhringinn og hækkaði smám saman, eittlivað, sem var eins og glóandi, rauð blaðra úr eldi og ljósi, og slöngvaði frá sér löngum geislum inn undir hin snjó- klæddu furutré. — Það var sólin — sólin, sem allir höfðu þráð. Loksins kom hún upp og skein á heiðum himni. IJr suðurátt kom hópur af villigæsum. Brjóst þeirra virtust með eldslit af bjarmanum frá snjónum und- ir þeim. Karilas var svo aðfrarn kominn af kulda, að hann varð þess ekki var, þegar konurn- ar leystu hendur hans og fætur. Það var ekki fyrr, en þær hrópuðu í eyru hans, að hann skildi, að hann var enn á lífi. — Kvalir þínar í nótt hafa blíðkað sólina, hrópuðu þær, svo að við þurfum ekki að út- hella blóði þínu. Seztu nú meðal þrælanna og lærðu að vinna. 3. Steinaxir Ura Kaipa. Eftir angist og skelfingu liðinna vetrar- daga var það ekki nema eins og skemmtun fyrir þrælana að fara að vinna. Það var líka bæði barið oo; höo-ffvið En samt sem áður lá engum neitt á að flýta sér í öllu annrík- inu. Allir sögðu: — Við höfum svo sem nógan tíma. Sumir brenndu leirkrukkur, sem þeir höfðu skreytt. snoturlega með strikum og deplum. Krukkurnar voru ávalar að neðan og gátu ekki staðið. En það gerði ekki neitt, því að inni í kofanum voru þær hengdar upp með skinnreimum. — Aðrir smurðu tréöskjur úr viðarkvoðu, urðu þær þá svo þéttar, að þeir gátu borið vatn í þeim. Og enn aðrir eltu húðir og skinn, svo að þau yrðu mjúk og voðfeld í klæði. Kvenfólkið klauf þurrkaðar dýrasinar í fína þræði og saumuðu með nálum úr beini. Saumarnir urðu sterkir og fóru vel. En langflestir karlmennirnir sátu þó í hvirfingu og slógu með grásteini á tinnu- hnullunga og klufu flís eftir flís af þeim, þangað til þeir fengu lögun- eins og öxi, hnífur eða spjótsoddur. Á eftir söfnuðu þeir flísunum saman og voru þær notaðar til þess að ydda með þeim örvar. Oll vopn og öll verkfæri þeirra voru úr beini eða steini. En steinöxunum höfðu þeir þó mestar mætur á. Karilas settist milli þrælanna, sem höfðu erfiðustu og vandasömustu störfin. Þeir bjuggu til stríðsaxir handa Ura Kaipa. — Þegar einhver þræll sýndi þann dugnað, að hann gat smíðað öxi, sem höfðinginn Iiengdi upp á kofa sinn til prýðis, þá gaf hann honurn frelsi að launum. Þetta vissi Karilas. Þarna sátu helzt ekki nema gamlir þræl- ar. Einn þeirra hafði látizt í hungursneyð- inni, og lá öxi. hans þar ennþá. Hún var al- veg tilhöggvin og hvöss. Það vantaði ekkert

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.