Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Síða 18
154 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. býð ég ykkur nú bezta þrælinn minn fyrir eitthvað af því, sem þið geymið í kistunni. — Jafnvel þó þú kæmir með fjóra þræla, væri það lítil borgun, svöruðu þeir. En þar sem okkur þykir nokkurs vert um vináttu þína, Ura Kaipa, þá ætlum við að láta þetta eftir þér. Þeir lyftu lokinu aðeins svo mikið að þeir gátu náð í það, sem þeir leituðu að. Það glamraði við barm kistunnar, þegar þeir tóku það upp, og það blikaði eins og þeir um miðja sumarnóttina héldn ofnr- litlu af sólskininu milli fingranna. Það var kopar og tin brætt saman í ofurlitla eir- stöng. Karilas varð þess var, að hönd vinarins sleppti taki sínu. Þarna stóð hann nú seld- ur og einmana. Hann sneri höfðinu ofurlít- ið við tíl þess að geta horft á eftir Ura Kaipa eins lengi og hægt var. En höfðing- inn var þegar á leið lieim með kaupeyrinn í hendinni. Hann sneri þessum skínandi hlut á allar hliðar og virti hann fyrir sér. En þegar hann kom upp á hæsta klettinn stóð hann þar kyrr eitt augnablik. Sam- vizkubitið varð honum óbærilegt. Og svo slöngvaði hann þessum bita af sólinni, sem hann hafði fengið fyrir Karilas, eins langt út í vatnið og hann gat. — Enginn skyldi halda, að hann hefði selt bezta vin sinn fyr- ir vesalan vinning. Álútur eins og gamal- menni og með reikandi göngulagi hvarf hann svo inn á milli trjánna. í dögun, þegar þokunni létti, létu kaup- mennirnir frá landi og héldu út á vatnið með hinn nýja þræl. Einn þeirra vætti hendina í vatninu og nuddaði svo lófanum um bátsborðið, þar sem tréð var svart og sviðið, vegna þess að báturinn hafði verið holaður innan með eldi. Svo tók hann Karilas og nuddaði hendinni um hár hans, andlit og háls, svo að hann varð allur sót- svartur. — „Hið leiftrandi" fólk kaupir ekki Jrræla af eiginþjóð, mæltihinnkæniverzlunarmað- ur við félaga sína. En nú getum við selt strákinn með góðum hagnaði, því að liann lítur nú út eins og hann væri af Ura Kaipa- þjóðinni. Karilas sat í bátnum og starði móti ströndinni, þar sem hann hafði hlaupið um og leikið, þegar hann var lítill, en nú var næstum því búinn að gleyma. Þar blikaði gult sumarsólskin yfir kornökrunum og yf- ir stökkum við bændabýlin, sem sáust hér og þar undir hinum heilögu eskitrjám. Hiisin voru ki'inglótt úr leir með topp- mynduðum þökurn. Þar var urmull af fólki, og hann fékk glýu fvrir augun af að horfa á vopn þess og búninga, og svo allt í einu hrökk hann saman við að heyra hljóð, sem hann undir eins kannaðist við. Það var hljómur hinna miklu eirlúðra. Menn voru einmitt að halda hátíð þarna við ströndina, og stríðsaxir og spjótsoddar blikuðu í sól- skininu, því að öll vopn voru úr eir. Klæði fólksins voru úr mjúkri, hvítri ull með gul- um leggingum og köntum, og allir báru blikandi skartgripi. Konur báru breið háls- men samsett úr mörgum eirhringum. Og hið mikla og prúða hár þeirra var fest upp með kömbum úr horni og netum úr ullar- þræði, sem litu út eins og kóngulóarvefir. Nú kom skrautlegur vagn niður að vatn- inu, hann var umkringdur af herföngum, sem allir voru vígðir til blóts. Þegar kaup- mennirnir sáu það, flýttu þeir sér að draga báta sína á land, og seldu þegar Karilas sem blót-þræl. Með því að slá á hnífa sína og ógna honum, bönnuðu þeir honum að tala, en þeir sýndu mönnunum, sem keyptu hann, að hann var dökkur á hár og liörund eins og allir, sem voru af Ura Kaipa-fólkinu. Tvær ungar stúlkur, með blómstur- kransa nm hárið, klæddu hann þegar í skyrtu úr nýtízku ull, og skipuðu honum í íöðina við vagninn meðal fanganna, sem vígðir voru til blóts. Fyrir vagninum gengu tvær hvítar kvígur í blóðrauðum aktygjum skreyttum með fagurlega smíðuðum eir- plötum. Frammi á vagnstönginni hékk

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.