Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 19
N. Kv. VITASTÍGURINN 155 líkan af sólar-hjólinu. En á vagninum, sem tjaldað var yfir með kýrhúðum, sat mynda- stytta jarðgyðjunnar, því að „hið leiftrandi“ fólk fyrirleit ekki jörðina og moldina, eins og Ura Kaipa-þjóðin, heldur tilbað hana og kallaði hana eiginkonu sólarinnar. Hinir dauðadæmdu drógu vagninn nokk- urn spöl út í vatnið, þar sem sefið óx, og með mikilli lotningu þvoðu þeir hann hátt og lágt. Að því loknu urðu þeir hver eftir annan að fara og lyfta skinntjaldinu ofur- lítið og gægjast inn. Það var öllum lifandi mönnum bannað, og þegar fanginn hafði gert þetta og litið gyðjuna augum, varð hann líka samstundis að deyja. Karilas var sá síðasti. Hann dró hina þungu kýrhúð til hliðar, en það var dimmt inni í tjaldinu og það einasta sem hann sá voru tvær augnahvítur, sem voru stærri og voðalegri en í nokkrum manni. Hann stóð stirðnaður af skelfingu og mátti sig ekki hræra. Önnur stúlknanna beygði þá vatnsliljurnar til hliðar og kom til hans. Blíðlega og systurlega gaf hún honum hinn ískalda dauða-koss á bæði augun, svo að hann varð að loka þeim. Svo þrýsti hún honum niður í vatnið og stóð á brjósti hans, meðan allir sungu sorgarsöngva sína. En skyndilega hrópaði hún, að allir skyldu þagna. Húnlaut niður, svo að hún gat séð Karilas greinilega, þar sem hann lá á sand- botninum. — Hættið! hættið! hrópaði hún. Hér hef- ir orðið mikið undur við vagn jarðgyðjunn- ar! Ég sökkti ungum Ura Kaipa-þræli nið- ur í vatnið, og hann var svo svartur og sót- ugur, að mér bauð við að gefa honurn dauða-kossinn. Nú skín hár hans bjart nið- ur í vatninu, og hann er orðinn sem einn af oss. En engum af oss, hinum frjálsbornu, má blóta sem þræli. Og nú hefir hann þó séð ásjónu jarðgyðjunnar. — Hann er sá einasti lifandi maður, sem hefir séð hana, svöruðu mennirnir, og vopn þeiiTa glömruðu, um leið og þeir hneigðu sig í auðmýkt. — Og þar sem við nýlega höfum sett höfðingja vorn í hauginn, er þetta sjálfsagt bending goðanna um, að þessi unglingur eigi að verða höfðingi vor og leiða oss til nýrra landvinninga'frá Ura Kaipa-þjóðinni. Hér er orðið þröngbýlt og lítið um akurjörð. En handan við vatnið eru víðáttumikil lönd og frjósamir dalir. Stúlkan hafði reist Karilas á fætur og leitt hann upp á vatnsbakkann, þar sem hann nú lá endilangur og hálfdauður í gras- inu. Hann hafði horft í hin starandi augu jarðgyðjunnar og tvisvar sinnum hafði hann staðið augliti til auglitis við sjálfan dauðann. — Þegar hann því byrjaði að tala á ný, var það fullþroska maður sem talaði, og hann hafði nú alla alvöru og öryggi hins reynda manns. Það var nú líf og fjör í hinum velstæðu þorpum, þar sem allir voru önnum kafnir með að búa sig út í leiðangur. Lúðrarnir hljómuðu og kölluðu alla til starfs snemma hvern morgun, og hinn guli málmur kaup- mannanna var eftirsóttur. Duglegir smiðir gerðu sér mót úr leir og í þau helltu þeir hinum brædda eir. Svo brutu þeir mótin og frannni fyrir þeim lágu hin ágætu vopn, næstum því alveg tilbúin. — Taktu við því, sem þér tilheyrir, höfð- ingi! sögðu þeir og réttu Karilas beztu vopnin og verjurnar. Nú er hjálmurinn og sverðið komin í heiminn — hjálmur og sverð handa hetjunni — plógur og páll handa hinum iðjusama bónda. 5. Þunglyndi Ura Kaipa. Á meðan öllu þessu fór fram var allt þög- ult og dauflegt í híbýlum Ura Kaipa. Hann sat jafnan inni í kofa sínum og það píndi hann og kvaldi að verða á hverjum degi að sjá hjól sólarinnar velta yfir himinhvolfið. Öldungarnir fóru inn til hans, stóðu í 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.