Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Side 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Side 20
156 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. kringum hann, lyftu lokunum af höfðum sér og báðu hann innilega: — Rektu þunglyndið af þér, Ura Kaipa. Kómdu út og vertu glaður eins og við. — Við höfum alltaf nógan tímann. Taktu lok- ið af gatinu á höfðinu á þér og láttu hinar óheilnæmu gufur og illu anda rjúka burtu. En hann sneri sér til veggjar og þrýsti höndunum að brjóstinu. Brúna andlitið á honum var orðið skorpið og magurt. — Ekki læknið þið sorg mína, svaraði hann. Fyrir Ura Kaipa finnst engin heilsu- bót. Hann átti einn af sonum „hinnar leiftr- andi“ þjóðar fyrir t'in. Þrátt fyrir að Karilas var ekki nema barn, þá vissi hann samt svo miklu meira en við, og hann var göfugri og betri en allir aðrir. Hann talaði við Ura Kaipa um fólk sitt og fékk hann til þess að blygðast sín, og hann vakti óstillandi þrár í brjósti hans. — Og þennan dreng gerðuð þið að þræli. — Sækið mold og ausið yfir höfuð mitt, svo ég verði óhreinn! Allt í einu stökk hann á fætur og greip lítinn steinlrníf, sem hann var vanur að bera í belti sínu. — Það var hefnd á oss að Karilas kom til vor, hélt hann áfram — hefnd fyrir það, að vér höfðum gerzt hóglífir, brenndum leir- krukkur og áttum eld, sem var vor eiginn. Forðum sveimuðu feður vorir um í skógun- um með boga sína og áttu naumast tjald til þess að sofa í. Og hvar sem þeir komu blót- uðu þeir steina þá, sem stærstir voru og merkilegastir. — Já, það gerðu þeir, svöruðu öldung- arnir — hinir mosavöxnu steinguðir stóðu alls staðar, djúpt niðri í giljum fjallanna og hátt uppi á hinum bröttustu tindum — og þar úti, sem „hinir leiftrandi" nú lrafa akra sína. — Og á nóttunni blossuðu blótbálin, hvíslaði Ura Kaipa, og enginn ókunnugur þorði að nálgast. . . . Já, það var forðum daga. — Ura Kaipa vill ekki lengur dvelja hjá ykkur né búa meðal ykkar. Hann held- ur nú út í skógana, og grefur sér holur í snjóinn, þar sem hann sefur á nóttunni, eins og forfeður hans lærðu af úlfunum.... Og þegar hann liggur í snjónum og stjörnurn- ar blika yfir honum, mun hann aldrei gleyma heiti sínu, er svo hljóðar: Hann ætlar að hata Karilas! Hann vill lrefna sín á honum fyrir það, að hann rændi friði hans! Hann rak upp gjallandi óp, hljóp út úr kofanum, og kenboginn en með þeim flýti, sem aðeins Ura Kaipa-fólkið átti til, hljóp hann inn í skóginum milli trjánna og hvarf. 6. „Hinir leiftrandi“ koma. Einn dag seint um sumarið nálguðust „hinir leiftrandi" í hinum stafnhvössu bát- um sínum. Menn hefðu getað haldið, að spilda af jörðinni lrefði losnað frá vatns- bakkanum hinum megin og kæmi nú synd- andi yfir vatnið, svo þétt var bátamergðin. Þrælar Ura Kaipa, sem aldrei höfðu getað látið sig dreyma um, að svo mikið sólskin leiftraði út frá mennskum mönnum, urðu svo hræddir, að þeir klifruðu upp í fururn- ar. Það sem þeir óttuðust allra mest voru þó ekki hin leiftrandi vopn, heldur svartir, lirokkinhærðir hundar, sem stukku á land úr fremstu bátunum og hlupu saman í hnapp. Ef einn stóð kyrr, þá stönzuðu allir hinir um leið, og þeir geltu ekki eins og lrundar, heldur gáfu frá sér hljóð líkast eins og grátandi börn. Sikauga einn stóð kyrr niðri á jörðinni og gortaði af hugrekki sínu. — Það eru hvorki hundar né smábörn klædd í hundaskinn, mælti hann við félaga sína. — Það eru dýr, sem kallast sauðir. — Eina nótt lrafði Sikauga verið úti á vatninu að veiða fisk. Hann hafði þá villzt í þoku yfir að hinni ströndinni. Þar höfðu svo „hinir leiftrandi“ tekið hann til fanga og ekki sleppt honum fyrr en eftir marga daga.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.