Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 21
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 157 Hann þekkti því húsdýrin, sem þeir nú höfðu með sér. — En meðan hann stóð þarna og talaði og gortaði, kom allt í einu langhyrndur kauði þjótandi aftan að hon- urn og gaf honum svo mikið högg í hnés- bæturnar, að hann féll kylliflatur og varð, þégar hann komst á fætur, feginn að ná sér í grein og klifra upp í tré. — Þetta var hafur, stundi hann upp — dýr þrumuguðsins og smalamannanna. Úr næsta bát bröltu í land nokkur tröll með löngum, stífum burstum. Þau komu rýtandi og rótuðu jörðinni upp með trýn- unum, um leið og þau hlupu fram lijá. — Sjáið þið skessurnar, hrópuðu þræl- arnir. — Þær eru frekar, sjáið, þær róta upp jörðinni með sjálfu andlitinu. En Sikauga gat frætt þá um, að skessurn- ar kölluðust svín og væru hafðar í heiðri og hávegum hjá „hinum leiftrandi hetjum. — Svo ógurlegir eru þessir menn, bætti hann við, enda þótt þeir séu í klæðum úr sumarskýjum og beri vopn úr sólargeislum. Nú fannst þrælunum, að nóg vera kom- ið. En í sama bili lenti einn báturinn enn, og á eftir honum syntu ógurlegar skepnur, sem hefðu ekki verið alveg ósvipuð elgs- dýrum, ef horn þeirra hefðu ekki verið svo rennilega beygð og gljá-fægð. Þegar þau voru teymd inn á rnilli runnanna með ólar- bandinu, sem bundið var um horn þeirra, opnuðu þau munninn og baul þeirra gullu við eins og stærsti stríðslúður. — Þetta eru kýr, mælti Sikauga, og þær eru nú haldnar helgastar allra dýra þarna Iiinum megin vatnsins. — Já, hvað er það, sem það fólk ekki heldur heilagt og heiðr- ar, allt frá sólinni á himninum niður að rnold jarðarinnar! — Ykkur heldur það þó alls ekki í heiðri, mælti Karilas, sem nú var kominn á land. — Allir bátarnir höfðu nú stjakað sér inn á milli klettanna og skerjanna við ströndina. Það rigndi steinum niður úr slöngvum þrælanna, en hermennirnir hlífðu sér með skjöldum sínum. Og þegar þrælarnir sáu, að þeir unnu ekkert á, hættu þeir allri vörn. Þeir þekktu ekki Karilas strax, þar sem liann kom með skjöldinn hátt á lofti yfir hjálminum. Þeim virtust allir, sem komu frá liinni ströndinni vera hver öðrum líkir. En þegar þeir nú heyrðu rödd hans, könn- uðust þeir við hann. — Mig, hinn frjálsborna mann, settuð þið meðal þrælanna, sagði hann. — En nú er það ég, sem geri ykkur alla að þrælum, og héðan af skuluð þið yrkja jörðina í svita andlitis ykkar. — En einum ætla ég að hlífa. Hann skal sitja við hlið mér og ráða vfir ykkur ásamt mér, því að hann elskaði ég mikið. — Hvar er Ura Kaipa? Þrælarnir þorðu ekki að svara honum. Þá skildi hann, að Ura Kaipa var þar ekki lengur, og með höfuð lútandi af sorg gekk hann lengra inn í dalinn yfir hið safamikla gras. Hermennirnir höfðu þegar kastað vopnunum frá sér, og voru nú að setja kýrnar fyrir plóginn. Konurnar komu með nýbakað brauð og lögðu það fyrir framan nýbrýndan plógskerann. Plógurinn átti að byrja á því að kljúfa brauðið, til þess að uppskeran yrði mikil. Karilas greip með báðum höndum um plógstöngina og kýrn- ar byrjuðu að draga. Þungt, hægt, liátíð- lega opnaðist fyrsta plógrákin í hinni blóð- mettu blótjörð Ura Kaipa. Þá heyrðist þrusk inni í hnetukjarrinu. Þar stóð Ura Kaipa með hníf sinn, sem var orðinn slitinn, og hafði svo oft verið hvesst- ur, að hann var ekki orðinn annað en örlít- ill tinnubroddur, sem sat eftir í skeftinu. Ura Kaipa hoppaði út úr kjarrinu eins og íkorni, flaug á Karilas og reyndi af öllum mætti að reka steinhníf sinn í hálsinn á honum. — Ég hata þig! urraði hann. — Ég hata þig! Karilas kiknaði við fyrsta áhlaupið. En hann var nú fullþroska og var orðinn sterkari. Hann náði föstum tökum á Ura Kaipa og hóf hann á loft til þess að keyra

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.