Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 24
160 HÆTTAN AF VONDU LOFTI N. Kv. að segja fundizt sýklar í öndunarfærum annars hvers manns, senr skoðaður hefir verið, en til allrar hamingju sýkist venju- lega ekki nema lítill hluti þeirra. í styrjöldinni voru oftast ægileg þrengsli í hermannaskálunum og sjúkraskýlunum. Að loknu Krímstríðinu fékk Florence Nightingale því framgengt, að hverjum manni skyldi áætlað 60 ferfeta gólfrými, 600 rúmfet loftrúms, og að 3 fet skyldu vera milli rúma. Þegar til styrjaldar kom var hálfu fleiri mönnum troðið inn í skál- ana, svo að lokum voru ekki nema 6 þumlungar milli rúma. Þar við bættist og, að gluggar allir voru birgðir vegna óttans við loftárásir, og það jafnt sumar sem vetur. Þegar svona var í pottinn náði sýkill heilahimnubólgunnar sér niðri. Meðan 3 fet voru milli rúma voru það innan við 2%, sem sýktust. Þegar bilið var minnkað niður í 2 fet fjölgaði upp í 8% og loks þegar bil- ið var aðeins eitt fet komust sjúkdómstil- fellin upp í 20%. En hvernig vita menn að smitunin verði aðallega í svefnskálunum en ekki annars staðar? Það verður ráðið af tvennu: í fyrsta lagi sýkjast venjulega þeir, sem næstir liggja hverjir öðrum, og í öðru lagi verður ekki vart smitunar af þessum sjúkdómi á vinnustöðum, þótt þar séu hin mestu þrengsli, en á slíkum stöðum breið- ist t. d. inflúenzka mjög ört út. Ein ástæðan fyrir því, að menn smitast í svefni er sú, að þeir sofa með opinn munn, og úðadroparnir frá öndunarfærum ná- grannans, sem sóttkveikjurnar eru í, berast þá tálmunarlaust niður í kók og háls, þar sem líkaminn er veikastur fyrir. Á daginn hins vegar staðnæmast úðadroparnir uppi í nefinu, sem er engan veginn jafn viðkvæmt og kokið. Af þessu leiddi að á stríðsárunum mátti rekja útbreiðslu farsóttanna einkum til þrengslanna í svefnskálum hermann- anna. Á sjóliðaskólanum í Greenwich var rann- sakað, hvernig barnaveiki og skarlatssótt breiddist út. Þar var l-% fetsámillirúma,en svo hátt var undir loft, að hver drengur þar hafði 500 rúmfet af andrúmslofti. Hér kom það greinilega í ljós, að sóttirnar bárust frá rúmi til rúms. í einum skála, sem 126 drengir sváfu í, veiktust 19 af barnaveiki. Átta þeirra voru úr sömu rúmaröðinni, en í henni voru alls 12 rúm. Milli skálanna barst veikin einkum með blýöntum og pennasköftum, sem drengirnir höfðu haft upp í sér. Meira að segja fundust lifandi barnaveikisýklar á pennastöng, sem legið hafði ónotuð í 14 daga. Drengir, sem aðeins voru í skólanum á daginn, og gættu vand- lega ritfæra sinna sýktust ekki. Þegar sleppt er sýkingunni af penna- stöngunum, þá virtist það svo, að barna- veikin smitaði ekki í svefnskálunum, ef 10 fet voru milli rúma. Auk þess dró ætíð mjög úr smithættu, ef gluggar voru opnir, en þangað má aftur rekja orsök þess, að far- sóttir blossa venjulega upp í köldu veðri eða fyrstu þrjár vikurnar eftir að kuldakast- ið gekk yfir. Opnir gluggar draga á tvennan hátt úr sýkingarhættu. Bæði þyrlast sýkl- arnir brott með loftstraumunum og eins lifa þeir skemur í þurru lofti en röku. Af þessu má draga þá ályktun, að það sé eink- um þar, sem margir sofa, að nauðsynlegt sé að hafa opna glugga. Ef hver maður í land- inu, að undanteknum hjónum og smá- börnurn, hefði einkasvefnherbergi, mundi heilsufar þjóðarinnar stórbatna, og engin þörf vera á að hafa glugga opna þegar kalt er í veðri. Undantekningu verður þó að gera með þá, er þjást af lungnaberklum, því að kalda loftið virðist bæði drepa sýkl- ana í manninum sjálfum og tálma því, að sýklar frá öðrum berist til hans. Ef fyllsta hreinlætis væri svo gætt í með- ferð mjólkur og annarra matvæla, og mat- arílát, glös og skeiðar á matsölustöðum og gildaskálum væri venjulega dauðhreinsað, þá er sennilegt að sjúkdómar eins og skar- latssótt, barnaveiki og ýmsir fleiri myndu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.