Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 27
N. Kv. HÆTTAN AF VONDU LOFTI hverfa að mestu eða öllu leyti. Einangrun þeirra, sem sýkjast, er aldrei fyllilega örugg, því að sóttkveikjan getur borizt með heil- brigðum mönnum, eða a. m. k. þeim, sem sýkjast svo vægt, að þeir verða þess lítt eða ekki varir. Af sjúkdómum, sem berast í loftinu, má nefna inflúenzu, sem er miklu næmari en áðurnefndir sjúkdómar. Það er vafalaust, að hún berst á milli manna á vinnustöðum, skrifstofum, skólum og verksmiðjum, þar sem engin hætta væri á smitun af barna- veiki. Vér erum aðeins að hefja vísindalega árás á þessa sýkla, sem í lofti berast, en hún mun leiða til þess, að settar verði reglur um húsnæði, reistar á vísindalegum grundvelli á líkan hátt og vér höfum reglur um með- ferð matar og drykkjarvatns. Loftræsting lrjá oss er yfirleitt fremur úr- elt. Leitast er við að halda kolsýrumagni andrúmsloftsins í skólum og verksmiðjum fyrir neðan tiltekið mark. Kolsýrumagn 161 loftsins sýnir, hversu það óhreinkast við öndunina, en í sjálfu sér gerir kolsýran ekki mein, nema svo mikið verði af henni, að hún fari langt yfir áðurnefnt mark. Raun- verulega bendir kolsýran á yfirvofandi hættu. Hið sama má segja um ýmsan óþef í loftinu. Óþefur er sjaldan beinlínis skað- legur, ef svo væri myndu t. d. sútarar og þeir, senr hreinsa skolpræsi vera sérstaklega heilsulinir, en ekki ber á því, að svo sé. Hins vegar er óþefurinn oft hættumerki, sem bendir á að rotnun fari fram, sem spillt geti matvælum, og flugur geti alizt á hin- um rotnandi efnum. Hins vegar getur and- rúmsloft, snautt af kolsýru og lyktarlaust, verið beinlínis hættulegt. Enn hefir ekki verið fundið neitt vísindalegt mál fyrir því, hversu þröngt menn megi búa. En svo mikið höfum vér lært, að víst er um það, að mikill hluti þjóðarinnar býr þrengra en heilsusamlegt er. St Std. þýddi. B æ k u r. Þegar biblían er undanskilin, mun engin bók hafa verið þýdd á eins mörg tungumál eins og Þúsund og ein nótt. Það fyrsta sem þýtt var úr henni á íslenzku mun hafa verið Sagan um þá tíu ráðgjafa og son Azád Bachts konungs, sem út var gefin í Viðey 1835. En öll kom hún út á íslenzku í þýð- ingu Steingríms Tlrorsteinssonar á árunum 1857—1864, og önnur útgáfa sömu þýðing- ar 1910—12. Eru mörg ár síðan Þúsund og ein nótt hefir verið fáanleg hjá bóksölum. Er nú von á þriðju útgáfu og mun I. bindi hennar koma út fyrir jólin. Verða bindin alls þrjú að tölu. Hundrað myndir og teikningar verða í hverju bindi og verður útgáfan öll hin vandaðasta. Þúsund og ein nótt er ein af þeim bók- um, sem aldrei eldist. Menn hafa einlægt yndi af að lesa liana. Hún mun líka vera hin hugmyndaauðugasta bók, sem til er. Og það var happ fyrir íslenzkar bókmennt- ir, að annar eins snillingur og Steingrímur Thorsteinsson, skyldi þýða hana á íslenzku. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Islandi árin 1752—1757. Samin af Eggert Ólafssyni. íslenzkað hefir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. I.—II. bindi. Útgefandi: 21

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.