Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Síða 29
N. Kv.
BÆKUR
163
nokkrum þætti atvinnu- og menningarlífs
Islendinga iiafi verið jafnvel lýst og barátt-
unni við björgin í Hornstrendingabók.
í þættinum Dimma og dulmögn eru all-
margar þjóðsagnir og sögur. Allar vel sagð-
ar og margar nýstárlegar að efnismeðferð.
En merkast í þeim þætti er forspjall höf-
undarins. Er það tvímælalaust bezt ritaði
kafli bókarinnar.
Hornstrandir hafa frá öndverðri íslands-
byggð verið einn afskekktasti hluti lands-
ins. En Hornstrendingabók færir byggðina
og fólkið upp í fang lesandans, ef svo mætti
að orði kveða. Svo ljóslifandi eru lýsinga'r
höfundar að manni þykir, sem þarna sé
maður þaulkunnugur eftir lestur bókar-
innar.
Frágangur bókarinnar er lrinn fegursti,
en smámisfellur á prófarkalestri lýta hana
þó nokkuð. Myndir eru állmargar og prýði-
lega teknar. En samt hefði verið bókarbót
að fleiri myndum af útbúnaði við bjarg-
sigið.
Á síðari árum hefir margt bóka um þjóð-
sagnir og þjóðleg fræði komið út á íslenzku,
og sem betur fer virðist sem vinsældir
þeirra vaxi fremur en þverri. En allt um
það þótt margt sé þar vel skráð og sagt, er
enginn vafi á, að Hornstrendingabók er í
hinni fremstu röð bóka um íslenzk fræði.
Er vonandi, að höfundur hennar eigi eftir
að taka önnur viðfangsefni í þeirri grein og
mundi því vel fagnað af öllum unnendum
þjóðlegra fræða.
Elinbordé Lárusdáttir: Strandarkirkja.
Akureyri 1943. Utgefandi Þorsteinn M.
Jónsson.
Hver mun sá íslendingur vera, er eigi
kannast við Strandarkirkju í Selvogi. Um
langan aldur hefir hún þótt öllum stofnun-
um betri til áheita. Og jafnvel á vorum
dögum, þá heita menn enn á Strandar-
kirkju allt um öll raunvísindi og efnis-
hyggju og þykir gefast vel.
Það væri því sízt að undra, þótt slík
kirkja yrði skáldum að yrkisefni, og nú hef-
ir Elinborg Lárusdóttir goldið Torfalögin
með mikilli skáldsögu.
Sagan hefst með hinni fornu þjóðsögu,
sem segir frá stofnun Strandarkirkju, og er
lýst þeim átrúnaði á kirkjuna, sem smám
saman hafði þróast í Selvoginum jafnframt
því sem sandurinn eyddi byggðina, og sveit-
armenn misstu auð og álit. En annars fjall-
ar sagan um baráttu prestsins, séra Einars
Jónssonar, við að fá kirkjuna flutta utan af
eyðisandinum og heim í Vogsósa. Er þar
fylgt sannsögulegum heimildum, og var
séra Einar prestur í Vogsósum um miðja
18. öld. Prestur hafði sér til fulltingis bisk-
up, prófast og amtmann, en á móti stóð
fólkið í fátækri sókn og fámennri. Það hefði
því mátt líta svo út, að auðsótt yrði að koma
kirkjunni brott, en verndardýrlingar henn-
ar og sr. Eiríkur, galdrameistarinn þjóð-
frægi, héldu uppi vörnum fyrir henni, og
veittu þar með andspyrnu sóknarmanna
stuðning. Ýms undur gerast, þegar flytja á
kirkjuna, og ná þau hámarki, er Þórelfur,
glæsilegasta heimasæta sveitarinnar, sem
legið hefir fótlama í nokkur ár, rís upp af
sjúkrabörum, sem hún hefir verið borin á
í kirkjuna, og gengur út. Prestur neitar því,
að kraftaverk hafi gerzt, en bændurnir loka
nú fyrir honum kirkjunni, og um líkt leyti
andast biskup og prófastur, en amtmaður
hrökklast frá völdum. Skilur sagan loks við
prestinn beygðan og bugaðan, en Strandar-
kirkja er óhreyfð á sandinum enn í dag. En
inn í meginsöguna fléttast örlagaþættir
fólksins í Selvogi. Einkum tveggja helztu
heimilanna, Ness og Vindáss. Er þar sögð
ástarsaga þeirra Þórelfar í Nesi og Þórhalls
í Vindási. Er saga þeirra full af rómantík,
en vafasamt hvort alstaðar sé með hana far-
ið af raunsæi. Framkoma Þórelfar við Geir-
rúnu, barnsmóður Þórhalls, er einstæð, en
að vísu gerir höfundur Þórelfi fremur helga
mey en mennska konu. Hinsvegar er Geir-
21*