Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 33
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 167 vita allt af létta um þennan dalfjanda. En ég er illa svikinn ef hýðingin losar ekki um málbeinið á honum“. ,,Það er satt“, mælti Gomez, „en ég tel sanrt sem áður ekki hyggilegt að sleppa hon- um, jafnvel þótt hann segi okkur leyndar- málið. Við vitum ekki hvort hann segir satt eða lýgur að okkur“. „Ég er á sömu skoðun. Hann verður sjálfur að fylgja okkur í dalinn“, mælti Marano. Rétt í þessu kom Hodkin til þeirra. Marano mælti við hann: „Ég liefi ákveðið að fela ykkur Sam að gæta í nótt þessara þræla, sem við höfum handtekið. En þið vitið hvað bíður ykkar að launum, ef þið missið þá úr höndum ykkar. Þessi herramaður“, og hann benti á Banderas, „vill taka að sér stúlkuna, og býðst til að greiða okkur álitlega upphæð fyrir. Hún er falleg, svo það vekur enga furðu, þótt hann vilji einhverju fórna hennar vegna. Piltinn læt ég taka af lífi í íyrramálið, til vonar og vara“. „Ég vildi óska, að við hefðum heldur varpað hlutkesti um stúlkuna, hún er skratti snotur“, mælti Hodkin. „Ertu órðinn ástfanginn, á gamals aldri?“ :sagði Marano og lrló við. „Við höfum allir okkar veiku hliðar. En hvað fáum við að launum fyrir að gefa eftir ■okkar hluta?“ „Hundrað dollara hver“. „En“, mælti nú Banderas, „ég hefi ekki •svo stóra upphæð með mér. En ég mun gera ykkur skil síðar“. „Hvað heyri ég“, svaraði Marano, „ertu þá umrenningur, sem hyggst að fylla vasa þína á annarra kostnað?" Þessi niðrunaryrði fengu blóðið til að ■ólga í æðum Banderasar. Hann leit leiftrandi augum á Marano og mælti: „Það kemur ykkur ekki við, hver ég er >og enn minna lrvað ég ætla mér. En það vil ég segja ykkur, að mér geðjast vel að stúlk- unni, og að hún skal verða mín. Og ef þið gerið hið minnsta til að koma í veg fyrir áform mín, þá skal það verða ykkur dýrt spaug“. „Það er naumast munnsöfnuður“, mælti Marano, og vildi gera gott úr öllu saman. „En við getum verið rólegir, hann gjamm- ar, en bítur ekki“. „Viljið þið fá tíu dollara hver? Meira fá- ið þið ekki“, mælti Banderas. „Komdu þá með þá“, mælti Hodkin, „það er smánarlega lítið, en lítið er betra en ekki neitt". Þetta samtal heyrðu þau, Henry og Celía, orði til orðs, og rná geta nærri, hvernig þeim hafi verið innanbrjósts. „Ég vil trúa því, að öll von sé ekki enn úti“, mælti Henry. „Ég veit ekki hvers vegna þú getur verið svo bjartsýnn. Mér sýnast öll sund vera lok- uð“, svaraði systir hans. „Mér dettur eitt ráð í hug, sem ég vona að komi að haldi, en ég get ekki sagt hvert það er að svo stöddu. En sá tími kemur, fyrr en varir, að ég geti talað svo sem mér býr í brjósti“. XXVI. HURÐ SKELLUR NÆRRI HÆLUM Tveir staurar höfðu nýlega verið reknir * niður í völlinn á þingstaðnum við Placer Barranko. Hálfri stundu eftir það, að þeir Marano, Banderas, Gomez og Hodkin höfðu talazt þar við, svo sem áður var get- ið, safnaðist ærið sundurleitur mannfjöldi þar saman. Flest voru það karlmenn á ýms- um aldri og af mörgum og ólíkum þjóð- flokkum. Hár þeirra og skegg var óhirt og úfið, fötin rifin og slitin og allt útlit þeirra hið villimannlegasta. Konur voru og meðal þeirra, margar ungar og flestar óvenjulega fallegar. Margar þeirra komu svo feimu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.