Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 37
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 169 veitt honum nokkra athygli, meðan á mis- þyrmingunum stóð. Allra augu höfðu beinzt að Celíu. Undir eins og Marano varð þess var, að gullleitarmennirnir voru teknir að þreytast á leiknum, lét hann böðlana hætta refsinar- unum og kvaddi sáralækni til að búa um meiðsli systkinanna með æfðum og mildum höndurn. „Hvar er Matthías Sam?“ spurði Marano. „Hér er hann“, var svarað með hvassri röddu, og lítill maður olnbogaði sig gegn- uum mannfjöldann í átt til gæzlumann- anna. „Hvað viltu mér, Marano?“ spurði hann og var ekki sérlega mildur í máli. „Þú gleymir því víst, að ég er yfirvald ltér á staðnum?“ sagði Marano. „Fjandinn hirði þig, þorparinn þinn!“ hrópaði Sam. — „Þú heldur víst, að þú sért ennþá heima í ræningjabælinu þínu í Mexi- kó. En þér skjátlast. Nú ert þú kominn yfir landamærin; hér ert þú meðal Norður- Ameríkumanna, sonur sæll. Og erum það ekki við, Norður-Ameríkumenn, sem rutt höfurn mannréttindunum braut alls staðar í heiminum?“ Gullgrafararnir tóku undir ræðu hans með fagnaðarópum. „Gott, norður-amerísku borgarar", hélt hann áfram; „en þá verðurn við líka að Iialda merki mannréttindanna á lofti. Við gullgrafarnir höfum okkar stóru galla, en réttvísi okkar ætti ekki að þurfa að standa langt að baki réttvísi annarra manna fyrir því. — Þessi systkini líta ekki út fyrir það að vera strokuþrælar. Það getur vel verið, að blóð þeirra sé eitthvað blandað svert- ingjablóði, — liið sama má þá segja um marga frjálsa borgara í Norður-Ameríku. En að öðru leyti líkjast þau alls ekki þræl- um“. „Við erum bæði frjálsborin, ekki síður en þið hin“, hrópaði Henry. „Þarna getið þið sjálf lieyrt, hvernig þessu er farið“, sagði Sam. — „Mér datt það líka í hug, að eitthvað væri bogið við þessa þrælasögu. Og mér finnst líka réttvísin í stjórnarathöfnum Maranos eitthvað kám- ug. Höfum við, Norður-Ameríkumenn, ekki þolað harðstjórn þessa mexikanska flakkara nógu lengi?“ „Þetta er rétt! Sam hefir á réttu að standa“, var nú hrópað úr öllum áttum. Marano nísti tönnum. Hann skildi full- vel, að hann var að missa undirtökin á þess- um landshornalýð. Nú voru góð ráð dýr. Hann varð að fá úrslitunum skotið á frest aðeins eina nótt, og svo liiættu þeir mögla og ærast eins og þá lysti. „Samborgarar“, sagði hann og reyndi að stilla sig sem bezt. — „Auðvitað hefi ég sannanir fyrir því, að þessir tveir blökku- menn eru strokuþrælar. Þessi þorpari hefir sjálfur játað það í vitna viðurvist. Er það ekki satt, Henry?“ „Ég hefi aldrei sagt annað í því efni en það, sem ég sagði þessu fólki áðan. Ég er frjálsborinn maður, ekki síður en þið hin“. „Þú sérð, að vitnin eru hér viðstödd", sagði Marano. „Segðu mér svo, hvort þið systkinin hafið ekki hlaupizt á brott frá manni, sem þið voruð bundin þrælsbandi?" „Jú-ú, í vissum skilningi, en. . . . “ „Þarna heyrið þið! Þrælar eru þau“, tók Marano fram í fyrir Henry með þrumu- raust. — „Jæja. Ég hefi orðið þess var, að rót nokkuð er komið á hugi manna. Við frestum því málinu til morguns, og þá munum við yfirheyra þrælana betur. Og ég held, að við ættum að fela þá í urnsjá Matt- híasar Sams á meðan, svo að hann hafi ekki yfir neinu að kvarta gagnvart okkur. Hon- um ber að taka fangana heim með sér og mæta svo ásamt þeim hér á þingstaðnum í fyrramálið. Eruð þið ánægð með það?“ „Já, já!“ hrópaði söfnuðurinn. Ofviðrinu var afstýrt í bili. — Allra augu beindust nú að Sam. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.