Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 38

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 38
170 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. „Ég tek vörzlu bandingjanna að mér“, sagði hann. — „Og þegar við hittumst aftur í fyrramálið, látum við, Norður-Ameríku- menn, vitnaleiðslur og yfirheyrzlur fara fram og dóm ganga í málinu“. Sam fór brott með systkinin. Mannfjöld- inn dreifist í allar áttir. Gæzlumennirnir, Banderas og Gomez urðu einir eftir hjá Marano. „Þetta dugði í bili“, sagði hann. „Menn munu gera sér ýmsar hugmyndir um, hvað gerzt hafi, er þeir finna Matthías Sam rnyrt- an í tjaldi sínu í fyrramálið, og systkinin verða á bak og burt. En engan mun gruna, að við eigum nokkurn þátt í því, né heldur að við höfum erft gull hins göfuglynda Matthíasar Sams!“ „Satt er það“, sagði Hodkin. „Enginn grunur mun falla á okkur í því sambandi. En ég held nú samt, að okkur sé bezt að dvelja hér ekki allt of lengi úr þessu. Fólk- ið er orðið leitt á okkur“. „Já, fjandinn liafi það!“ sagði Marano. „Ég er raunar ekkert hissa á því. Þegar við náum tangarhaldi á arfhlutanum eftir Sam, er okkur víst bezt að hypja okkur héðan, eða segja að minnsta kosti embættinu af okkur!“ í þessum svifum kom ungur maður ríð- andi á múldýri. Banderas tók fyrstur eftir honum og hvíslaði að Gomez: „Hver skrattinn! Þarna kemur Gonsalvo. Ég verð að koma í veg fyrir það, að hann gefi þeim nokkrar óþægilegar upplýsingar." Hann flýtti sér á móts við hann með miklum vinalátum. „Hvernig tókst yður að komast niður í dalinn?“ spurði hann. „Mér leiddist þar upp frá,“ svaraði Gonsalvo, „og þegar þokunni létti, veittist mér ekki erfitt að koma múldýrinú niður hingað.“ „Ef þér viljið fylgja mínum ráðum,“ hvíslaði Banderas laumulega, „þá nefnið ekki nafn yðar hér, og segið engum hvaðan þér komuð, eða liverra erinda þér eruð kominn á þessár slóðir.“ „Hvað á það að þýða?“ spurði Gonsalvo. „Það skal ég segja yður síðar,“ svaraði Banderas. Hann leiddi unga manninn til Maranos og Gomezar. „Góðan daginn, ókunni ferðalangur," sagði gæzlumaðurinn. „Hvaðan ber yður að?“ Gonsalvo hikaði. Honum fannst hann kannast við röddina, en kom því þó ekki fyrir sig, hvar hann hefði lieyrt hana áður. „Ég kem utan úr hinni víðu veröld," svaraði hann. Marano fannst einnig, að hann kannast við rödd gestsins. Hann horfði rannsakandi á hinn unga mann. „Ekki er mikið á svari yðar að græða,“ tautaði hann. — „Jæja þá. Raunar kemur það heldur engum við, hvaðan þér komið, eða hvert þér ætlið. Aftur á rnóti skiptir mig það nokkru, livað þér lryggist fyrir, eft- ir að hingað er komið. Ég er nefnilega yfir- vald hér.“ „Ég mun ekki eiga hér langa viðdvöl," svaraði Gonsalvo. Hann benti á Banderas og bætti við: — „Þegar þessi maður fer héð- an, mun ég einnig fara.“ „Viljið þér búa í tjaldi mínu, meðan þér dveljið þér?“ spurði Marano. „Ég hygg, að þessi herramaður kjósi held- ur að búa í tjaldi mínu,“ sagði Banderas. „Já, ég ætla að búa hjá jressum herra,“ svaraði Gonsalvo Marano, „en kann yður þakkir fyrir hið vinsamlega boð yðar. Ann- ars skal ég játa, að mér finnst ég kannast við fas yðar og málróm." „Herra minn trúr!“ hrópaði Marano. — „Svei mér Jrá, ef mér finnst ekki það sama um yður. Leyfist mér að spyrja yður að heiti? Sjálfur heiti ég Marano.“ „Nafn mitt er Jagos,“ svaraði Gonsalvo, „og ég er fæddur í Galveston í Texas.“ Marano varð óánægjulegur á svipinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.