Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 39

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 39
N-Kv. DÆTUR FRUMSK0GARINS 171 Hann hafði vænzt p?ss að heyra annað nafn. Þeir Banderas, Gomez og Gonsalvo fóru nú að leigja sér tjald fyrir nóttina. „Segið mér, hvers vegna ég má ekki nefna rétt nafn og heimilisfang mitt?“ spurði sá síðastnefndi, er þeir voru komnir nokkuð á brott. Banderas leit hvasst á hann. „Hafið þér ekki átt í dálitlum erjum við fósturföður yðar?“ spurði hann. — „Hníf- stunga, eða livað?“ Gonsalvo náfölnaði. „Hver fjandinn segir yður það?“ spurði hann. „Já. Þér sjáið, að ég veit það. En vitið þér hvaða afleiðingar urðu af þessari hníf- stungu?“ „Ekki með vissu,“ svaraði Gonsalvo. — „En þetta var bara smástunga. „Smáskeinur geta dregið alvarlegan dilk á eftir sér, þegar gamall maður á í hlut“, sagði Banderas hátíðlega. — Tamoraz er dauður, og Donna Valentína hefir heitið þeim miklum .verðlaunum, er handsamar morð- ingja hans. Njósnarmennirnir eru þegar komnir á kreik. Þeir komu hingað í morgun með nákvæma lýsingu af yður“. „Fjandinn hafi þá,“ hrópaði Gonsalvo. — „Ég þekki gálgann í San Patricio allt of vel til þess, að ég girnist að eiga við hann nokkur mök.“ „Ef til vill þekkja þeir yður ekki. Og nú ættuð þér að hafa sem minnst um yður fyrsta sperttinn, enda munuð þér orðinn hvíldarþurfi". Gomez útvegaði þeim fljótlega tjald. Banderas hjálpaði Gonsalvo af baki múl- dýrsins og inn í tjaldið, en þegar þangað var komið, fleygði ungi maðurinn sér strax á gæruskinna-hægindið. Síðan héldu þeir Banderas og Gomez á brott. Á leiðinni það- an spurði Gomez: „Því sögðuð þér Gonsalvo þessa lygasögu um njósnara, sem væru á hælum hans?“ „Það er óþarfi, að hann hafi sig hér mik- ið í frammi, því að þá væri vísast, að hann frétti, að bandingjarnir eru hér í haldi“, sagði Banderas. „Ég kæri mig ekki um, að liann nái tökum á Celíu. Hún er skrambi snoppufríð, af blökkustelpu að vera. Ég ætla sjálfum mér þær kræsingar“. Meðan þessu fór fram, voru þau Celía, Henry og Matthías komin til tjaldbúðar þess síðastnefnda. Tjaldið stóð nálægt skarðinu, sem lá úr dalnum yfir í annan og miklu stærri dal — ekki alls fjarri þorpi gull- leitarmannanna. Milli þess og hinna tjald- anna rann allbreið á, og var hún brúuð með nokkrum trjástofnum, sem felldir höfðu verið yfir elfina. Nokkur skógargróð- ur var þar í nánd. Matthías Sam fór strax að kanna sár syst- kinanna. Sáralæknirinn virtist hafa búið vel um þau, og sýndust þau ekki sérlega liættuleg. Sam lánaði systkinunum ein- hverjar spjarir að klæðast í og bjó þeim hressandi svaladrykk. „Nú skuluð þið sofna“, sagði hann. „Ég fer út, en þó ekki langt í burt héðan“. Bandingjanrir sofnuðu skjótt. Þrem stundum síðar vakti Sam þau. Leið þeim þá vel eftir atvikum og snæddu mat þann, er vörður þeirra og velgerðarmaður liafði matreitt handa þeim, meðan þau sváfu. Þegar þau voru mett orðin, spurði Sam vingjarnlega: „Viljið þið segja mér sögu ykkar?“ „Það viljum við gjarnan," svaraði Henry. Hann sagði nú Sam í stuttu máli frá bóndabýlinu, þar sem þau systkinin ólust upp, unz Apakkarnir réðust á búgarðinn, rændu systkinunum og seldu þau í þræl- dóm. „Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Hen- ry að lokum, „að það sé lögum samkvæmt að selja mansali börn, sem fædd eru í frí- ríkjum Norður-Ameríku.“ „Það er algerlega ólöglegt athæfi,“ svar- 22*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.