Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 41
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 173 Nú var tekið að rigna, og stormurinn öskraði umhverfis þau, eins og illur andi væri þar á sveimi. Vegurinn var brattur og ■vondur, en Sam var kunnugur leiðinni og réð hann förinni. Að lokum urðu þau að skríða með ýtrustu gætni upp mesta bratt- ann. Stúlkan var að þrotum komin, en ekki kvartaði hún, en klifraði náföl upp hengi- flugið. Ef bjart Iiefði verið, svo að hún hefði getað séð umhverfis sig, myndi hana vafa- laust hafa svimað og hún steypzt niður í ityldýpið. Loks komu þau upp þangað, sem nokkur tré höfðu skotið rótum í klettasprungum. Þar hvíldu þau sig um stund og héldn sér í trjástofnana á meðan. „Nú er það versta búið,“ sagði Sam. „Nú •erum við næstum því komin upp á fjallið, og sæmilega greiðfært er niður af því aftur hinum megin.“ Þau höfðu ekki orðið stormsins svo mjög vör um stund, en er þau komu upp á brún- ina, dundi ofviðrið á þeim á nýjan leik. Blaut og hrakin skreiddust þau enn spöl- korn áfram, en svo lögðust þau niður og hvíldu sig rækilega. Ekkert þeirra mælti orð af munni, en þau voru þó glöð og róleg í skapi, því að þau fundu, að nú var þeim borgið. Eftir að hafa hvílzt um hríð, tóku þau nesti sitt fram og fengu sér matarbita. Styrktust þau nú óðum og hresstust við hvíldina og matinn. Þegar máltíðinni var lokið, og þau höfðu komið leifunum fyrir aftur í föggum sínum, ætluðu þau að standa á fætur og halda ferð sinni áfram. En allt í einu sáu þau bjart ljós bjarma yfir fjalls- eggjunum. Og í skini þess sáu þau einhverj- ar verur bera við loft, og báru þær kyndla í höndum. Þetta voru rauðskinnar á herför og fremur æðislegir ásýndum í skini blys- anna. Til allrar hamingju bar skugga á þau. þar sem þau lágu undir klettabrún nokkurri. ,,Nú ætla þeir að ráðast á þorp gullgi'af- aranna," hvíslaði Matthías Sam. „Til allrar hamingju er brúin eyðilögð, ef morðhugur gæzlumannanna hefir ekki þegar byggt hana aftur, með því að þeir hafi fellt ný tré yfir fljótið; en ekki myndi það hafa reynzt auð- velt verk í þessu veðri. Rauðskinnunum mun því dveljast nokkuð, áður en þeim tekst að komast inn í þorpið. En auðvitað tekst þeim það þó, ef gullgeitarmennirnir verða ekki varaðir við hættunni í tæka tíð. Og hræðileg örlög bíða þá íbúanna allra.“ „Getum við ekki aðvarað þá á einn eða annan hátt?“ spurði Henry. „Jú, víst getum við það, og skulurn enda gera það,“ svaraði Sam. „En fyrst verðum við að bjarga okkur sjálfum úr bráðurn voða.“ Þau skriðu nú aftur niður á milli trjánna neðan við fjallsbrúnina, því að rauðskinn- arnir fóru sömu leið og þau höfðu komið. Celía missti fótfestu og rann óðfluga niður brattann. En á síðustu stundu tókst henni þó að ná taki um trjástofn og bjarga með því lífi sínu. Þau fólu sig bak við trén og biðu þar á- tekta, unz rauðskinnarnir voru komnir langt niður í fjallshlíðina fyrir neðan þau. Þá skriðu þau aftur upp á brúnina; þegar þangað var komið, skutu þau nokkrum að- vörunarskotum, til þess að vekja gullgraf- ana. Svo flýttu þau sér yfir háfjallið og ætl- uðu að fara að klifra niður hlíðina hinum megin. En þá urðu þau þess vör, að annar hópur rauðskinna var þar á uppleið, en þó alllangt niðri í hlíðunum ennþá. „Hér komumst við þó ekki niður,“ sagði Sam. „En til allrar hamingju þekki ég aðra leið niður af fjallinu. Hún er að vísu bæði lengri og torfærari en hin. En hvað um það: Nú eru góð ráð dýr. Fylgið mér fast á hæla.“ Að svo mæltu sneri Sam til hægri hand- ar. Og í beljandi stormi og rigningu héldu flóttamennirnir eftir háfjallinu, svo langt frá brúninni, að þau sáust ekki í skini blys- anna neðan úr hlíðinni. Þau hugsuðu til niðurgöngu á öðrum stað, þar sem rauð- skinnarnir yrðu ekki á vegi þeirra. (Framhald.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.