Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 42
Elias Kræmmer: Vitastígurinn. Helgi Valtýsson þýddi. (Framhald). VII. Sören gení hóstaði, svo að allt húsið lék á reiðiskjálfi. Það var ekki venjulegur hósti, heldur andstyggilegur þurrahósti með ein- kennilegu tómahljóði, eins og kærni það upp úr tóm.ri tunnu. Gottlieb hafði látið hann fá svefnherbergi sitt, og svaf sjálfur á legubkknum í „myndastofu" sinni. Hann smurði Sören með kamfórusmyrslum og lagði á hann heita ullarklúta, en Abla gaf honum eggjapúns. Og það þótti Sören dýrð- legir dropar, þegar það var aðeins nægilega sterkt. „Þú verður að fara með mér til læknisins, eða á ég að biðja hann að koma hingað? Það er svei mér ófært, að þú liggir hérna og lognist út af rétt fyrir framan nefið á mér,“ sagði Gottlieb. „Nefið á þér? Cyrano de Bergerac*) nryndi hafa öfundað þig stórlega af því, en þess vegna þarftu ekki endilega að stinga því niður í mín málefni, skal ég segja þér. Hvað kemur hósti minn þessum heimi við? Fari svo, að hann sprengi mitt jarðneska hulstur, þá verð ég sennilega leiktjaldamál- ari þarna efra. Þú veizt það, vinur minn nashyrningur, að ég get málað himininn, skýin og sólina, lrvort sem henni þóknast að vera að fara fætur eða í háttinn.“ „Enginn er þinn jafnoki í því, Sören“ sagði Gottlieb af hlýrri sannfæringu. *) Frakkneskur rithöfundur og liðsforingi á 17. öld, óhemju nefstór. — Þýð. „Já, gamli vinur, frá málarastofunni þarna efra, í alheimsleikhúsi himnaríkis, koma dýrðlegar myndir, og þegar mér verð- ur litið á þær, verð ég þögull og frá mér numinn.“ Sören gekk út að glugganum og leit út. Veðrið var dimmt og drungalegt. Svört ský rak inn frá hafi undan stinnum suðvestan stormi. „Alltaf eru þar ný tjöld! Hvílík dásamleg tækni, og hvílíkir litir!“ Hann stóð þarna lengi og horfði þögull á himininn; svo sveiflaði hann hendi og sagði: „En putt, það er svo sem enginn vandi að gera fallegar myndir, með annað, eins mannval í málarasalnum!" Gottlieb gekk til hans og nam staðar við hliðina á honum. Hann sá hinn einkenni- lega bjarma í dökkum augum hans, er hann virti fyrir sér stormelt skýin. Allt í einu sneri Sören sér við, lagði höndina á öxl Gottliebs og sagði brosandi: „Heldurðu ekki, að þeir sitji þarna uppi á hápallinunr allir saman, bæði Tizian, Rafael, Rubens og Rembrandt og máli og' máli! Allur salurinn er troðfullur af lista- mönnum allra alda og allra landa, og allir eru þeir gagnteknir af guðmóðsins heilaga eldi! Ágæti Gottlieb nrinn góði og gamli, hugsaðu þér bara, ef við ættum það eftir að konrast í þann listaskóla!“ Sören fékk nýtt hóstakast og varð að setjast niður. Gottlieb varð álryggjufullur út af vini sín- um. „Hefir þér liðið illa síðustu árin, Sören?“ spurði Gottlieb.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.