Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Side 47
N. Kv.
VITASTÍGURINN
177
ir. Og af mörgum tók hann alls enga borg-
un. Á hinn bóginn var hann illræmdur fyr-
ir orðbragð sitt og framkomu við viðskipta-
menn sína. Sumir sögðu, að hann væri
„ókurteis og ruddalegur“, aðrir að hann
væri „ónærgætinn og ósvífinn“, en öllum
bar saman um það, að hann væri eins við
alla og gerði sér engan mannamun.
ívarsen kaupmaður var einn þeirra, sem
biðu læknisins. Hann gat þakkað það Krög-
er lækni, að hann var aftur kominn á stúf-
ana. Já, auðvitaðungfrúEvensenlíka,aðein-
hverju leyti; en fyrir það hafði hann líka
veitt lienni auknaþóknun. Hann liafði ætíð
fylgt þeirri reglu að Ijúka þegar hverjum
reikningi. Ivarsen hafði fyrir löngu gert sér
ljóst, hvernig hann ætti að taka Kröger
lækni. Það dugði ekki að láta hann mót-
spyrnulaust komast upp með það að hreyta
í mann eintómum skózum og ónotum, held-
ur var um að gera fvrir þann, sem þóttist
minni máttar, að reyna samt að bíta frá sér
eftir megni. Þegar ívarsen kom inn í stof-
una til læknisins þennan dag, sagði Kröger
við hann:
„Jæja, það var þá gaman að sjá yður aft-
ur á fótum,-ívarsen, þótt þér séuð ekki „á
háleistunum". ívarsen var ekki almennilega
ljóst, hvernig hann ætti að endurgjalda
þessa dulbúnu sneið, en er hann hafði varp-
að mæðinni rækilega, sagði liann:
„Ojá, það er nú staðreynd með tilslökun-
um, þetta með fæturna. Það er vonandi ekki
hættulegt, læknir?“
„Hættuleg? Hm! Hafið þér ekki heyrt,
að hringt er þrisvar á strandferðaskipinu,
áður en það leggur af stað?“
„Ju-ú,“ sagði ívarsen hæglátlega, „það
hefi ég nú heyrt.“
„Nú hefir hringt í fyrsta sinn. í annað
sinn verður landgöngubrúin tekin. Og enn
er ef til vill tækifæri til að stökkva í land;
en í þriðja sinn verðið þér að fara með,
hvort sem þér viljið það eða ekki.“
„Ég get nú ekki sagt, að mig langi bein-
línis til að fara ennþá,“ sagði ívarsen. „Það
er svo margt, sem ég þyrfti að ráðstafa áð-
ur.“
„Lappa upp á, eigið þér víst við?“greip
læknirinn fram í.
„Þeirri „lappamennsku“ þarf læknirinn
ekkert að skipta sér af. Getið þér aðeins
lappað ofurlítið upp á fótinn á mér, mun
ég sjá um allt hitt sjálfur!“
Það var farið að síga í Iversen. Kröger
læknir brosti; honum geðjaðist vel að því,
þegar menn svöruðu fyrir sig. ívarsen hypj-
aði sig af stað, en hann var stundarkorn að
búa sig. Hann komst ekki hjá því að heyra,
livað læknirinn sagði við madömu Eik, ljós-
móðurina, sem var orðin áttatíu og þriggja
ára gömul. Hún var að barma sér yfir því,
að sér væri farið að förlast sýn.
„O, þér hafið svei mér séð nóg um ævina,
kona góð, þér þurfið ekki að sjá meira.“
ívarsen flýtti sér að komast út. Það var
ekki að vita, hvaða „áletrun“ honum kynni
að lilotnast. Gottlieb hafði gengið út í garð-
inn. Hann vildi ekki sitja inni í mollu-
loftinu í biðstofunni.
„Geturðu hugsað þér nokkurn verri stað
en biðstofu hjá lækni?“ sagði Gottlieb við
Ivarsen.
„Nei,“ svaraði ívarsen, „jafnvel mein-
fyndinn maður gæti grátið yfir því, að sjá
allar þessar sjúku manneskjur."
„Það er þá ennþá dálítið eftir að þínu
góða skapi, ívarsen.“
„Ojá, ofurlítið er enn eftir, Bramer, en
það er skolli þunnt.“
„Þunna ölið kemur eftir á, segir gamalt
máltæki," sagði Gottlieb.
„Það væri vandalaust, ef ég fengi öl! Nei,
karl minn, mjólk, mjólk, mjólk. Og ég, sem
hefi ekki bragðað mjólk, síðan ég var árs-
gamall, og nú er ég sextíu og tveggja!“
„Þetta eru örlög guðanna, Ivarsen," sagði
Gottlieb.
„Já, það er farið að hallast á hjá Bakkusi
gamla,“ sagði ívarsen hlæjandi, um leið og
23