Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 48
178
VITASTÍGURINN
N. Kv.
hann kvaddi og gekk ofan götuna. Hann
stakk lítið eitt við á vinstra fæti, þegar liann
gekk.
Það var eins og að biðstofan sú arna ætl-
aði aldrei að tæmast. I sífellu og með löngu
millibili kom fólk út þaðan — hölt kona,
liálfblindur maður með blá gleraugu,
drengur með handlegginn í fatli. Og hjá
þeim öllum ríkti sama hugsun og þrá: að
verða frískur aftur! Allt treysti fólk þetta
Kröger lækni. Úr þessu dökka og leiðinlega
húsi átti hjálpin að koma. Auðvitað varð
Drottinn líka að hafa hönd í bagga með,
en Kröger var nú samt efstur í huga þeirra
og vonum.
Gottlieb gekk niður með spíreu-girðing-
unni, upp og niður, meðan öll eymd heims-
ins og armæða staulaðist fram hjá honum
og þreifaði fyrir sér. Allt í einu heyrði
hann hófatak. Það var sjaldgæft liérna uppi
í brekkunni, þar sem vegurinn var bæði
mjór og brattur. Gottlieb gekk út að hlið-
inu og nam þar staðar steinhissa. Niðri í
brekkunni sá hann brúnu vagneykina feitu
frá Bjarkasetri stíga þungt til jarðar, svo að
gneistar sindruðu úr grjótinu. Hann sá þá
beita líkamsþunga sínum til að draga hjálm-
vagninn upp brattann. Þetta var gamli
vagninn, sem hékk í sterkum stálfjöðrum
og vaggaðist til og frá, þegar ekið var. Hann
sá mágkonu sína, frú Elenóru Bramer sitja
einsamla í vagninum. Gottlieb gekk aftur
inn í garðinn. Hvað skyldi hún vilja Krö-
ger lækni? Sérstaklega eftir árekstur þeirra
um daginn. Það var honum með öllu ó-
skiljanlegt.
Vagninn nam staðar fyrir utan, og Gott-
lieb gekk út að honum.
„Ert þú hérna, Gottlieb? spurði hún for-
viða.
„Já, alls staðar er eitthvað að, heiðraða
mágkona, hö-hö.“
„Þú virðist þó vera stálhraustur að
vanda!“
„Það er veikur vinur minn hjá mér,“
sagði hann.
„Hefirðu rúm til þess í litla húsinu
þínu? Ég hélt, að þar væri ekkert gestaher-
bergi?“
„Rúm til þess? Hamingjan góða, já, ríku-
legt. Hann liggur í svefnherberginu mínu,
og ég á legubekk í vinnustofunni.“
„Mér þykir þú heldur en ekki fórnfús."
„Engin fórn er of stór, þegar manni er
ljóst, að hann gerir gott með því,“ sagði
hann alvarlega.
„Nei, ef til vill ekki,“ sagði hún annars
liugar, „en heldurðu, að læknirinn veiti
viðtal núna?“
„Ég hefi nú beðið heila klukkustund, og
enn eru einhverjir eftir. Hann benti á bið-
stofuhurðina. í sömu svifum kom þar út
móðir, sem leiddi barn sitt. Höfuð barnsins
var þéttsett sárum með gulum og grænum
skorpum og hrúðrum.
„Huff, en hvað þetta er ægilegt," sagði
frúin.
„Svona er lífið, Nóra. Sástu móðurina?
Andlit hennar ljómaði af gleði, vegna þess,
að læknirinn hefir gefið henni góðar vonir.“
„Vesalings manneskjur,“ sagði hún.
„Segðu það ekki! Hún er glöð sökum
þess, að hún getur hjálpað barni sínu, og
verði það frískt aftur, mun lífið brosa við
henni í fullkominni sælu.“
Ekki var að sjá, að frú Bramer væri hon-
um sammála. Hún steig út úr vagninum og
fylgdist með honum inn um hliðið og upp
að húsinu. Þegar þau gengu fram lijá van-
hirtu jarðarberja-beðunum, nam hún stað-
ar og sagði:
„Hér virðist vanta hlúandi hönd.“
„Þú veizt sennilega, að eiginkvinna hans
reyndist að vera óeiginleg."
„Ekki hefi ég heyrt það. Við heyrum yf-
irleitt ekkert utan að á Bjarkasetri; við er-
um sjálfum okkur nóg.“
„Það ættuð þið ekki að vera,“ sagði hann.
Hún leit upp hálfhissa, en samkvæmt