Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Síða 52
182
VITASTÍGURINN
N. Kv.
„Já, þú skiptir bróðurlega á milli okkar,
það er þó satt.“
Gottlieb var eini maðurinn, sem brætt
gat klakann í Kröger, einkanlega þegar þeir
minntust stúdentsdaganna. Margsinnis
halði Gottlieb boðið honum lieim til sín, en
alltaf árangurslaust. Kröger læknir hélt sig
utan við heiminn og allar lians lystisemdir.
Gestir höfðu eigi kornið á hans heimilr í
mörg ár, og öllum var kunnugt, að hann
óskaði þess að £á að lifa í friði sem einsetu-
maður. Þekktu flestallir ástæðurnar fyrir
þessu og virtu þær. Þjónustufólk kom þar
aldrei inn fyrir dyr. Gamall sjómaður var
þar major domus (þ. e. heimilisbryti“).
Hann hafði áður verið bryti á Ameríku-
skipi og hét Martínus, en var aðeins kallað-
ur Tínus. Hann var sístarfandi og alltaf
önnum kafinn, lítill og kubbslegur og smá-
skrítinn. Hann hafði litla gullhringi í eyr-
unum, stubbunef og dálítinn skúf af rauð-
um geithafurstoppi á hökunni. Tínus eyddi
ekki tímanum í óþarfa hjal og mælgi. Helzt
sagði hann aðeins: „já, já,“ og „nei, nei,“
eða þá „allright“ og „to be sure“. Hann var
sem sé hreykinn af því, að hann kunni
ensku, frá því að hann var á Ameríkuskip-
inu. Honum var illa við að þurfa að and-
mæla öðrum. Það kom sem sé stundum
fyrir í versta hrakviðri og rosa, að læknir-
inn fann upp á því að segja við hann til
reynslu:
„Það er gott blessað veðrið í dag!“
„Já, já, veðrið verður víst gott, to be
sure,“ svaraði Tínus.
Þegar Gottlieb hafði setið stundarkorn og
bjóst síðan til að fara, sagði Kröger allt í
einu;
„Geturðu ekki stjaldrað við hérna í dag
og borðað hjá mér? Tínus getur eflaust náð
í eitthvað ætilegt handa okkur.“ Gottlieb
gat ekki dulið undrun sína.
„Ætlarðu að fara að stofna til veizlu,
hö-hö!“
„Það er eðlilegt, að þér komi þetta dálítið
kynduglega fyrir sjónir. Til þessa dags lief-
ir mig mjög lítið langað til að vera samvist-
um við aðra, nema í lækniserindum. Hjarta-
strengir þínir hljóma, en mínir eru slakir
og slitnir. Nú hefir þú samt snert hárödd-
ina, gamli vinur, og vakið ofurlítinn veikan
tón; þess vegna langar mig nú til að hafa
þig hjá mér í kvöld.“
„Já, auðvitað vil ég það, þó það nú væri.
En geturðu ekki fyrst farið með mér yfir um
og litið á geníið? Þú verður að reyna að
„kúrera" hann!“
„Jú, gjarnan það. En áður en við förum,
verð ég að gera Tínusi aðvart um jafn mark-
verðan atburð og það, að maður eigi að
borða hjá mér. Þú mátt trúa því, að hann
verður jafn hissa og þú sjálfur."
Læknirinn fór fram, og kom inn aftur að
vörmu spori. Síðan gengu báðir vinirnir á-
leiðis ofan að ferjustaðnum.
Tínus skildi ekki vitund í öllu þessu. Nú
höfðum „við“ lifað í friði og spekt í heil
sjö ár, án þess að ókunnugir væru að „káss-
ast upp á rnann". Héðan af yrði nú e£ til
vill sífellt gestastand af alls konar fólki. En
ef það yrði upp á teningnum, þá ætlaði
hann að reyna að komast aftur í gömlu
stöðuna sína á Ameríkuskipinu. Já, það
skyldi hann svei mér gera! Hann fór síðan
ofan í bæ til að kaupa ýmislegt góðgæti í
matvörubúðinni. Læknirinn liafði sagt hon-
um að kaupa eitthvað „verulega gott“. Er
hann kom inn í búðina, hitti hann ívarsen
kaupmann, sem var önnum kafinn við að
velja handa sjálfum sér úr því bezta, sem um
var að ræða í búðinni. Fyrst hann varð nú
að neita sér um borgundarvínið, varð hann
að afla sér einhverra annarra lífsins gæða.
Hann varð forviða, þegar hann sá innkaup
Tínusar, og sagði:
„En góði Tínus, ætlið þér að fara að
halda veizlu.“
„Já, já, við ætlum að halda veizlu.“
„Á læknirinn von á gestum?“
„To be sure, hann á von á gestum.“