Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 53
N, Kv. VITASTÍGURINN 183 Meira var ekki hægt að toga upp úr Tín- usi. ívarsen dauðlangaði til að vita, hvað fyrir hefði komið hjá lækninum, fyrst hann hefði nú hætt við einsetumannslíf sitt. Hann skyldi þó aldrei vera að hugsa um að gifta sig aftur? Onei, svo einfaldur gæti hann sennilega ekki verið eftir reynslu þá, sem hann hafði hlotið í þeim efnum. ívar- sen hélt heimleiðis í djúpum hugsunum. Auðvitað hlaut þetta líf að verða mjög ein- manalegt fyrir lækninn, til langframa. Nú var að vísu eins ástatt fyrir ívarsen sjálfum. Hann áræddi ekki framar að bjóða vinunr sínurn heim til sín. Þá freistingu Jrorði hann ekki að leggja út í. Honum hafði svo sem dottið í hug að kvænast ungfrú Evensen. Hann var í engum vafa um, að liún vildi gjarnan eiga hann. En fyrst var hún nú svo skinhoruð og beinaber, að maður gat skorið sig á henni, og á hinn bóginn — og það reið baggamuninn —mátti hann ekki missa lrana úr gjaldkerabúrinu. Hann var niðursokk- inn í Jressar hugleiðingar, þegar hann mætti Fíu. „Nei, en hvað það var gaman að sjá yður aftur svona sprækan," kallaði hún til hans álengdar, „O, sprækleikurinn er nú ekki upp á marga fiska, frú Stolz.“ Hann hristi höfuðið og talaði í lágum og hógværum tón, svo að Fía fór að velta því fyrir sér, hvort hann myndi nú vera tekinn að vandra „braut aft- urhvarfsins". „O, fóturinn dugir sannarlega, þér eigið nú livorki að vera símasendill né bæjarpóst- ur, Ivarsen,“ sagði hún blíðlega og brosti ofurlítið. „Já, svo er guði fyrir að þakka, að það hefir rætzt svona vel fyrir mér,“ sagði hann. Fía var nú ekki framar í neinum vafa. Þessi síðustu orð hans höfðu á sér þann guðrækn- isblæ, að sjálfsagt var að nota sér það. Hún ásetti sér því að reyna liann ofurlítið. „Já, ívarsen. Þér getið þakkað guði og ungfrú Evensen. Hefði hún ekki reynzt yð- ur svona ágætlega og hjálpað yður og stutt á allan hátt, þá held ég ekki, að þér liefðuð komizt heill á hófi út úr dauðans dal.“ „Já, ójá, ungfrú Evensen hefir verið mjög fórnfús og hjálpsöm.“ „Hún var eins og hinn miskunnsami Samverji í eyðimörkinni. Já, Jrér munið ef- laust eftir því í biblíunni?" „Já — jú — já, auðvitað,“ svaraði Ivarsen hikandi. „Hann tók leðurflösku með vatni í —“ hélt Fía áfrarn. „Vatni?“ greip Ivarsen fram í. „Eða kannske það hafi verið vín — og vætti varir hans. Því næst spurði hann, hvort hann mætti ekki einnig brynna úlf- öldunum hans.“ „Nei, góða frú Stolz, Jrað var Rebekka, en ekki Samverjinn, sem hugsaði um úlf- aldana.“ „Það kernur alveg í sama stað niður, ívar- sen, því að ungfrú Evensen hefir sannarlega verið yður meira virði undanfarið lieldur en bæði Rebekka og úlfaldarnir, það get ég borið vitni um, sem sjálf hefi verið sjónar- vottur að því.“ „Haldið Jrér kannske, að ég hafi ekki metið það að verðleikum og séð það við hana?“ sagði ívarsen nokkuð hvassyrtur, hann varpaði nú frá sér hógværðinni, því að honum var orðið gramt í geði. Fía var svo áköf, að lnin veitti þessu enga eftirtekt, og hélt áfrarn í sama dúr: „Auðvitað hafið þér metið það að verð- leikum, ívarsen, þó það nú væri! En Jrað er hægt að meta kærleik náungans, gæzku og miskunnsemi á marga vegu. Það er annað og fleira en hinn jarðneski mammon, sem glatt getur hjörtu manna. Æjá, Ivarsen, menn eiga að umgangast í trú von og kær- leika. Ungfrú Evensen, á ég við, — hefir vonina, þér, ívarsen, hafið trúna, og kær- leikann getið þið bæði fundið sameiginlega. Fíu fannst þetta svo fallega sagt, að henni vöknaði um augu og varð að þurrka sér með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.