Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 59

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 59
N. Kv. VITASTÍGURINN 187 „Vænt ryk, iagsmaður, það er þykkt í þvi, enda er það bráðum aldar gamalt. En gamla vínið er tindrandi tært. Skál!“ Hann sat enn þögull um hríð með flöskuna í lrendi sér. Svo skrifaði hann með vísifingri í grátt rykið: Elín. „Nú finnst mér, að þú ættir að sleppa Höskunni, svo að ég geti tæmt hana, hö-hö!“ Kröger setti flöskuna á borðið og mælti: „Hefirðu nokkurn tíma séð svona fallegt ryk? Rykið er í rauninni hið eina áþreifan- iega, sem eftir verður, þegar öllu öðru er lokið. Ofurlítil öreind ryks mun að minnsta kosti svífa yndislega um geiminn sem endurminning um jarðlíf vort.“ „Það virðist mér nú harla magur árang- ur af öllu okkar striti og stríði.“ „Alls ekki, það er mjög hagkvæmt. Það er einnig vísdómsleg ráðstöfun náttúrunn- ar. Hvar ættu annars mörg þúsund ára líkamshulstur manna, sem lögð hafa verið niður, að komast fyrir?“ „Ekki meira ryk né þvaður, Kröger! Taktu burt myndina þá arna og svo skulum við tala skynsamlega saman.“ „Ágætt, Gottlieb, það er rétt hjá þér, þeg- ar að kaffinu kemur, eiga dömurnar að hverfa!" Hann tók ljósmyndina og lagði hana ofan í skrifborðsskúffuna. Síðan kom liann með kryddvín og vindla, og Tínus bar inn kaffi. Þeir kveiktu í vindl- unum, og smám saman féll ró á Kröger. Það var eins og tóbakið svæfði taugar hans. Hann sat um hríð í djúpum hugsunum; svo strauk hann öskuna af vindlinum og sagði að lokum: „Á ég að segja þér frá paradísar-missi mínurn?" „Já, gerðu það, Kröger. Við verðum að reyna að ljúka þeirri sögu í tæka tíð.“ „Manstu eftir tveim gömlum konum frá stúdentsdögurn okkar; þær höfðu tó- baksverzlun í Tollbúðargötu, beint á rnóti þar sem við leigðum okkur vistarveru?" „Já, ég man yel eftir þeim, þær voru ósmeykar að lána okkur, hö-hö. Þær voru systur, og önnur þeirra var svo rangeygð, að hún gat horft á þig með öðru auganu, en haft gát á peningaskúffunni með hinni!“ „Manstu, Gottlieb, hvaðþúkallaðirhana?" „Já, við kölluðum liana jómfrú Birdseye, hö-hö-hö!“ „Þær áttu fósturdóttur.“ „Ekki man ég eftir því.“ „Jú, litla, ljóshærða stúlku og bláeygða, um 14—15 ára gamla.“ „Ég hefi ekkert tekið eftir henni.“ „Það var Elín, Gottlieb." Nú varð ofurlítil þögn, og þeir dreyptu á kryddvíni sínu. Kröger hélt áfram: „Það var sagt, að hún væri dóttir annarr- ar jómfrúarinnar, auðvitað ekki Birdseye, heldur hinnar. Ég hefi aldrei spurt um það.“ „Jæja, hvernig gekk þetta svo til?“ „Ég kom oft til þeirra og spjallaði við þær systurnar. Við urðum mestu mátar, einkum eftir að þær. höfðu heyrt, að faðir minn væri prestur. Elínu sá ég sjaldan í búðinni. En er fram liðu stundir, fór hún að hjálpa til við afgreiðsluna. Dag nokk- urn sagði hún við mig, bjarteygð af gleði: ,,Á sunnudaginn á að ferma mig, stúdent Kröger, og svo er ég orðin fullorðin!" Hún brosti glettnislega. Það var í fyrsta sinn, sem ég varð þess var, að hún væri falleg. Eftir þetta var ég tíður gestur í búðinni, en ég gægðist alltaf fyrst inn um gluggana til að sjá, hvort Elín væri þar. Ég varð hrif- inn af ungmeyjar-yndi hennar og hispurs- leysi. Sjálf hafði hún engan grun um, hvað hún var falleg. Svo rann upp fermingardag- urinn. Ég keypti ofurlítinn perluhring og gaf henni hann. Það veit Guð, að ég hafði ekki efni á þess háttar útsláttasemi; en brjálsemin hafði þegar náð tökum á mér.“ „Hö-hö-hö,“ greip Gottlieb fram í, „það er þá ljómandi gott, að þú ert farinn að skilja það!“ „Ég gleymi ekki hringnum þeim. Ég lét 24*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.