Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Page 8
2
EGILL ÞÓRLÁKSSON
N. Kv.
um á Akureyri í tvo vetur. Síðan fór hann í
Kennaraskólann í Reykjavík og lauk kenn-
araprófi vorið 1910 eftir eins vetrar nám.
Haustið 1910 réðst hann sem kennari í
Bárðardal og var farkennari þar 5 ára tíma-
bil.
Næstu þrjá vetur var hann heimiliskenn-
ari á Akureyri. En Iiaustið 1919 fluttist
hann til Húsavíkur og gerðist kennari við
Itarnaskólann þar. Gegndi hann því starfi í
samfelld 20 ár, eða þar til 1939, að hann
fluttist aftur til Akureyrar, og hefir verið
kennari við barnaskólann á Akureyri síðan.
Hreppstjórinn í Bárðardal heitir Páll H.
Jónsson og þekkja hann margir. Hann hefir
lengi búið með rausn á Stóruvöllum, gam-
alkunnu ættaróðali. Kona hans heitir Sig-
ríður Jónsdóttir.
Þegar Egill var kennari í Bárðardal, áttu
þau gjafvaxta dóttur, Aðalbjörgu að nafni.
Hún þótti kvenkostur mikill í sjón og raun.
Þessa hreppstjóradóttur tók Egill með sér
úr dalnum, auðvitað með hennar fúslega
samþykki, og eftir að hafa gif/.t henni, því
að hann er maður, sem ætið fer að lögum.
Búa þau saiman síðan; hafa ekki eignazt
börn, en alið upp eina fósturdóttur. Er Að-
albjörg kona, sem allir, er kynnast, virða
mikils.
Samkvæmt framansögðu hefir Egill nú,
þegar hann er sextugur, stundað barna-
kennslu hátt á fjórða tug vetra. Auk þess
var hann forstöðumaður barnaheimilis að
Laugaskóla í þrjú sumur.
Hann hefir samið stafrófskver og lesbæk-
ur fyrir börn og átt þátt í vali skólaljóða.
Um hann er óhætt að fullyrða, að hann
hefir verið réttur maður í kennarastétt.
En hann hefði líka getað verið réttur
maður á fleiri stöðum, ef hann hefði þang-
að valizt. Hann hefir hæfileika og rnann-
kosti til að gera vel á mörgum vettvöngum.
Ég man, að mér þótti gaman að sjá hann
skára grösugan völl í Húsavík, — og
skemmtilegt að hlusta á skraf hinnar skörpu
eggjar, sem hann brýndi í ljá sinn.
Gangnamaður frá Bárðardalsafrétt hefir
sagt mér ánægjulega sögu um dug hans sem
félaga síns í leitum þar.
Ég hefi oft dáðst að rithönd hans og ósk-
að þess, að sem flest handrit væru með
þeirri snilldar hönd.
Mér er vel kunnugt, enda fer það ekki
dult, að hann býr yl'ir miklum hagleik og
vandvirkni, sem iðnaður landsins hefði
sannarlega haft gott af að njóta.
Rithöfundarhæfileikar og hagmælska
hafa honum verið gefin í ríkum mæli, þótt
hann láti lítið á bera.
Hann er einn þeirra manna, sem mikils-
vert liefði verið, að útgáfan hefði haft mörg
eintök af á boðstólum. Þau mundu hafa
gengið út í allar áttir.
Það er talið vandlifað fyrir barnakenn-
ara. Foreldrar eru vandfýsnir í þeirra garð,
vegna bárna sinna, — og eiga líka að vera
það. Kennararnir hafa tekið að sér að ann-
ast hlutverk, sem miklar skyldur fylgja. Eng-
ir opinberir starfsmenn bera meiri ábyrgð á
því, að þjóðin verði hamingjusöm en ein-
mitt þeir. Þetta stafar af því, að þeirra verk
er að rækta sálarlífið, — og hamingjan er
fyrst og fremst sálræn.
Aldrei heyrði ég það sagt í Húsavík, að
Egill Þórláksson gerði ekki skyldu sína —
og frá Akureyri hefir það ekki frétzt heldur.
Skylduræknin, sú mikilsverða dyggð, er
óvenjulega sterkur þáttur í eðli hans. Hún
er ekki hjá honum — eins og sumum — döp-
ur yfir erfiði sínu. Nei, hún er glöð. Þess
vegna er sólskin gleðinnar í kennslustund-
um hans. í þessu sólskini finnst smábörnun-
um „leikur að læra“ og verður „leikur sá
kær“.
Sú saga gengur manna á milli hér í Húsa-
vík, að einu sinni hafi lítil telpa, sem fór í
skólastund í fyrsta sinn, verið spurð að því,
þegar hún kom heim aftur, hvað hún hafi
lært. „Ekkert," svaraði hún, „en ég kenndi