Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 10
Sigurður Guðmundsson, skólameistari: Kynleg hundgá og neyðaróp. I. Það var eitt kvöld haustið 1888, í óvenju- kolsvörtu náttmyrkri, að þeir komu að Æsu- stöðum, fremsta bæ í Langadal, þar sem foreldrar mínir bjuggu þá, þeir Guðmund- ur Klemenzson, stórbóndi í Bólstaðarhlíð, mágur og náfrændi föður míns, og fylgdar- maður hans, Eiríkur Jónsson, trésmiður frá Djúpadal í Skagafirði. Var Eiríkur þá ung- ur maður og vann að kirkjusfníð í Bólstað- arhlð, sem er næsti bær fyrir framan Æsu- staði. En löng bæjarleið á milli og var held- ur seinfarin á þeim árurn í haustmyrkri. Þeir Eiríkur og Guðmundur komu utan af Ós (Blönduósi). Höfðu þeir farið að sækja þangað kirkjuvið og voru með stóra viðar- lest. Stóðu þeir Eiríkur og Guðmundur stundarkorn við á Æsustöðum og þágu góð- gerðir. Að því loknu lögðu þeir af stað út í náttmyrkrið, er var, sem áður segir, ægi- lega dimmt, svo að eigi sá handaskil. Ör- skömmu síðar en þeir félagar voru farnir, tóku hundarnir að gelta frammi í bæjar- dyrum eða úti á hlaði. Þykist ég aldrei hafa lieyrt hunda gelta jafn-ofboðslega, æsilega og æðislega sem hundana á Æsustöðum þetta kvöld. Þeir ýlfruðu, góluðu, spangól- uðu, ráku upp liin ótrúlegustu óhljóð, kyn- legar rokur í löngum og næstum því sár- um lotum. Hafa mér aldrei liðið úr minni hin furðulegu ólæti rakkanna þetta kvöld. Enn heyri ég, eftir liðlega hálfa öld, þau fyrir eyrum mér, þessi ódæma hundahljóð og ískrandi spangól. Töldu foreldrar mínir og allt heimafólk, að einhver væri að koma. En hundarnir héldu áfram að gelta, en eng- inn barði að dyrum og engrar umferðarvarð vart, þó að hlustað væri. Samt gizkuðu menn á, að einhver hefði farið „fyrir neðan“ eða „farið hjá“, eins og það var kallað, er ferða- menn komu eigi heim, heldur fóru leiðar sinnar götuna fyrir neðan túnið og fram dal. Leið svo á kvöldið, hundarnir hljóðnuðu smásaman, og menn urðu einskis vísari um, livað sætti þessum óskaplegu ólátum þeirra. Gengu svo heimamenn til rekkju og tóku á sig náðir, sem lög gera ráð fyrir. Sváfu menn nú a-f.um nóttina. Næsta dag, sem var sunnudagur, vaknaði ég við það, að maður frá Tungunesi kom inn í baðstofu, sendur gagngert þaðan \iir að Æsustöðum. En Tungunes er liinum megin við Blöndu, nokkru sunnar og vestar en Æsustaðir, all-hátt uppi í fjallinu. Bjó þar þá enn föðurfaðir minn, Erlendur Pálmason, dannebrogsmaður. Sendi hann nú einn vinnumanna sinna yfir að Æsustöð- um í þeim erindum, að grennslast eftir, hvort.þar hefði ekki heyrzt hljóð eða óp neðan frá Blöndu eða úr áttinni frá henni

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.