Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 11
WN. Kv.
KYNLEG HUNDGÁ OG NEYÐARÓP
5
kvöldið áður. Seint hið sama kvöld hafði
allt heimafólk í Tungunesi heyrt hávær
neyðarköll og angistaróp neðan frá Blöndu.
Allir lieimamenn þar fóru út á hlað til að
hlýða á þessi óhugnanlegu hljóð. Heyrð-
ist öllu fóíkinu kallað: „Hjálp! Hjálp! Ég
ferst.“ Heyrði afi rninn, sem var talinn
með afbrigðum gætinn og gerhugall um
flest, er hann lét sig nokkru skipta eða
renndi hug að, þessi kynjaköll í myrkrinu,
eigi síður en aðrir, enda hefði hann eigi sent
mann yfir að Æsustöðum, ef hann hefði ætl-
að, að þessi óhljóð neðan frá Blöndu væri
skynvilla ein eða hugarburður. Þá er föður
mínum bárust þessi tíðindi, lét hann þegar
söðla hest sinn og fór í. skyndi fram að Ból-
staðarhlíð að finna þá Eirík og Guðmund að
máli og vita, livort Jaeir hefðu ekki orðið
einhvers varir, er þeir fóru með viðardrög-
ur sínar fram Æsustaðaskriður og frarn með
Blöndu þá um kvöldið. Óttuðust menn á
Æsustöðum, að einliver hefði drukknað í
Blöndu undanfarandi kvöld. Var jm vað á
henni niður undan Túngunesi, á svokölluð-
um Strengjum, en hún er þar straumhörð og
stórgrýtt í botni. Þurfti eigi miklu að munaj
að eitthvað bæri út af á'Stréngjunúm í þreif-
andi náttmyrkrinu, ekki ’sízt ef einhver hefði
verið drukkinn á ferð, sem einatt bar við á
þeirn árum. En Blanda er, sem kunnugt er,
hið versta forað og hefir orðið margs rnanns
bani um dagana.
En það er af ferð föður míns að segja, að
þá er hann hitti Guðmund í Bólstaðar-
hlíð, sagði hann honum, að Jreir Eiríkur
hefðu einskis orðið áskynja á leiðinni milli
Hlíðar og Æsustaða kvöldið áður, ekkert
lteyrt nema niðinn í Blöndu og Svartá,
samræður sjálfra sín og til lestarinnar, er
hún seig áfram hægt og þungt í nætursort-
anum. Voru þeir þó á ferðinni um sama
feyti, sem óhljóðin lieyrðust í Tungunesi
og hæst lét í hundunum á Æsustöðum.
Hefðu þeir þó átt að lieyra köllin betur en
þau heyrðust á hlaðinu í Tungunesi, þar-ú
sem þeir voru á ferð fast við ána, sumstaðar
að kalla á bakkabrúninni, eftir því sem veg-
urinn (eða vegleysan) lá á þeim árum. Ak-
brautin liggur miklu liærra nú en göturnar
lágu þá. En Guðmundur í Hlíð fræddi föð-
ur minn á því, að á leiðinni fram eftir hefði
hann sagúEiríki í Djúpadal frá því, hvernig
Jrað atvikaðist, að tveir merkisbændur, J^eir
Hannes í Ljótshólum í Svínadal og Hannes
Gíslason á Fjósurn, ein hin frægasta refa-
skytta hér á landi „um sína daga“ og „auk
þess heppinn smáskammtalæknir,“ hefði fyr-
ir fáeinum árum drukknað í Blöndu nálægt
Jreim slóðum, er Jreir lestamennirnir fóru
um kvöldið. Fórust Jreir á svokölluðu Mó-
vaði, er þá var fjölfarið vað á hinni ófrýnu
móðu, en síðar hvarf.1) Sá var háttur Blöndu
í ungdæmi mínu', að hún skipti oft um vöð,
os>' laoðist Móvað niður í æsku minni, að
o o 7
minnsta kosti um hríð. Aldrei spurðist neitt
til þess, að nokkur hefði farizt í Blöndu
Jaennan dag, er Jressi undur gerðust, né held-
ur, að nokkur hefði horfið í nágrenninu né
næstú sveitum né nokkur verið þar á ferð
Jretta kvöld. Þótti þá sýnt, að eigi hefði
hundgáin á Æsustöðum né angistarópin
neðan frá Blöndu stafað af því, að nokkur
liefði koiiiizt í hann krappan á ferð yfir hana
í haustnæturmyrkrinu.
En skömmu síðar, mig minnir nákvæm-
lega viku síðar, lagðist afi minn, Erlendur í
Tungunesi, banaleguna og lézt eftir hálfs-
mánaðarlegu eða nálægt því. Trúðu sutnir
því, að Jiessi atburður hefði verið fyrirboði
feigðar lians og láts.
II.
Frásögn af Jressum atburði færði eg í letur
á skólaárum mínum samkvæmt umtali við
dr. Jón Þorkelsson yngra. Ætlaði hann, að
því er mér skildist, að birta hana í þjóð-
sagnasafni, sem liann hafði í hyggju að
gefa út. En hvergi hefir hún verið prentuð,
1) Frá drukknun þeirra Hannesanna er sagt í Frétt-
um frá íslandi 1882, bls. 47.