Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 13
N. Kv.
KYNLEG HUNDGÁ OG NEYÐARÓP
7
voru á ferð fram að Bólstaðarhlíð. En samt
verður að minnast þess hvors tveggja, að ná-
kvæmar rannsóknir hafa eigi farið fram á
tímanum, sem þessi fyrirbrigði gerðust á,i og
klukkur voru misseinar eða misfljótar i
sveitum á þeim árum, jafnvel á næstu grann-
bæjum. Það var því nokkurt vandhæfi á að
tiltaka með nákvæmni, hverjum tíma at-
burðir gerðust á. En því verður samt ekki
haggað, að skammt hefir liðið milli þeirra
atriða þriggja, sem ég minntist á.
Veltum fyrir oss hugsanlegum skýringum
á þessum fyrirburði. Sleppum algjörlega
þeirri trú sumra hjátrúaðra, þót't liún verði
ekki beinlínis hrakin, fremur en mörg önnur
hjátrú, að hann sé í einhverskonar sambandi
við fráfall Erlends í T.ungunesi, fyrirboði
þess eða þess háttar. Að henni virðist ekki
eyðandi alvarlegri hugsun né orðum. En
þeirri spurningu skýtur ósjálfrátt upp, þótt
henni verði að líkindum aldrei fullsvarað,
hvort óhljóðin, sem heyrðust í hundunum á
Æsustöðum, og hjálparköllin, sem heyrðust
í Tungunesi, geti ekki hafa verið í einhvers
konar dulrænu sambandi við samræður
þeirra lestamannanna um drukknun þeirra
Hannesanna. Með slíkri getgátu er ekkert
gefið í skyn um, að þeir Hannesarnir sjálfir
né hugir þeirra hafi verið á reiki á þessum
helvegi þeirra þá um nóttina.
Annars væri fróðlegt að rannsaka, hvort
hundgá gæti heyrzt frá Æsustöðum yfir að
Tungunesi, ef vel væri hljóðbært. Mér þykir
s'líkt, eftir fjarlægðinni, næsta ósennilegt. En
ef rannsókn leiddi í ljós, að slíkt kynni að
geta átt sér stað, þótt ótrúlegt sé, mætti enn
fremur spyrja, hvort hér væri ekki um skyn-
villu eða misheyrn að ræða, hvort þeim, er
fyrst heyrði hljóðin.hefði eigi heyrzt hunda-
gelt vera mannshljóð, og aðrir heimamenn
síðan trúað, að þeir heyrðu slíkt hið sama.
Virðist þó heldur ósennilegt, að afi minn, er
var, sem áður segir, orðlagður fyrir varúð og
gætni, hefði villzt á hundgá úr mik'lum
fjarska og mannlegu neyðarópi. En vera má,
að heyrn hans hafi verið tekið að hnigna.
Heyrnardeyfa mun og vera kynfylgja í einni
ættkvísl hans. En ég hefi samt aldrei heyrt,
að liann hafi heyrt illa né borið hafi á, að
lieyrn hans hafi bilað á efstu árum hans,
enda var hann eigi nema 68 ára, er hann
lézt.
Annars gelta hundar oft af litlu tilefni.
Ef það kæmi upp úr kafinu, að liundgá gæti
heyrzt frá Æsustöðum yfir að Tungunesi,
mætti líklega telja gátuna ráðna. Væri þessi
atburður þá valið dæmi þess, hvernig þjóð-
sögur verða til, hversu eðlilegir atburðir,
en fremur fátíðir, breytast í „dulræn fyrir-
brigði“. Segjurn hins vegar, að það kæmi í
ljós við tilraunir, að hundgá gæti ekki heyrzt
frá Æsustöðum yfir að Tungunesi. Af slíkri
staðreynfl yrði tæplega komizt hjá þeirri
ályktun, að eitthvað hlutlægt, nokkuð, sem
var fyrir utan kvikindi, menn og lifandi
manna hugi, hefði gerzt eða verið á sveimi
þetta kveld milli Tunguness og Æsustaða,
og hafi slíkt valdið ólátum hundanna á öðr-
um bænum og hljóðunum, sem fólkinu á
hinum bænum heyrðist koma neðan frá jök-
ulvatninu. Og þá fljúga oss ósjálfrátt í hug
viðræður þeirra lestamannanna, sem áður
er getið um.
Sigurðnr Guðmundsson.