Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 17
N. Kv.
EINN Á FANNBREIÐU
11
„íslendingur er eg,“ hugsaði hann. „ís-
lendingur gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Islenzkir bændur hafa öldum saman
orðið að þreyta ójafnan leik við trylltar höf-
uðskepnur og hafa líka stundum lotið í
lægra haldi fyrir þeim. En Hallur í Mörk, —
hann er nú ekki á þeim buxunum að gefast
upp!“
Og tíminn leið. Myrkrið grúfði yfir,
þrungið óhugnaði og geig. Halli fannst
hann hafa gengið óraveg, og ekki bólaði á
nokkrum bæ. — Hvað var þetta? Örskammt
fram undan grillti í eitthvað. Hann herti
gönguna og kom að melhól, sama hólnum,
sem hann liafði farið frá fyrir langri stundu.
„Fari það í logandi —!“ hreytti Hallur út
á milli herptra varanna. „Villtur, villtur!"
Honum féll allur ketill í eld. í heita —
svarta! En hvað tjáði að bölva? Var ekki nær
að biðja, biðja til guðs og allra heilagra?
Ekki var hann vanur því; alltaf hafði hann
treyst rnest á sjálfan sig og fundizt það verða
sér notadrýgst. Að vísu liafði honum stund-
um orðið það fyrir að ákalla þann svarta,
svona við sérstök tækifæri, þegar honum
fannst Jrað eiga vel við, t. d. þegar hesthús-
kofinn hrundi, — Jrað bölvað hrófatildur. —
En guð? Nei, ónei. Reyndar hafði hann lítið
um hann hugsað, að minnsta kosti síðan
hann var strákpatti, þegar hann var að stagla
lærdómskverið undir fermingu. Það hafði
ekki heldur reynt á guðstraustið yfirleitt
fram að þessu, og liann hafði aldrei lent í
svona löguðum erfiðleikum fyrr en nú. Vill-
ast og kunna ekki fótum sínum forráð; —
uiargan góðan manninn hafði það hent, svo
að sízt var þetta einsdæmi, en Jrað orkaði
skolli óþægilega á kjarkinn. — Ef hann færi
nú að biðja til guðs, hvað var þá guð. Sumir
sögðu, að hann væri ekki annað en hið góða
i manninum sjálfum, en aðrir aftur á móti
að hann væri alvoldug vera í alheimsgeimn-
um, réði gerðum manna og hjálpaði þeim,
sem væru í nauðum staddir. Björg hélt fram
þessu síðara, og sjálfum hafði honum verið
sagt þetta í æsku. Þetta gat svo sem vel verið,
en engin kynni hafði hann sjálfur af Jreim
guði, þótt hann hefði heyrt sögur um ýmis
konar kraftaverk — eða hvað Jrað nú var
kallað —, sem höfðu átt að gerast fyrir til-
verknað hans. Réttast var að leita skjóls við
hólinn í bráðina og liugsa málið. Hver vissi,
nema hann gæti þá fundið út rétta stefnu
heim að Mörk?
ísing settist í skegg hans og föt. Klaka-
kleprar héngu úr efrivararskegginu niður
fyrir munninn, en lítill árangur varð af að
reyna að þíða Jrá með höndunum; svo var
frostið mikið. Buxurnar voru stokkfreðnar,
og skíðaskórnir tóku að fótunum. Þetta var
að verða alvarlegt.
Hallur leitaði sér skjóls undanveður við
hólinn. Þar hafði hvassviðrið feykt saman
skafli miklum, sem var brattur og gaf gott
hlé. Hann leysti af sér bakpokann, gróf væna
holu inn í skaflinn, sem nægði manni til að
sitja í, settist á pokann og teygði limina. En
sá unaður, að vera þarna í skjóli fyrir veður-
ofsanum! Nú fann hann bezt, hve Jrreyttur
liann var orðinn. Hann var eins og gagn-
tekinn af vellíðan fyrst í stað og hafði varla
sinnu á að stinga skíðunum og stafnum á
endann niður í skaflinn við holuopið, en
samt gerði hann það og settist svo aftur. Þá
sótti á hann sælukenndur drungi, svefnmók
og dofi. Hann barðist á móti því í lengstu
lög, barði saman frosnum vettlingunum á
lu'indum sér, Jrangað til hiti færðist í hend-
urnar, og svo barði hann þeim á hné sér,
Jrangað til honum lilýnaði það á fótunum,
að hann fann til liverrar táar undir freðnum
skónum og gat hreyft þær. Hann vissi ekki,
livað lengi gekk á þessu; hann var ýmist að
dotta eða vakna til meðvitundar. Honum
fannst sér líða vel, en treysti sér ekki til að
rísa á fætur og halda áfram. Loksins sigraði
drunginn og svefnmókið; hann gleymdi sér
alveg og féll í faðm hvíldarinnar, — örþreytt-
ur maður, setztur að í skjóli hvítrar fann-
breiðunnar.
2*