Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 21
N. Kv. FÓSTRA PRÓFESSORSINS 15 sýkla og sóttkveikjur flugu mér í hug og ollu nrér nýju svitabaði. Eg reisti mig snöggt upp i sætinu, og það sem eftir var leiðarinnar varaðist eg að láta höfuðið snerta óþverrann i horninu. Svo fór eg að athuga þjóðlífið. Hérna kljóp berfættur drengur á eftir rásgjörnum kálfi, þarna lá kúasmali með nefið í liáaloft °g dæsti í sólarhitanum; og þá datt mér skvndilega í hug, að inni í vagninum hjá raér var ofurlítið snifsi úr þjóðlífinu. Eg leit á förunaut minn, kerlingarhrófið; þarna sat hún með bogið bak í sömu stellingum, sem hún hafði sett sig í, þegar hún kom sér fyrir í vagninum. Ekki var hún snotur; kinnbeinin stóðu út og tvær stórar gemlur stóðu á ská upp úr neðra skolti og brettu UPP efri vörina til hálfs. Hún var mjög svo fátæklega til fara; stykkjóttur, mjög upplit- aður einskeftukjóll sveipaði magran kropp- mn og fór henni í alla staði svo pokalega, að það lá í augum uppi, að hann væri feng- lun að láni. Eg liélt, að hún lilyti að vera etnhver hrumur veslingur úr gamalmenna- hælinu, og ósjálfrátt yppti eg öxlum í sam- úðarskyni. Hún sat og starði út um gluggann íneð hýru og angurblíðu augnaráði og virtist þó ehki taka eftir þeim fyrirbrigðum náttúr- unnar og mannlífsins, sem við hittum fyrir a leið okkar; miklu fremur virtist liún stara mn í heim minninga og liðinna vona. Eg horfði gaumgæfilega á hana um stund, og þá varð mér það Ijóst, að í rauninni hvíldi hjarmi mildrar og .tryggTar sálargöfgi yfir hrukkóttu andlitinu. „Hrukkur eru stafdrættir sorganna," hugsaði eg og fór að finnast meira til um þessa gömlu konu, sem auðsjáanlega hafði ekki farið varhluta af erfiðleikum lífsins. Við ókum fram lijá vatnsmyllu, sem stóð 1 þröngu engidragi, hálfvegis hulin af blóm- legum pílviði og ösp. Hvítir múrar útihúss- ms geisluðu af sólskini gegnum bilin milli pílviðartrjánna; sefi vaxin á rann inn í hálf- dimmt op, en þar innan við snerist hægt afar mikið Iijól með glampandi spöðum. Höfuð með mélugu skeggi og kollbreiðri húfu birt- is.t í opnu hleragati, hönd var rétt upp að húfunni að hermanna sið, og svo hvarf höf- uðið aftur. Það var eins og gamla konan hrykki upp af draurni. Hún hallaði sér að glugganum og starði með angurblíðu augnaráði niður að mylnunni, tinaði höfðinu til og mælti ósjálfrátt alveg upphátt: ,,Æi, jæja!“ Þessi litla og frjósama dalskora hvarf aftur Hrátt fyrir brattan ás. Konan rétti sig í sæt- inu, 'varpaði, öndinni mæðilega, drap titt- linga og sneri andlitinu undan. Mér skildist á augnabragði, að einmtt á þessum vettvangi mund hún Iiafa háð lífsbaráttu sína. En við samúðina, sem greip mig, vaknaði líka for- vitni mín, svo að eg sneri mér að henni og mælti: „Það var einstaklega snoturt þarna niður fi'á hjá vatnsmylnunni." Hún lirökk við og leit á nrig. „Hvað segið þér?“ „Eg sagði, að það væri einstaklega snoturt þarna norður frá hjá vatnsmyl]unni.“ „Ojá, meir en svo, — mjög snoturt." „Þér eruð ef til vill kunnug þar?“ „Já,“ svaraði h-ún, andvarpaði og þagði svo snöggvast. „Eg átti þar heima í 56 ár.“ „En búið þar ekki nú orðið?“ „Nei, nei; eg hef árum saman búið í litlu húsi í Sandbæjarhaganum. Við förum þar hjá; það er húsið þarna við malargryfjuna.” „Ójá, eg er ekki kunnugur hérna.“ „Einmitt, — nei, einmitt það.“ „Þér hafið brugðið yður í ferðalag," sagði eg að stundarkorni liðnu, þegar hún virtist ætla aftur að falla í sama hugsanamókið og áður. „Hvað segið — — nú, já!“ svaraði hún og kinkaði kolli, „eg lief verið hjá syni mín- um, sem eg á inni í Kaupmannahöfn." „Einmitt það. — Er liann iðnaðarmaður?“ „Nei, hann er prófessor."

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.