Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 22
16 FÓSTRA PRÓFESSORSINS N. Kv. „Prófessor? Hvaða prófessor?" spurði eg í efablöndnum'róm. Þá skýrði hún mér frá því, að rétta skírn- arnafnið hans væri Jörgen Andersen, en af því að það væri svo lítilfjörlegt almúganafn, þá hefði liann tekið sér nafnið Alslöv, eftir fæðingarbæ sínum. , „Prófessor Alslöv! Getur það verið, — læknirinn orðlagði?“ „Jajæja, eg held svo sem allir kannist við hann.“ „Það segið þér satt, og þér megið vera hreykin af öðrum eins syni; hann er lands- kunnur og jafnvel utanlands líka.“ „Ætli það hafi ekki verið sagt í gær, þeg- ar þeir sátu yfir matnum þar inn frá! Það var einmitt skírnarveizla hjá þeim og stór- fínt boð. Eg á engin orð yfir alla höfðingj- ana og maddömurnar, allan silfurbúnaðinn og kræsingarnar, reykta fiskinn frá útland- inu, kjúklingasteikina og jarðarberin, — eg kann ekki að nefna allt það, sem þeir fengu.“ „Hann hefur efni á að halda boð, maður sá; hann hefur að minnsta kosti 30 þúsundir í árstekjur." „Ne-ei! Nei, það nær nú engri átt, — þrjá-tíu-þúsund!“ Hana rak svo í rogastanz, að hún kom upp engu orði; en Jrað var auðséð, að henni þótti vænt um, hve háar hugmyndir eg gerði mér um son hennar. Eg læt ósagt, hvort það var alúð mín og samúð, sem vakti traust hennar á mér, eða liún talaði af eigin sálarþörf, en hvað sem um það var, þá leysti hún frá skjóðunni og sagði mér alla ævisögu sína. Hún var fædd og alin upp niðri í rnyll- unni, hafði gifzt einum af sveinum föður síns, sem svo hafði tekið að sér rekstur myln- unnar, þegar gamli maðurinn dó. Einkason- ur þeirra, — eigingjarn og óstýrilátur strák- ur, skildist mér, — sýndi snemma frábærar námsgáfur, og einn af sky.ldmennum hans kom því til leiðar, að liann var sendur í menntaskóla í Sórey. „Við átturn líka tvær dætur," sagði gamla konan, „en það var Jörgen, einlægt Jörgen! Allt, sem við gátum nurlað saman, varð að lenda hjá honum. Æ — 'hvað við urðum að þræla fyrir drengnum! En við höfðum ein- sett okkur, að hann skyldi haí’a það af, hvað sem Jiað kostaði. Það var verst af öllu, að í þurrkasumrunum þá þornaði áin upp að mestu, svo að við fengum ekkert í aðra hönd, skukl lá á eigninni og hækkaði stöð- ugt. Maðurinn minn fór að missa kjarkinn; en eg bar í bætifláka fyrir hann, — það er Jdó betra en ekki. ... þó að. . . . ojæja, — þér skiljið. Svo náði hann loksins stúdentsprófi og komst til Kaupmannahafnar; en þá fór hann nú fyrst að verða dýr. Hann varð auð- vitað að ganga vel til fara og eyða peningum í bækur og Jress háttar, ogsvolítið varð hann að fá að skemrota sér; það var leitt að þurfa að neita honum um Jrað, þegar hann var við nám og varð að pæla í gegnum allar Jressar bækur. Hann skrifaði og skrifaði heim eftir peningum sýknt og heilagt, og við urðum að taka lán, — þúsund hérna og hundrað þarna. „Þú mátt ekki taka þér Jjað nærri, Kristen," sagði eg, „við eigum ekki nema Jrenna eina dreng.“ Það eina, senr mér féll illa, var Jrað, að hann kom hér uiii bil aldrei heim til okkar, foreldranna. Jæja, það er nú raunar ekki svo undarlegt, þegar farið er að hugsa um það. Honum var boðið út á herra- garða og höfðingjasetur i sumarleyfunum. — Hvílíkar gáfur, sem sá drengur hafði! Og sá kunni nú að koma fyrir sig orði við tigna fólkið og bera sig til! Eg sagði líka oft við Kristen: „Þú verður að gá að því, að við er- um ónrenntað fólk og ti 1 okkar hefur liann enga afþreyingu að sækja.“ Það var líka dag- sanna. En það tók nú samt á Kristen, — hitt og þetta hjálpaðist að, — skuldirnar, erfiðar horfur, svo að seinast varð hann þungiynd- ur, æi já — og loksins fór hann svo í jörðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.