Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 27
N. Kv.
FLÓTTAMENNIRNIR
21
„Bölvaður skottulæknirinn þinn,“ sagði
Weiner. „Þegar við komum í land, þá skal
ég steinrota þig! “
,,Hvers vegna ertu nokkuð að bíða þang-
að til við komum í land?“ spurði ég rólega.
,,Haltu þér saman! Heyrir þú ekki?“
,,Svona nú,“ sagði ég þreytulega. „Skip-
aðu nú drengnum að drekka vatnssopann
sinn.“
,,Hann drekkur, þegar mér sýnist,“ sagði
Weiner.
„Þá held ég þú ættir ekki að láta þér sýn-
ast neitt,“ sagði Pennington lágt. „Kagginn
er horfinn; matarforðinn líka.“
Það hafði sópazt útbyrðis einhvern tíma
um nóttina. Ég man að ég sá hvort tveggja
áður en myrkrið skall á. Það hlýtur annað
hvort að hafa 'hrokkið eða skolazt útbyrðis.
Að minnsta kosti var það horfið. Enginn
okkar gat fengið vatn að drekka.
Við þetta 'lét DuFond alveg yfirbugast.
Hanri hélt um kverkarnar og færði sig hægt
aftur á þóftuna í skutnum. Hann var nú
núklu hræddari en nokkru sinni áður. Allir
höfðu horn í síðu hans. Hann gat fundið
það. Nú var enginn Verne til að vernda
hann. Hann varð að bjargast upp á sínar
eigin spýtur og það var ekki eftir hans skapi.
Hann var hræddur.
Telez sat við stjórn. Snarpur vindur fyllti
seglið og ýtti okkur áfram. Við höfðum ekki
hugmynd um hvar við vorum. Áttavitinn
var mölbrotinn. Við stýrðum eftir sólinni, í
vesturátt. Stórseglið var eina seglið, sem
eftir var.
Weiner var hálf vandræðalegur. Hann var
svangur og þyrstur eins og við liinir, og hon-
tim var ekkert um það gefið, að stjórna báts-
höfn, sem engar vistir hafði. Hann leit var-
hárnislega á okkur.
„Jæja þá, piltar," sagði hann. „Þetta lag-
ast allt saman. Þið skuluð ekki liafa neinar
ahyggjur vegna vatnsins. Við náum nú bráð-
Hga landi og þá getum við fengið vatn.“
„Þú trúir því ekki sjálfur," sagði Cam-
breau.
Ég leit á hann. Hann var búinn að snúa
sér við í sínu vanasæti í framstafninum og
horfði rólega á Weiner. Mér varð litið á Te-
lez; varir hans bærðust án þess nokkuð
lieyrðist hvað hann segði, og ég sá að hann
gerði krossmark á brjóst sér.
Weiner reyndi að forðast að líta á Cam-
breau.
„Þú skalt ekki vera að segja mér, hverju
ég trúi. Við fáum vatn. Þú heyrðir, hvað ég
sagði.“
„Þú trúir því ekki sjálfur," sagði Cam-
breau. „Þú segir það vegna þess, að þú ert
hræddur um að við fáum ekkert vatn.“
„Ég er ekkert hræddur um það!"
„Jú, það ertu,“ sagði Cam.
„Ég er það ekki, fjandinn hafi það, ég er
það ekki!“
Cambreau andvarpaði.
„Aumingja Weiner," sagði hann blíðlega.
„Alltaf að reyna að vera hávær til að þagga
niður í sínum eigin ótta. Gera sig breiðan til
að hræða alla í návist sinni. Gortandi og
o;ortandi af því að það er sárt að vera óhæfur
til alls.“
Weiner starði höggdofa á hann.
„Já,“ sagði Cambreau. „Það er sárt að
vera óhæfur til alls. Þér er það vel ljóst sjálf-
um. Svo þú bara gortar, og gerir félaga þína
hrædda við þig, og þá halda þeir að þú sért
heldur en ekki karl í krapinu; en þú veizt
það bara sjálfur, að þú ert það ekki.“
Weiner var orðinn náfölur.
„Láttu þetta ekki hrella þig,“ sagðí Cam-
breau að lokum. „Við fáurn vatn.“
„Er það? Fáum við vatn?“
Það hrökklaðist upp úr DuFond áður en
hann gætti að sér, og þegar hann heyrði
rödd sína, lirökk hann í kút og greip fyrir
munninn á sér. Hann var hræddur um að
hann fengi ofanígjöf.
„Hvernig getur þú vitað það?“ spurði
Weiner allt í einu.