Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Page 37
N. Kv.
þegar við erum komnir, þangað sem við
Ætlum hver fyrir sig.“
„Það er rétt. Þér hafið lijálpað anér vel
°g greiðlega. Þakka yður kærlega fyrir. Mér
þætti gaman að sjá hina líka. Vitið þér
noikkuð hvar þeir eru?“
».Nei,“ sagði ég. ,,En ef þér kornið hingað
í fyrramálið getið þér 'hitt þá.“
„Jæja,“ sagði hann.
Hann gekk þangað. sem báturinn var
bundinn og stóð og starði á hann.
»,Þessi bátur er rnesti gallagripur. Eg skil
ekkert í iþví að ykkur skyldi heppnast þetta.
Þér sögðuð, að þið hefðuð fengið storm á
leiðinni...... Fjandinn liafi það, ef ég
botna nokkuð í því, hvernig þið fóruð að
komast hingað. Ætlið þið að leggja aftur
af stað á þessu sama trogi?“
„Við höfum engan annan bát,“ sagði ég.
„Þið eigið þá á hættu að allt hitt sé unn-
íð fyrir gíg,“ sagði hann. ,,Ef báturinn
sykki nú á leiðinni, einmitt þegar þið eruð
rétt orðnir frjálsir menn aftur?“
,,Við getum ekki gert neitt annað,“ sagði
eg- „Við getum ekki fengið annan bát.“
„Eg skal segja yður dálítið,“ sagði hann.
„Það er heill hópur af Bandaríkjamönnum
Þérna í borginni. Þeir vinna hérna. Þeir
ei'u allra beztu náungar og þeir hafa verið að
lesa um flóttann og tala urn hvað mikið
hugrekki þyrfti til þess að leggja í þetta.
Eg ætla að vita, hvort þeir geta ekki gert
neitt.“
„Það er mjög vingjarnlegt af yður,“ sagði
eg- „Þakka yður fyrir.“
„Eg ætla líka að senda fréttastofunni
sÞeyti í kvöld. Það getur verið að þeir komi
með einhverja góða uppástungu."
„Þakka yður fyrir.“
„Jæja,“ sagði hann. „Ég ætla þá að láta
þetta gott heita í kvöld. Þakka yður fyrir
Upplýsingarnar, LaSalle. Við sjáumst í fyrra-
málið.“
„Já,“ sagði ég. „Við sjáumst hérna.“
31
III.
Það var orðið dimmt, stjörnurnar tindr-
uðu á himninum og uppi í borginni lýstu
rafmagnsljósin. Ég sat lengi á bryggjunni og
horfði tit á sjóinn. Ég beið og beið, en eng-
inn af hinum lét sjá sig og ég var farinn
að verða órólegur.
Eftir langa mæðu, kom maður gang-
andi eftir götunni, sem lá niður að höfn-
inni. Hann staðnæmdist, þegar hann kom
að bryggjunni og fór að ihorfa á bátinn. Svo
kinkaði hann kolli, eins og hann væri sann-
færður uin eitthvað, gekk svo fram á bryggj-
una og sá mig sitja á bryggjustaurnum.
Hann var í einkennisbúningi Trinidad-
lögreglunnar. Hann var viðkunnanlegur
útlits, með góðleg augu. Hann kinkaði
kolli til mín.
„Gott kvöld,“ sagði hann.
„Gott kvöld,“ svaraði ég.
„Þetta er flóttamannabáturinn, er ekki
svo? spurði hann.
„Ég veit ekkert um það,“ sagði ég gæti-
lega.
„Ég er að leita að LaSalle lækni,“ sagði
hann. „Philip LaSalle lækni.“
„Eg hef aldrei heyrt hans getið,“ sagði ég.
„Nú, nú,“ sagði hann. „Það er alveg ó-
þarli að fara með ósannindi. Þér hljótið að
hafa heyrt hans getið. Þér eruð einn saka-
maðurinn, er það ekki?“
„Hvers vegna dettur yður það í hug?“
spurði ég.
„Einn þeirra sagði mér, að þið liefðuð
gert ráð fyrir því að hittast allir hérna við
bátinn í kvöld. Hvers vegna ættuð þér ann-
ars að vera staddir hér?“
„Hver sagði yður þetta?“ spurði ég.
,,Maður senr heitir Louis Benet,“ sagði
hann.
,,Hvar er hann?“ spurði ég.
„Hann er á lögreglustöðinni," sagði hann.
„Ég þarf að ná í mann sem heitir LaSalle."
„Til hvers?“
„Ef þér eruð hræddir um að verða tekinn
FLÓTTAMENNIRNIR