Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 38
32 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. fastur og framseldur,“ svaraði hann, „þá get ég sagt yður það hreinskilnislega, að það er ekki það sem um er að ræða.“ „Hvað er það þá?“ spurði ég. „Lögreglustjórinn mun gera grein fyrir því,“ sagði hann. „Eruð þér LaSalle lækn- ir?“ „Ég hef aldrei heyrt hans getið,“ sagði ég. „Ég kannast heldur ekkert við Louis Ben- et.“ „Það er þýðingarlaust fyrir yður að skrökva," sagði hann hýrlega. „Mér finnst þér vera mjög grunsamlegur, svo að ég ætla að taka yður fastan hvort sem er.“ „Það getið þér ekki.“ „Jú, ég held það nú,“ sagði hann. „Þér getið alveg eins kannazt við Jrað undir eins.“ Ég stóð á fætur og andvarpaði: „Jæja þá, ég er LaSalle.“ „Það er ágætt,“ sagði lrann og lét sér hvergi bregða. „Gjörið þér svo vel og gangið á undan mér til lögreglustöðvarinnar. Þér skuluð ganga eftir hafnarbakkanum, sem svarar þremur húsaröðum, og snúa svo til hægri.“ Við gengum eftir hafnarbakkanum og ég var mjög þakklátur fyrir að ver.a tekinn fast- ur á svo kurteislegan hátt. Lögregluþjónn- inn fór mjög hæversklega að {^essu og gerði mér það ekki erfiðara með því að ganga við lilið mér eða halda í öxlina á mér. Þegar við vorum komnir að lögreglustöðinni, fórurn við inn, og hann fór strax með mig inn í skrifstofu þar sem aldraður, gráhærður mað- ur sat. Hann leit spyrjandi á lögregluþjón- inn og hann kinkaði kolli. „Eruð þér LaSalle læknir?“ spurði aldr- aði maðurinn. „Já,“ sagði ég. „Ég er lögreglustjórinn hérna,“ sagði hann. „Ég heiti Kennicott. Mér er ánægja að því að kynnast yður.“ „Þakka yður fyrir.“ Hann rétti mér höndina. „Mér þykir mikið fyrir þessu, en það er ekkert hægt að gera við því. Það er líklega bezt fyrir okkur alla sem í hlut eigum.“ „Ég skil ekki við hvað þér eigið.“ „Sjáið þér til,“ sagði hann. „Louis Benet var tekinn fastur í kvöld. Hann lnæddi unga stúlku á götunni." Ég glápti á hann. „Gerði hann það?“ „Hann elti hana spölkorn, eftir því sem hún segir, og hagaði sér mjög gi unsamlega. Hún var hrædd um að hann — ó, jæja, Jrað getur vel verið að Jretta liafi verið ástæðu- laust. En endirinn varð, að hún náði í lög- regluþjón, sem kom beina leið hingað með Benet.“ „Ég skil,“ sagði ég. „Smávegis yfirheyrsla," sagði hann, „leiddi í Ijós að hann var einn af flótta- mönnunum sem sluppu fyrir skömmu frá Guiana.... Ég samfagna yður aftur. Ég dáist að hugrekki yðar. . . . Benet sagði mér, að ég skyldi reyna að ná í yður og liann sagði mér, hvar yður væri líklega að hitta.“ „Hvers vegna mig?“ „Sjáið þér til, læknir," sagði Kennicott. „Ég get ekki látið {Dennan mann ganga laus- an. Hann hefur hegðað sér of grunsamlega. Samt sem áður tók ég þá ákvörðun, þegar ég var búinn að fá að vita hver liann var og eftir að ég var búinn að leita ráða hjá land- stjóranum, að láta yður vita um úrskurð hans í málinu." „Og hvað er }rað?“ spurði ég. „Mér J:>ykir leitt að Jmrfa að láta yður vita að landstjórinn sagði, að Jrið yrðuð að fara héðan frá eyjunni innan tuttugu og f jögurra klukkustunda. Þér skiljið auðvitað hvers vegna. Ef þið eruð ennþá í Port of Spain Jregar Jressar tuttugu og fjórar klukkustund- ir eru liðnar, þá er ]>að skylda mín að taka ykkur alla fasta og liafa ykkur í haldi, þang- að til Jrið verðið framseldir." „Ég skil það,“ sagði ég. „Mér þykir Jretta mjög leiðinlegt," sagði hann afsakandi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.