Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 40
34 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. úðlegt að reka ykkur svona burtu. Verðið þið að fara á bátnum? Getið þið ekki komizt héðan einhvern veginn öðruvísi. . . .? Hvers vegna takið þið ykkur ekki far með skipi? Hafið þið enga peninga?“ „Fargjaldið yrði því ekki til fyrirstöðu," sagði ég. „Ég held að við flestir höfum nóga peninga. Það eru vegabréfin, sem sjá um það. Og sú staðreynd að við erum flótta- menn. Innflytjendaskrifstofurnar taka mjög kuldalega á móti sakamönnum, sem Jiafa sloppið úr haldi. Samningar um framsal flóttamanna skipar svo fyrir, að þeir eigi að taka okkur fasta aftur og setja okkur í fang- elsi. Þeir eru í raun og veru rnjög góðir við okkur hérna, þó að þeir sendi okkur burtu. Þeir hefðu alveg eins getað lokað okkur inni í fangaklefa og beðið eftir að frönsku yfir- völdunum þóknaðist að sækja okkur.“ „Þetta er afleitt," sagði hann. „En verið þér nú ekki að taka þetta nærri yður ennþá. Ég ætla að fara og hitta landa mína í kvöld. Þeim dettur alltaf eitthvað í hug. Ég ætla að vita, hvað Jreir geta gert. Hvert ætlið þið að fara?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. „Ég skal segja yður, hvers vegna ég spyr að því,“ sagði hann, „ég sendi fréttastofunni minni skeyti í kvöld og bað um að fá að fylgja ykkur eftir, hvert sem þið færuð.“ „Því sláizt Jiér ekki í förina með okkur?“ spurði ég þurrlega. „Ég held að ég afþakki boðað,“ sagði liann og gretti sig. „Ef yður er það ekki á móti skapi, þá ætla ég að fljúga til ákvörðunar- staðar ykkar og bíða þar eftir ykkur. Mér er ekkert um opna báta gefið og ég get orðið sjóveikur bara ef ég sé vatn. . . . Eftir á að hyggja, þessi Cambreau, sem þér minntuzt á. . . . “ „Hvað er með hann?“ „Mér leikur forvitni á að fá að vita nánar um hann. Það er eitthvað Hogið við Jjetta. Hann ætti að vera á listanum. Ég sendi frönsku yfirvöldunum í Guiana skeyti og bað um upplýsingar um hann.“ Ég leit hvasst á hann. „Þér þurfið ekkert að óttast,“ fullvissaði hann mig. „Þeir ná ykkur ekki. Ég spurði bara, hvort nokkur maður, sem liéti Cam- breau hefði flúið frá sakamannanýlendunni. Og ég setti nafn mitt og núverandi heimilis- fang og hafði það aðeins Trinidad. Það get- ur ekki gefið þeim neinar bendingar um að þið séuð staddir hérna, og ég get hvort sem er ekki verið búinn að fá svar, fyrr en Jrið eruð farnir.... Heyrið þér, LaSalle, mér þykir það mjög leitt, en ég verð að þjóta af stað. Einn af fréttamönnunum hérna var rétt áðan að segja mér, að Ji>að gangi einhver ósköp á yfir í svertingjahverfi borgarinnar. Einhver maður, sem gerir kraftaverk. Það er sagt að liann hafi læknað haltan dreng. Látið hann henda hækjunum. Orðrómurinn breiddist óðfluga út og nú flykkist fólk sam- an. Allir eru að reyna að komast til manns- ins til þess að láta hann lækna sig, eða eitt eða annað. Þér vitið hvað svertingjar eru heittrúaðir. Þeir segja, að þetta sé Jesús Kristur, sem sé kominn aftur.“ Hann liló. „Það er kennt í skólum fyrir blaðamenn, að merkilegasta frétt, sem liægt væri að birta, væri endurkoma Krists.... Og svo er ég hér á staðnum!" „Er þetta rétt?“ spurði ég. „Að hann hafi læknað drenginn?" „Það er áreiðanlegt. Að minnsta kosti er það altalað. Ég var rétt áðan að heyra um }>etta inni í gistihúsinu. Dyravörðurinn var að segja frá því. Hann sagðist hafa séð það með sínum eigin augum.“ „Væri yður sama, þó að ég færi með yð- ur?“ spurði ég. „Það er allt í lagi frá minni hálfu." Mere- ditli hló aftur. „En þér skulið ekki vera að ómaka yður upp á það að þetta sé Kristur. Ég efast um að hann mundi velja svertingja- hverfið í Port of Spain til J>ess að sýna sig í.“ „Það er ástæðulaust að halda, að hann gæti ekki eins komið ]>ar,“ sagði ég, „en }>að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.