Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Page 46
40
„Ég heiti Meredith."
„Þetta er Carl Weiner,“ sagði ég. „Hann
er einn af bátshöfninni. Meredith er amer-
ískur fréttamaður."
„Mér kemur það ekkert við,“ sagði Wein-
er. „Hvað voruð þér að segja? Eruð þér með
rétlu ráði?“
„Ég held það nú,“ fullvissaði Meredith
hann. „Það er hárrétt. Þeir keyptu handa
ykkur skonnortö. Hún er ek'kert framúr-
skarandi glæsileg. Við keyptum liana af sjó-
manni hérna. En hún er sjófær og það er í
lienni hjálparvél og átta þilrekkjur og svo
er í henni eldhús.“
„Hamingjan hjálpi mér!“ Weiner dró
andann þungt.
„Hún er gott skip,“ sagði Meredith.
„Ykkur væri óhætt að sigla á henni kringum
jörðina.“
„En
„Hún er traust. Hún heitir Albatross.
Heyrið þið, hún er meira að segja skráð hjá
Lloyd! Hún er þó alltaf skip! Hvernig lízt
ykkur á þetta?“
„Okkur?“ spurði ég. „Hvernig í ósköp-
unurn fóruð þið að þessu?“
„Ó, það —“
„Hún hlýtur að hafa kostað offjár!"
„Nei, síður en svo. Við fengum hana fyrir
gjafverð. Maðurinn ætlaði hvort sem er að
•fá sér stærra skip, og hann var alveg eins
ákafur að losna við hana ,og við að kaupa
hana. Við töldum upp svo marga galla. á
henni, að seinast var liann farinn að trúa
því sjálfur.“
„En 38-feta skonnortu!“ hrópaði ég.
„Þið getið kornist á henni hvert sem þið
viljið,“ sagði hann.
„Drottinn minn dýri! “ hrópaði Weiner.
„Heyrðir þú það, Jesús? Heyrðir þú hvað
þessi maður sagði?“
„Já,“ svaraði Telez. Hann stóð niðri í
bátnum og svörtu augun hans ljómuðu af
ánægju.
„Hvar er hún?“ spurði Weiner. „Hvar í
N. Kv.
fjandanum er þetta skemmtiferðaskip? Lof-
ið þér mér að sjá hana, herra minn!“
„Hún liggur hérna við hafnarbakkann,
svo sem hálfa rnílu vegar héðan,“ sagði
Meredith.
„Við verðurn að birgja okkur að matvæl-
um,“ sagði ég. „Hvert fóru þeir hinir? Við
verðum að koma matvælum og vatni um
borð. Og við þyrftum að fara að komast af
stað. Því fyr, því betra. Við getum ekki átt
]rað á hættu, að landstjórinn s'kipti um
skoðun.“
„Drottinn minn dýri,“ sagði Weiner. „Ég
á bágt með að trúa þessu!“ Meredith brosti
og hristi höfuðið.
„Það er nú samt satt. Og þið þurfið ekki
að hugsa neitt um matvæli. Þau eru komin
um borð. Við erum búnir að sjá um það
allt sarnan. Við fengum matvælin miklu
ódýrari, en þið hefðuð getað fengið þau.
Og vatnsgeymirinn er stútfullur. Þið hafið
mánaðar birgðir, LaSalle. Þið þurfið ekki
að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum
hlut.“
„Heyrið þér,“ sagði Weiner tortryggnis-
lega, „hvað hafið þér upp úr þessu?“
„Ég?“ sagði Meredith undrandi. „Ekki
neitt.“
„Hvers vegna eruð þér þá að þessu?“
spurði Weiner.
„Til þess að hjálpa ykkur, það er allt og
sunrt. Til þess að gefa ykkur tækifæri til að
komast ferða ykkar heilir á húfi. Það yrðu
víst ekki miklir möguleikar til þess á bátn-
um þeirn arna.“
„Eigið þér við það, að þér séuð að þessu
aðeins til þess að hjálpa okkur?“ spurði
Weiner, a'lveg steinhissa. „Og þér fáið ekk-
ert fyrir það?“
„Nei, auðvitað ekki,“ svaraði Meredith.
„Þér munduð gera það sarna fyrir mig.“
Weiner hristi höfuðið og efasemdin skein
út úr honum.
„Auðvitað munduð þér gera það, ef þér
ættuð þess kost.“
FLOTTAMENNIRNIR