Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 47
K Kv, FLÓTTAMENNIRNIR 41 »Eg er nú ekki alveg viss um það.“ Við skildum Telez eftir hjá bátnum til þess að segja hinum frá þessu, þegar þeir kæmu. Svo gengum við eftir hafnarbakkan- llm þangað til við fundum skonnortuna. Hún lá við ákkeri við hafnargarðinn innan 11 ui margar aðrar skonnortur og nokkrar þómandi fallegar skemmtisnekkjur. Skonn- ortan var hreinasta djásn. Reyndar var málningin farin að flagna utan af skrokkn- uhi, en hún var sterklega byggð og það var víst um það, að hún mundi þola hvaða storm sem væri. Hún sýndist ekki vera mjög stor. Við fórum um borð og skoðuðum hana °g við nrðum svo hrifnir, að vildum helzt koniast af stað undir eins. Pennington kom fjórðungi stundar seinna, og þegar hann var kominn um borð, v'arð hann ekki síður ákafur en við vorum. Um hádegisbilið komu þeir hinir, Telez, Lamb reau og DuFond. Við ákváðum að fresta ekki len gur burtförinni. Ég fór upp a lögreglustöðina og sótti Benet. Hann var með ólnnd alla leiðina og sagði ekki stakt °rð. Ég yrti heldur ekki á hann. Við héldum úr höfn fljótlega upp úr há- óeginu. Meredith var eini maðurinn sem ^om til þess að kveðja okkur. „Santiago de Cuba,“ sagði ég við liann um leið og ég kvaddi hann. ..Hittum við yður þar?“ spurði ég. »,Þið getið reitt ykkur á það,“ svaraði Eann. ,,Góða ferð.“ „Þakka yður kærlega fyrir,“ sagði ég. ,,Þakka yður innilega,“ bætti Weiner við. Alla leiðina út Pariaflóa var Weiner að htrða sig á Meredith. „Ég skil þetta ekki, endurtók hann hvað eftir annað. „Hann fékk ekkert fyrir þetta. Hann gerði það bara til þess að hjálpa okk- ur. £g hef aldrei á ævi minni heyrt getið Um mann sem hefur gert neitt þvílíkt. Það ev ekki eðlilegt. Hann græddi ekkert á því, °g samt útvegaði ltann okkur skonnortuna.“ Það var athyglisvert hvernig Weiner gjör- breyttist við þetta atvik. Cambreau sat við stýrishjólið. Mér varð hugsað til fyrsta dagsins á ströndinni, þegar við vöknuðum um morguninn og hann sagði okkur að báturinn væri kominn á flot. Báturinn sýndist ósköp lítill. „Hafðu eng- W álryggjur af pvi. . . . Við fáum annan stœrri, pegar við komum til Port of Spain.“ Jæja, við vorum búnir að komast til Port of Spain og meira að segja búnir að fá skonnortu. Ég heyrði aldrei hrjóta blótsyrði af vör- um Weiner eftir þetta. VII. Þegar sólin var að ganga til viðar daginn eftir, vorum við út undan austurströndinni á Blanquilla, sem er ein af eyjunum í minni Antilleseyjaklasanum. Það sýndi bezt, hváð áttavitinn okkar var nákvæmur. Við liöfð- um haft stinningskalda fi'á Jjví við komum út úr Pariaflóanum. Skonnortan lagðist nokknð á hliðina, en santt ekki nálægt því eins mikið og báturinn hafði gert. Við bár- umst hratt yfir sjóinn fyrir þöndum seglum Og það marraði í hverri rá. Þessi rólega sjó- ferð hafði sefandi áhrif á okkur. Það var alltaf sólskin, en nú gátum við farið niður í káetu og lagt okkur, eða setið í skugganum af seglinu. Það var hægt að komast hjá Jiví að sólin brenndi mann og nú var ekki nauð- synlegt að fara neitt sparlega með mat eða drykk. Við borðuðum vel og nutum Jicss. Það var mjög lítill ágreiningur milli okkar. Pennington eldaði matinn og DuFond hjálpaði honum. Pennington geðjaðist vel að eldamennskunni. Hann var alltaf að finna upp nýja rétti og fórst jiað allt vel úr hendi. VIII. Það var á fimmta degi, er ég sat við stjórn, að Weiner kom og settist við hliðina á mér.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.