Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Page 49
N. Kv.
FLÓTTAMENNIRNIR
43
Ég kenndi í brjóst um Flaubert. Þetta var
aÉt of þungbært fyrir hann. Harmatölur
hans og grátkviðurnar heyrðust greinilega
gegnum hvininn í óveðrinu og marrið í
skipsviðunum.
: Cambreau steinsvaf hvað sem á gekk.
Óveðrið stóð í sex klukkustundir. Það var
komið kvöld, þegar storminn fór að lægja.
Þegar skipið var ihætt að höggva og það
fór að verða hættulaust að ganga um, sagði
eg við Pennington: „Hitaðu kaffi og vertu
nú einu sinni fljótur. Weiner er búinn að
Vera þarna uppi allan þennan tíma. Hon-
uni veitir víst ekki af því.“
! ,,Það skal ég gera,“ sagði Pennington og
flýtti sér inn í eldhúsið.
Ég setti vélina í hálfan gang, opnaði svo
lúkugatið og fór upp á þilfarið.
'Hellirigningin og náttmyrkrið gerðu allt
svo svart, að ég sá ekki nokkurn skapaðan
hlut, ekki einu sinni hvítfreyðandi öldu-
kambana. Ég þreifaði mig áfram í myrkr-
«u, þangað til að ég var kominn að stýrinu.
Ég þreifaði á stýrishjólinu, en gat ekki fuhd-
hendurnar á Weiner. Svo þreifaði ég á
kaðlinum. Hann hafði bundið stýrishjólið
fest, svo að við héldum stefnunni. Ég varð
hræddur og for að fálma af handahófi í
kringum stýrishjólið. Sjórinn skall yfir
skipið.
Fyrst fann ég hægri höndina á honum.
Hún var ísköld. Hann lá kaldur og stirður
a bakinu, fyrir aftan stýrishjólið. Ég fór
aÚ þreifa fyrir imér eftir kaðlinum sem hann
hafði bundið sig fastan með, og fann hann,
en ég gat ekki .leyst hann, því að sjórinn
hafði bleytt hnútana og þegar stríkkaði á
þeim urðu þeir ennþá harðari.
Eg skildi hann eftir, hljóp í snatri niður í
Éáetu og fékk hníf hjá Pennington.
1 Hann varð skelkaður þegar hann sá fram-
ún á mie.
,,Hvað hefir komið fyrir?“ spurði hann.
„Weiner,“ stundi ég upp. ,,Ég held að
Éann sé dáinn.“
Ég fór aftur upp og skar hann lausan. Ég
átti í miklu stríði með. hann svona mátt-
lausan, en með því að styðja mig við stýrið,
tókst mér loksins að koma honum upp á
öxlina á mér. Ég skjögraði með Weiner að
lúkugatinu og renndi mér svo með hann
niður stigann. Enginn hjálpaði mér. Penn-
ington bauðst til þess, en hann gat ekki far-
ið frá eldinum rneðan skipið ekki var stöð-
ugra. Ég fór með Weiner frarn í. Telez,
DuFond, Benet og Flaubert gláptu bara á
mig. Þeim datt ekki í hug að fara fram úr
til þess að hjálpa mér. Þeir gláptu bara.
Cambreau var ennþá sofandi. Ég lagði
Weiner upp í þilrekkjuna hans og klæddi
hann úr rennblautum fötunum. Hann var
isíkaldur. Augun voru hálfopin og starandi.
Hann var eins og liðið lík. Ég þreifaði á
slagæðinni en gat aldrei fundið að hún
slægi. En hann andaði ennþá, það sýndi
spegillinn sem ég bar upp að vitum hans.
Eg vissi ekki hvort það hefði farið sjór ofan
í lungun á honum, eða hvort liann var að
deyja af of mikilli áreynslu. Hann lá alveg
hreyfingarlaus. Pennington kom með kaff-
ið. Ég hellti svolitlu í könnu og ætlaði að
reyna að hella því ofan í Weiner, en hætti
svo við það af því að hann var alveg meðvit-
undarlaus. Hann hefði getað kafnað af því.
Ég breiddi ofan á hann allar þær ábreiður
sem ég gat fundið, til jress að honum hitn-
aði. Svo settist ég við hliðina á honurn og
beið eftir því að einhver breyting yrði, en
liann hreyfði sig ekki. Pennington kom og
settist hjá mér.
„Ég er hræddur við þetta, læknir,“ sagði
lrann. „Það lítur út fyrir að hann sé dá-
inn.“
„Hann er ekki dáinn,“ sagði ég. „Hann
andar.“
En það hafði reyndar litla þýðingu, hvort
hann andaði eða ekki. Hann var eins og lið-
ið lík.
6*