Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 50
44
FLÓTTAMENNIRNIR
N. Kv.
IX.
Við létum stýrishjólið vera eins og það
var og ég fór og stöðvaði vélina. Okkur rak
fyrir vindinum. Það var farið að kyrra á
sjóinn og skonnortan ruggaði hægt og.ró-
lega. Það Iiélt áfram að rigna.
Eftir nokkra stund, skildi ég Pennington
eftir hjá Weiner og sagði Telez að koma
með mér. Við fórum upp á þilfar í rign-
ingunni og drógum upp framseglið. Eg sá
að fókkan var fokin veg allrar veraldar.
Vindinn hafði lægt, en hann var samt nægi-
lega sterkur til þess að koma hreyfingu á
skonnortuna, þegar við drógum upp frarn-
seglið. Ég vildi ekki láta okkur reka, því að
ég var hræddur um að við myndum þá al-
veg missa stefnuna. Þegar við vorum búnir
að eiga við seglið og taka stefnuna eftir átta-
vitanum, fór ég aftur niður undir þiljur og
skildi Telez eftir við stýrið. Ég lokaði lúku-
gatinu á eftir mér, svo að það rigndi ekki
inn á okkur. Það var húðarrigning og ég
var gegndrepa. Það var heitt niðri í káet-
unni, allt of heitt. Ég opnaði kýrauga og-fór
svo þangað sem Weiner lá.
Flaubert hraut. Hann hafði grátið sig í
svefn. DuFond var einnig sofandi.
Það var enga breytingu að sjá á Weiner,
nema nú lá hann með augun aftur. Mér
þótti vænt um það. Mér lell illa að horfa
á svona starandi augu. Ég þreifaði á slag-
æðinni, en ég gat ennþá ek'ki fundið hana,
en þegar ég reyndi með speglinum, sá ég
að Iiann andaði ennþá. Hann var ískaldur
og varirnar l)lóðlausar.
Pennington geispaði og var að revna að
halda sér vakandi. en ég sá að hann var
dauðþreyttur, svo að ég sagði við hann:
„Ég skal sitja hjá honum. Farðu og- leggðu
þig-“
„Mér leiðist að skilja þig einan eftir,“
sagði Pennington.
„Það gerir ekkert til,“ svaraði ég. „Ég
skal vekja þig, ef hann raknar við. Þú dett-
ur út af, ef þti heldur áfram að sitja hérna.“
Hann brosti.
„Það má svo sem búast við því,“ sagði
hann. „Jæja, ég ætla þá að leggja mig. Vektu
mig, ef þú vilt hvíla þig.“
„Ég skal gera það,“ sagði ég.
Hann stóð á fætur og ætlaði að fara, en
sneri svo við aftur.
„Langar þig ekki í kaffisopa? Það mundi
hressa þig.“
Ég kinkaði kolli.
„Þakka þér fyrir.“
Hann fór inn í eldhúsið og kom fljótlega
aftur með kaffið. Mér leið nriklu betur eftir
að ég var búinn að drekka það.
Eftir að Pennington var lagstur fyrir, var
allt mjög hljótt. Það heyrðust reyndar ýms
hljóð, öldugjálfrið, marrið í möstrunum,
ýlið í ljóskerinu þegar það sveiflaðist fram
og aftur. Hroturnar í Flaubert, hvískrið í
regndropunum á sjónum, blístrið í vind-
inurn þegar hann þaut fram hjá opnu kýr-
auganu. Ég var orðinn öllum þessum hljóð-
um svo vanur, að ég tók varla eftir þeim.
Kaffið hafði eftir allt saman ekki tilætl-
uð álnif á mig. Augnalokin á mér fóru að
síga. Ég barðist við svefninn, en það var
vonlaust. Ég man eftir því að ég leit á
Weiner. Sveiflandi ljóskerið varp gulleit-
um bjarrna frarnan í hann. Hann var ná-
bleikur, eins og liðið lík.
Svo seig á mig mók.
Það virðist svo sem ég hafi verið búinn
að sofa góða stund þarna, sitjandi við hlið-
ina á Weiner, þegar mig dreymdi, að ég
var kominn upp á þilfar, stóð þar við stjórn
og rýndi út í náttmyrkrið. Sjór var úfinn og
skonnortan lét illa að stjórn. Ég var alltaf
að glima við stýrishjólið og var orðinn
þreyttur. Ég var aleinn; félagar mínir voru
hvergi sýnilegir. Smám saman breyttist rign-
ingin ií niðaþoku. Mér fannst ég aldrei
hafa verið svona einmana. Þá heyrði ég allt
í einu gjálla í þokulúðri einhvers staðar
úti í þokunni og mér rann kalt vatn milli
skinns og hörunds. í einhverju ofboði fór