Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 54
48
BÓKMENNTIR
Þótt kvæðin í Snót sén að vísu misjöfn að
gæðum, þá eru þarna imörg ágætustu kvæði,
er ort hafa verið á íslenzku, og hún er og’
verður alltaf merkilegt sýnisliorn íslenzkrar
Ijóðagerðar. Á sínum tíma hefir hún vafa-
laust unnið merkilegt hlutverk, með því að
gera þessi Ijóð almenningseign. Og vonandi
kunna menn enn að meta hana að verðleik-
um. ,
Bókin er prýdd f jölda mynda og hin fríð-
asta í öllum frágangi.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili:
íslenzkir þjóðhættir. 2. útg. Jón-
as og Halldór Rafnar gáfu út. —
Reykjavík 1945.
Fáum bókum um Jrjóðleg efni hefir verið
jafnvel tekið og Þjóðháttum séra Jónasar,
er Jreir komu út hið fyrra sinn, árið 1934.
Þótt Jreir væru ]rá dýr bók og víða lítið um
peninga, seldust þeir upp á örskömmum
tíma. Þeir urðu þá þegar sígild bók í hug-
um almennings, enda mun svo verða meðan
nokkur maður sinnir íslenzkri menningar-
sögu. Enn sem komið er, eru þeir eina heild-
arritið, sem til er um íslenzka Jrjóðhætti, og
Jreir gefa furðutraust og fjölþætt yfirlit um
það efni. Við lestur bókarinnar opnast les-
andanum sýn inn í liðnar aldir, hversu fólk-
ið lifði og starfaði, bjó og klæddist, hann
kynnist Jdví í sorg og gleði, í einveru og á
mannamótum. Vinsældir bókarinnar hafa
Jdví eigi orðið meiri en efni standa til.
Hin nýja útgáfa Þjóðháttanna, sem son-
arsynir höfundarins hafa kostað, en ísafold-
arprentsmiðja annast, er í engu breytt frá
hinni fyrri, nerna niður er felldur formáli
Einars Ól. Sveinssonar, en Jónas Jónsson al-
Jiingismaður skrifar í hans stað góða og hlý-
lega grein um höfundinn.
Ekki mun þurfa að efa, að þessi nýja út-
N. Kv.
gáfa verði almenningi kærkomin líkt og
hin eldri.
i . k.' C.;
Þrjár bækur um þjóðleg fræði.
Rétt urn áramótin síðustu sendi ísafold-
arprentsmiðja frá sér þrjár bækur um þjóð-
leg fræði: Rauðskinnu sr. Jóns Thoraren-
sen VI. h. Sagnaþœtti og þjóðsögur Guðna
Jónssonar VI. h. og Frá yzlu nesjum Gils
Guðmundssonar, 3. h. Eru Jretta allt loka-
hefti binda. Fylgir þeim öllum nafnaskrá.
En skemmtilegra hefði óg talið, að Jjeim
hefði einnig fylgt titilblað fyrir bindin og
heildarefnisyfirlit. Væri slíkt bæði fallegra
og handhægara. Um efni Jressara hefta allra
er lítið að segja, Jrar kennir ýmissa grasa,
margra góðra, en annarra, sem meira létt-
meti mega teljast. Fátt er eiginlegra Jrjóð-
sagna, heldur er meginefnið þættir að
mestu sannsögulegir. í Rauðskinnu er ein
•lengsta sagan um Villu eftirleitarmanna á
Eyvindarstaðaheiði eftir Pálma Hannesson.
Glögg mynd þeirra baráttu, sent íslendingar
hafa stöðugt háð við náttúru landsins. Vel
rituð og skemmtileg er og frásögn sr. Jóns
um Maríufiskinn. Guðni birtir sagriir af
Ófeigi á Fjalli, ásamt mörgu fleiru, en
lengstu sögurnar í safni Gils eru fyrri hluti
af sögu Vatnsfjarðarstaðar eftir útg. og saga
Skúlamálanna á ísafirði eftir Kristján Jóns-
son frá Garðsstöðum. Hygg ég mörgum þykí
góður fengur í þeirri frásögn, Jrví að alhnjög
eru mál þau tekin að fyrriast í hugum
manna. En mein mikið er, að höf. skuli
ekki lvafa getað náð til réttarskjalanna
sjálfra í málum þeim, því að Jrau hljóta þó
að vera traustasta heimildin um allan rekst-
ur málanna.
Ýmsar fleiri bækur eru nýkomnar frá ísa-
foldarprentsmiðju, sem síðar verður getið.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.