Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 12
82 BJÖRN JÓNSSON MATHEWS norður á Akureyri og lærði þar trésmíði á 3 árum. Hann kvæntist ungur Stefaníu frænd- konu sinni frá Stakkahlíð, þau voru systra- börn eins og áður er sagt. Þau byrjuðu bú- skap í Víðidal og bjuggu þar nokkur ár. Þaðan fluttu þau á föðurleifð Jóns, en bjuggu þar aðeins 2 ár. Þaðan fluttu þau að Brú á Jökuldal og bjuggu þar 5 ár; þaðan að Fossvöllum og bjuggu þar eitt ár. Eg kynntist Jóni Metúsalemssyni og 1 jöl- skyldu hans fyrst, árið, sem hann var á Foss- völlum. Börn hans voru þá ung; þau voru þessi: Aðalbjörg, Björn, Sigurður, Jón, Stefán og Metúsalem. Yngsta dóttir þeirra, er Ragnhildur hét, fæddist hér í landi. Það var álitlegur hópur og mannvænlegur, en þau eru nú öll dáin, nema Stefán og Aðal- björg, og öll barnlaus nema Björn. Á þessum árum fluttu margir vestur um haf af Austurlandi. Flestir voru J^að ungir menn og framgjarnir, sem voru vonsviknir um verulegar framfarir í gamla landinu. Einn þeirra var Jón Metúsalemsson. Hann var búinn að reyna búskap á nokkrum hin- um álitlegustu jörðum á Austurlandi, en tíðarfarið var svo örðugt þessa áratugi, að góðir landkostir urðu að litlum notum. Var Jón þó t'álinn með starfsömustu og efnileg- ustu bændtun á þeim árum. Að lýsa honum nákvæmlega væri aðeins endurtekning á lýsingu á föðurbræðrum hans hér að fram- an. Að sönnu var Jón ekki slíkur afburða- maður að kröftum sem þeir sterkustu af frændum„hans,æn meiri varhann en meðal- maður í því sem flestu öðru, er ættgengt var í Jieim Möðrudalsfrændum. Það var árið 1887, að Jón bjóst til vestur- farar, ásamt allstórum hóp af Austfirðing- um, er liöfðu safnast saman á Seyðisfirði og víðar og höfðu fengið loforð fyrir flutningi á ákveðnum tíma um vorið. En þegar til átti að taka brást það loforð, og leit ekki út fyrir að flutningur fengist til Skotlands fyrr en undir haust. En þá hljóp hinn alkunni dugnaðarmaður og valmenni, Otto Wathne, N. Kv. undir baggann, og flutti allan liópinn til Skotlands. — Því er }i>essa hér getið, að Wathne liafði svo sterk áhrif á Björn — sem þá var 16 ára unglingur — að Björn tók hann sér til fyrirmyndar alla æfi, og lét elzta son sinn heita nafni hans. — Eg Jrekkti Otto Wathne vel, bæði af viðskiptum okkar á Seyðisfirði um mörg ár og samvinnu við Lagarfljótsósinn, — og mér datt hann oft í hug, Jmgar eg kynntist dugnaði og hjálp- semi Björns. Það var ekki mikið vinnulið, sem Jón Metúsalemsson flutti með sér vestur. Þó munu 3 af sonum hans ltafa verið komnir vel til léttis. — Jé>n Mathews dvaldi 5 fyrstu árin í Álftavatnsbyggð, nærri Lundar, og á þeim árum munu þeir feðgar hafa veríð bttnir að sjá sig víða um á austurströnd Manitobavatns, og völdu sér að endingu bú- stað, ])ar sem síðar er nefnt Siglunes. En aldrei gat eg komist eftir, hver nafnið gaf. Þó grunar mig ,að Jrað hafi verið Jón gamli. Þeir feðgar höfðu komið upp allgétðu gripabúi á Jjessum árum. Framförin hefur verið stórstíg, landkostir voru ágætir til griparæktar, landrými nóg og veiði í vatn- inu allt árið. Þó var veiðileyfi takmarkað eftir fá ár; en byggðin J)rengdist ekki fyrr en 1907. Það var margt, sem J)essa byggð skorti, og þar hygg eg að enginn hafi fundið eins vel og Björn. Þessi byggð var })á svo langt út úr livítra manna byggðum. Indíánar voru næstu nágrannar okkar. Þeir áttu land 12 mílur á lengd, suður með vatninu, og mátti })ar enginn annarr byggja eða hafa neinar landsnytjar. Hér var því fátt að læra af livít- inn mönnum, því að })eir fáu, sem hingað höfðu slæðst, höfðu aðeins dvalið hér nokk- ur ár og lifað hjarðmannalífi, alið upp gripi, mest á útigangi, og rekið svo hópinn til markaðar. Dálítil byggð var á vesturströnd vatnsins, sem er hér mjótt, en flestir voru þar Indíánar eða kynblendingar. Þó var þar barnaskóli að nafninu til, og gjörði Jón til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.