Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 15
N. Kv. BJÖRN JÓNSSON MATHEWS 85 af Mat Hall lians hluta. Nú var nóg að starf'a að flytja mylluna með öllu saman og mikið af unnum \ ið vestur á Siglunes, því að þangað liafði Björn ákveðið að flytja. Hafði liann því fengið heimilisrétt á næsta landi við land föður síns og setti þar niður mylluna. Þessi flutningur var allur fluttur á sleðum um veturinn vestur á Siglunes og búizt um eins og hægt var, en lítið var sagað það sumar. Næsta vetur fóru nokkrir menn með þeim félögum norður til Krane River til að höggva þar skóg. Þar er skógur álitinn bæði stórvaxnari og viðbetri en hér syðra og átti að draga viðinn á flekum suður vatnið með vorinu. Þá varð sú breyting á þessu, að Asmundur gekk úr félaginu. Mun liann ekki hafa getað borgað Mat Hall á ákveðn- um tíma, en ekki fengið lengri frest. Þá var það Gyðingafélag frá Oak Point, sem keypti. Sá hér Robert Smith, sem var formaður með Birni. Nú voru nógir peningar og mikið að starfa. Myllan var gjörð upp að nýju. Stjórn- in lét grafa nýja höfn upp að myllunni, svo að taka mætti trén í vatninu með vélakrafti að söginni. Búð var byggð og sett upp tals- \erð verzlun. Báturinn flutti vörur og t.imbur á víxl, og mikið var gjört um sum- arið ,en þá var Smith ófáanlegur til að halda áfram lengur. Var þá ekki um annað að gjöra en að skipta eigninni. Fékk Björn sög- unarmylluna með öllum áhöldum, búðina og fleiri kofa, en Smith bátinn og mestan hluta af timbrinu. Óvíst er hvernig útkom- an var, en líklega hafa báðir tapað, því að illa innheimtust timburskuldirnar. Um veturinn var ekkert aðhafzt, nema tekið út talsvert af trjábolum á löndum þeirra. Um vorið voru þau tré flest söguð, sem til voru, en að því loknu brann myllan með öllum áhöldum og nokkru af söguðum viði, og var engin ábyrgð á neinu, en skað- inn mörg þúsund. Nú hugðu flestir að Björn væri búinn að vera, sem stórvirkur athafnamaður. En það var ekki því líkt. Hann var sá sami, bæði að sjón og raun og aldrei duglegri en nú, og nóg að starfa. Hann var áður byrjaður á að byggja stórt íbúðarhús úr steyptum steini og hafði rutt þar frá stórum harðviðarskógi á stóru svæði, sem skildi verða akurblettur. Var nú unnið að byggingu þessari allt sum- arið, og næsta sumar fram undir haust, og komst hún þá undir þak. Húsið er 30x60 fet að grunnmáli, ef eg man rétt. Tvær hæðir voru gjörðar til íbúðar með bröttu þaki og nú nýlega lagt helluþak yfir þakspóninn, sem þó var lítið tekinn að bila. Þá hafði Björn fleira í takinu en húsið. Hann hafði komizt í kynni við Hugh Arm- strong, er síðar varð ráðherra, og náð trausti hans. Hann liafði því undanfarin ár keypt talsvert af fiski fyrir félag það, er kennt er við Armstrong, og séð um flutning á fiskin- um til járnbrautar, sem þá var óðuni að lengjast norður með Manitobavatni. Mun það hafa tærið að ráðum Björns, að félagið Armstrong Treading Co. byggði fiskitöku- búð, fyrst á Siglunesi, og verzlaði þar nokk- ur ár nteð ýmsar vörur, og einnig á hverri jámbrautarstöð, jafnótt og brautin lengdist. Eftir því, sem næst varð komist, þá mun Björn hafa verið ráðunautur félagsins og framkvæmdastjóri að þessum störfum cill- um. Með þessu vann liann nýlendunni mikið gagn. Hann kom á fiskiverzlun fvrstur manna og samhliða vöruverzlun, bæði fyrr og hagfelldari en annars hefði orðið. Enginn ókunnugur hefði getað komið svo fljótt trausti á viðskiptin frá báðum hliðum. Þess utan mun hann hafa haft góð laun hjá félaginu fyrir störf sín. Það var fullkomið vinfengi milli þeirra Björns og Armstrongs ráðherra, sem hélzt meðan þeir lifðu báðir. Björn reyndist trúr ogstarfsamur fyrir félag- ið og kom því til leiðar, að það náði við- skiptum við norðurhluta vatnsins á undan öðrum, og hann vann að kosningum með flokki þeim er Armstrong fylgdi. Armstrong kom þar aftur á móti til leiðar ýmsum um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.