Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 42
112 BÆKUR N. Kv. minningar Sveinbjarnar eru skemmtileg bók, og ein af mörgum, sem sýna hversu frá- sagnargleði og frásagnarlist ern ríkir þættir í eðli íslendingsins. Jóhannes Birkilnnd: Harmsaga œji m'innar, Reykjavík 1948. ísafoldar- prentsmiðja. Bók þessi, sem birtist nú í annarri útgáfu. kom fyrst á sjónarsviðið fyrir nokkrum ár- um, en var þá einungis seld takmörkuðum liópi áskrifenda. \rarð lnin því lítt kunn meðal almennings, en getið var hennar þó í blöðuin og það lofsamlega. Enda er þetta um margt merkileg bók. Hún er átakanlegt dæmi þess, hvernig rangsnúið uppeldi ásamt meðfæddum skapbrestum, sem þó hefði að líkindum mátt laga, að einhverju leyti, skapa raunalega æli, og láta góðar gáfur fara í svaðið til lítilla eða engra nota. Að þessu leyti er bókin aðvörun og áminning til upp- alenda og æskumanna. En einnig hygg eg, að sálfræðingar kunni að geta gert margar athuganir þar um mannlegar lyndiseink- unnir og sjúklegt hugarástand. Höfundur- inn nefnir bók sína liarmsögu, og hún er harmsaga, og því enginn skemmtilestur. Samt sem áður hygg eg, að fáir sem byrja á henni, sleppi henni úr hendi fvrr en hún er lesin á enda. Höf. er ómyrkur í máli um sjálfan sig og aðra, en nefnir naumast nokk- urn mann eða stað á nafn. Þetta dregur úr raunveruleikablæ bókarinnar, en mun vera af varfærni gert, en er þó til lýta. Annars fæ eg ekki varist því, að mér finnst margt vera h'kt með æfisögu þessari ogsjálfsæfisögu Þór- bergs Þórðarsonar. Báðar skýra sögurnar frá sjúklegu hugarástandi, taumlausu sjálfsáliti á gáfum höfundanna og hæfileikum. En frúðlegt dæmi ti lathugunar lesendum er að bera saman hversu örlögin rekja lífs- jjræði jjessara tveggja „ofvita“ á ólíkan hátt. Litmyndir af íslenzkum jurtum E Reykjavík 1948. ísafoldarprent- smiðja. Hefti Jjetta er merkileg nýjung í íslenzkri bókagerð. Með Jjví er hafin útgáfa litmynda af íslenzkum plöntum, ef fært revnist með framhaldið. Ingólfur Davíðsson magister hefur valið myndirnar og látið örstutta texta fylgja þeim, einkum urn r’axtarstaði þeirra. Myndirnar eru valdar úr tveimur erlendum bókum, og eru tvær Jreina teikningar en hinar Ijósmyndir í litum. Eru sumar þeirra ágætar en aðrar lakari. Fæ eg ekki betur séð en prentun hafi tekizt lakar en í frumútgáf- unni. Eg fyrir mitt leyti hefði heldur kosið, að meira hefði verið tekið af teikningum, því að yfirleitt eru Jjær betri til að þekkja plönturnar eftir en 1 jósmyndirnar, ]j\ t að á ljósmyndum renna margir drættir saman t eitt. Má þar t. d. nefna myndina af mýrar sóley, fjalldalafífli, sortulyngi og mosa- lyngi. Ef haldið verður áfram að nota Ijós- myndir ætti að láta taka Jjær af íslenzkum plöntum en margir íslenzkir ljósmyndarar kunna að taka ágætar plöntumyndir á lit- filmur. Er enginn vafi á, að með Jdví fengj- ust betri myndir en eftir prentuðum bók- um, þótt góðar séu. En sem sagt hér er um að ræða fallega bók og nauðsynlega öllum Jjeim, sem kvnnast vilja gróðri landsins. Og í hverjum skóla landsins, þar sem grasafræði er kennd, ættu að vera til mörg eintiik |jessara litmynda til afnota við kennsluna. Er vonandi að fram- luddið komi fljótt og nái yfir allan megin- Jjorra íslenzkra plantna. Jón Sveinsson: Ritsafn I. bindi. Freysteinn Gunnarsson sá um útg. Reykiavík 1948. ísafoldarprent- smiðja. Jón Sveinsson er sennilega víðkunnastur allra íslenzkra rithöfunda fyrr og síðar, og fáir íslendingar munu liafa víðar farið en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.