Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 19
N.-'K'v. BJÖRN JÓNSSON MATHEWS 89 ist Björn að og dvaldi þar síðan rneðan hann liEði. Nú voru börn hans orðin þroskuð og drengimir orðnir vinnufærir, svo að hagur lians tók að léttast. Oftast munu þeir hafa stundað fiskiveiðar á vetrum en ýmis önnur störf á sumrum, en veiði hefur heppnast misjafnlega og oft gefið lítið í aðra liönd. En þá hafa þeir leitað lengra burtu eftir tækifærum. Annars hefur atvinna Björns og starfsemi oft verið lík-og áður, en aðeins í smærri stíI. Hann hefur oft tekið smærri verk og ráðið rnenn til að vinna með sér. Hann liefur verið jafn hjálpsamur og vin- sæll eins og áður, og á engan liátt breytt at- liöfnum sínum eða geðslagi. Þar var allt svo fastmótað, að engu varð breytt, hvað sem efnahagnum leið, enda mun hann aldrei hafa verið mjög þröngur nema árin. sem hann var í Winnipeg. Það vildi stundum til að fiskiveiðin brást við Oak Point, en þá varð að leita á öðrum stöðum. Það varð því ráð þeirra, þegar brást heima, að leita til Winnipegvatns. F.n þar er leyfð veiði á auðu vatni á haustin, en ekki í Manitobavatni. — Eitt haust vildi það slys til er þeir bræður voru að leggja þar net í stormi, að bátur sá, sem Guðmundur var i kafaði undir og sökk hlaðinn af netjum. Sá, sem með Guðmundi var, gat fleytt sér þar tif hinir bræðurnir komu og björguðu honum, en Guðmundur kom aldrei upp. Var hann þó ágætur sundmaður eins og þeir bræður allir. Það var álitið að liann mundi hafa flækt sig í netjum áður en hann náði sund- tökunum. Þetta var liarmur sár fyrir hjónin öldruðu, því að sá var ef til vill bezt og mest mannsefni af þeim bræðrum, og hvers manns hugljúfi. Það heyrði eg haft eftir gömlum manni, sem tók eftir rnörgu, að það hefði aldrei orðið illindi á milli barna í skólanum á meðan Guðmundur var þar, því að þar hefði hann verið sáttanefndar- maður sjálfboðinn, og svo vinsæll, að börn- in hefðu ætíð látið að orðum hans. Oft unnu þeir bræður einir sér, eftir að Guðmundur dó, en Björn í öðru lagi. Oftast munu þeir hafa haft eitthvað af gripum, en aldrei marga, og eitt skeið var Björn búinn að koma upp góðum sauðfjárstofni. Það var á þeim tíma, sem sauðfé var sem óðast að stíga í verði og leit því vel út fyrir honum. En þá var landið, sem hann liafði áður leigt, keypt af öðrum, svo að hann varð að hætta. Þannig brugðust honum vonir oft eins og gengur, en Björn var jafn léttur í lund og öruggur á hverju senr gekk. Var hann þó viðkvæmur og raungóður fyrir óförum ann- arra. Það var fyrir fáum árum, að illa leit út með veiði í Manitobavatni, því að þurrkar höfðu verið miklir undanfarin sumur. Var því álitið að tekið hefði fyrir fiskigöngur frá stærri vötnum. Þá var mikið látið af því, að stórt vatn væri lengst norður í óbyggðum, sem kallaðist Reendev Lake ('Hreindýra- vatn), sem væri fullt af verðmiklum fiski af mörgum tegundum. Þá var Björn því nær 70 ára, en þó vaknaði framkvæindahugur- inn gamli í honum. Hann réðist því til ferð- ar fleiri hundruð mílur norður í óbyggðir með þeim af drengjum sínurn, sem eftir lifðu. Sú ferð tók langan tíma og mikinn kostnað og að endingu flugvélaflutning. En alla útgerð og veiðarfæri þurfti að flytja með sér. Þeir höfðu fiskað þar allvel, en kostnaðurinn varð svo mikill, að fiskverðið Itorgaði hann ekki að fullu. Þeir vildu sanit reyna aftur og töldu nú víst að betur gengi, því að nú voru net þeirra og allur flutning- ur norður frá. En það varð víst litlu betra, því að ekki lögðu þeir af stað í þriðju ferð- ina. Þessi ferð sýndi, að ekki bilaði áræði Björns þótt sjötugur væri. Þeir eru nú kvæntir fyrir mörgum árum, synir Björns. Otto er kvæntur Emelíu, dótt- ur Andrésar Skagfelds bónda í Oak Point (hún er nú dáin). Þau eignuðust 4 börn, 2 drengi og 2 stúlkur. Sigurður Jón er annar sonur Björns. Hann er kvæntur annarri dóttur Andrésar, er Dóra heitir. Þau eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.